Verði ljós - 01.12.1903, Qupperneq 7
VERÐI LJOS!
183
er sviftir hann valdinu á sjálfum sér, svo að hann fremur glæpi, sein
hjarta hans mundu annars vera andstyggilegir.
Þannig tók þessi ógæfusami faðir barnið sitt, fleygði því í einhverju
örvæntiugaræði eins langt og hann gat út i sjóinu og skundaði síðar
leiðar sinnar.
Fyrir alveg sérstaka handleiðslu guðs var stórt eikarborð á floti á
sjónum, þar sem drengnuni skaut upp. Hann náð i það og gat haldið
sér uppi með því. Eu skamt frá þessum stað hafði stórt herskip varpað
akkerum. Hljóðin í barninu bárust þangað, og þegar í stað varpaði
einn af skipsmönnunum sér í sjóinn að boði skipstjórans, synti þangað
sem drengurinn flaut, náði honum og synti með liann út til skipsins.
Ókunni drengurinn var nú spurður að hvernig á honum stæði.
„Eg heiti Jakob“, svaraði hann, en að öðru leyti gat hann ekki gefið
neinar bendingar um það, hverra manua eða hvaðan hann væri. Hér
var því ekki um annað að gera eu að lofa drengnum að vera á skipinu,
og var hauu kallaður „veslings Jakob“ af allri skipshöfninni.
Jakob litli var gott og blíðlynt barn, fljótur til allra vika og nám-
fús mjög, svo að haun ávann sér brátt hylli og vináttu allrar skips-
hafnarinnar. Það var eins og þeir ættu hann allir og eius og allir
gerðu sér alt far um, að láta liann ekki sjá eða lieyra neitt
annað en það sem gott er. Þó voru þeir allir á eitt sáttir
um það, að þarua gæti drengurinn ekki staðnæmst og að há-
seti mætti liann ekki verða þegar konum yxi aldur og þroski, því að
til þess væri hann of gáfaður og vel af guði gerður. Nokkrir af yfir-
mönnunum á skipinu efndu því til samskota meðal skipshafnarinnar í
þvi skyni að útvega veslings Jakobi viðuuandi samastað á landi, þar
sem hann gæti notið góðs kristilegs uppeldis og komist til manns.
Svo liðu mörg ár.
Veslings Jakob liafði gengið gegnum hvern skólann á fætur öðrum
og var orðinn útlærður haudlæknir þegar ófriðurinn milli Englendiuga
og Frakka hófst. Hann sótti nú um og fókk stöðu sem herlæknir við
konunglega flotanu og ávann sér brátt ekki að eins hylli allra þeirra,
sem hann yfir höfuð kom nærri, heldur einnig álit sem óvenju-heppiun
og skyldurækinn læknir.
Svo bar til einn veðurgóðan dag, að herskip það, sem Jakob var á,
fékk tekið smáskip eitt úr óvinaliðiuu, og margir menu sárir voru
fluttir þaðan yfir á skip Jakobs, til þess að hann gæti veitt þeim hjálp
og hjúkrun. Meðal þeirra var aldraður maður, sein gat mælt á enska
tungu. En svo var hann sár, að batavon var þar engin. Engu að síður
beitti Jakob allri alúð við að hjúkra sem bezt þessum mannaumingja,
þótt, hann sæi, hver eudir hlyti á þvi að verða.
Þegar þessi ókunni maður faun dauða sinn nálgast, bað hann
lækuinn að dvelja hjá sér stundarkorn, þvi að haun langaði til að