Verði ljós - 01.12.1903, Qupperneq 13

Verði ljós - 01.12.1903, Qupperneq 13
VERÐI L.TOS! 189 sýnduð mér sama viuarviðmótið sem öllum öðrum og ég varð þess líka áskynja, að þér tókuð svari inínu oft þegar mér var hallmælt af ein- hverjum. En svo bar það við einhverju siuui — sjálfur hafið þér nátt- úrlega gleymt þvi, því að h’klega hefir slíkt lient yður dagsdaglega! — að ég sá yður reisa á fætur bláfátækt gamalmenui, er hafði dottið og ineitt sig til blóðs, og þór báruð hanu inn i götudyr eiuar, hjúkruðuð honum og sáuð bonum fyrir þeirri hjálp sem haun þarfnaðist . . . Jú, það er ekki veuja míu að viðhafa stóryrði né yðar að hlust.a á þau, en þér verðið að fá að vita, að þér hafið verið verkfæri í guðs hendi til að gera mig að öðrnm og betri manni. En ég var hræddur um, að það gæti haft liættu í för með sér, ef ég alt í einu tæki að sýna opinberlega góðgerðasemi, eins og ég ásetti mér í fyrstu. Eg var hræddur um, að hrokinn kynui að læðast inn í hjarta mitt og setjast að þar sem kærleiksleysið var áður. Til þess því að refsa sjálfum mér fyrir misgjörðir fyrri tíma og til þess að verða ekki þræll hégómagirndarinnar, áformaði óg, að láta almenning halda á- fram að álíta mig svíðiug, en í laumi að verja eigum míuum fæðingar- stað mínum til heilla og til styrktar góðum mönnum er, orðið hefðu fyrir einhverju óliappi, án þess að nafus inins væri þar að nokkuru við getið, í fám orðum að verja þeim svo, að „vinstri höndin feugi aldrei að vita hvað hin hægri gerði“. Samkvæmt þessu áformi mínu hefi ég lifað síðastliðinn misseris- tíma, og óg vona, að mér takist að halda því áfram meðan ég lifi. Eg hefði aldrei trúað því, að nokkur maður gæti orðið svo mikillar gleði aðnjótandi, sem guð hefir með þessu búið hjarta míuu. Og uú bið ég yður, háttvirti herra, í viðbót við alt annað gott, sem þér hafið gert mér, að auðsýna mér þá velvild, að annast um, að þessar mínar hitistu óskir nái fram að ganga, að bústýru minni verði launað ríkulega af eigum míuum, svo að henni sé að fulluborgið til æfiloka, og vinuukonu minni verði út borguð drjúg upphæð; að þér útbýtið því, sem eftir verður af eignum mínum, þegar alt er borgað sem borga ber, til heiðvirðra ekkna, munaðarlausra bai'na og efnilegra ungra mauua, sem laugar til að komast áfram, og farið þar í öllu eftir því sem yður virðist réttast og bezt; að þér látið jarðsyngja mig í mestu kyrþey, og loks að þér leggið í líkkistuna mína hjá mér böggul, sem þór rnunuð finna í skrifborðsskáp mínum, og óg heíi skrifað utan á: „Verðbréf". * Og svo vil óg að siðustu biðja yður að trúa því, að meðal yðar mörgu góðu verka muni það einuig verða talið, að þór hafið frelsað sálu mína. Yðar þakklátur. Samúel Daðason.

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.