Verði ljós - 01.12.1903, Side 9
VERÐI LJÓS!
185
„Faðir mirin, blessaðu son þinn!“ mælti ungi maðurinn og féll á
kné við rúmstokkinn hjá hinum deyjanda manni: „Blessaðu son þinn,
áður en þú deyr! IÞetta er alt frá drotni. Honum hefir þóknast að
haga því svo, að við skyldum fá að sjást aftur, og ég fá að vera vottur
að afturhvarfi þínu og sæluvon11.
Gamli maðurinn þagði lengi. Hann gat auðsjáanlega engu orði
upp komið og vissi ekki, hvort hanu mátti trúa augum sínum og eyr-
um eða hvort hann var að dreyma fagran, inndælan draum. Um siðir
fékk hanu það vald yfir sjálfum sér, að hann gat spurt hinn unga
lækni um það, sem hann rnyndi frá barnæsku sinni. Og við það hvarf
allur efi burt úr sálu hans. Hann sá uú, að það gat ekki annað verið;
maðurinn ungi, sem stóð trammi fyrir honum, sem liafði hjúkrað honum
nreð svo mikilli alúð, þótt liann vissi, hver endir mundi verða á sjúk-
dómi hans, maðuriun, sem allir á skipinu elskuðu og virtu svo mikils,
— hann var einkasonur hans! Og brennheit runnu gleðitárin niður
eftir kinnum hins deyjanda mauns, sem með brestandi augurn og bljúg-
um rómi hvíslaði í innilegri bæn: „Nú lætur þú, drottinn! þjón þinn í
friði fara!“
Þetta voru hans síðustu orð. Nokkrum augnablikum siðar var
hann skilinn við í faðini sonar síns.
Þessi svo óvænti en dásamlegi viðburður fékk svo mjög á hinn
unga lækni, að hann skömmu seinna sagði skilið við læknisstörfin til
þess að gerast boðandi guðs orðs. Og því var það mörgum árum
seinna, að prestur einn, er sagði frá sögu þessari á prédikunarstólnum,
svo að ég heyrði liana, bætti við með tárvotum augum:
„Eg er þessi „veslings Jakob“!“
Hæqri hönd iamúcls Daðasonar.
Frásuga eftir Jan Maclaren.
III.
(Niðurl.) „Gömul þokkalega búin kona, sem vill tala við mig?“
sagði hr. Greatheart við Friðrik þjón sinn. „Nú, láttu hana koma inn!
Líldega er ]>að einhver, sem ætlar að sækja um ellistyrk eða frían bú-
stað eða eittkvað því um líkt“.
Til þessa ágætismanns leituðu sem sé alls konar meun í vandræð-
um sínum. Hann hlýddi með þolinmæði á tal þeirra og reyndi jafnan
að hjálpa þeim sem hann bezt gat.
„Nei, ekkert að afsaka, þér gerið mér ekki minsta ónæði. Mér
skal vera það sönn ánægja ef ég get orðið yður að liði", mælti lir.
Greatkeart við konuua, er iuu kom og varla gat orði upp komið fyrir