Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Blaðsíða 2

Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Blaðsíða 2
2 Já, — segir þú, — en ég hefi ekki tekið réttilega sinnaskiftum. Þú lifir með öðrum orðum án guðs — í syndinni. Þú kannast við það' og þér er það fyllilega ljóst, að þú lifir án guðs — í syndinDÍ. Þú lifir með fullri meðvitund — í syndinni. Og þú vilt ekki kverfa aftur af þeim vegi? Með fullri meðvitund og frjálsum vilja kýstu að halda áfram að lifa án guðs — í syndinni ? Þetta er hágt, vinur minn. Það er hræðilega hágt, að þér er það fyllilega ljóst, að þú lifir lífi þínu án guðs, og vilt þó ekki hverfa aftur til guðs. Gerðu ekki þetta, vinur! Þú, sem veizt, að þú lifir án guðs, hættu að lifa þannig; snúðu þér, hverf aftur til guðs; leitaðu guðs; og — gakk tilguðs borðs. Nei, — segir þú,— ég lifi ekld án guðs; ég leita guðs; en þetta er eDn í svo miklum veikleika ; ég er enn ekki orðiun eins ég á að vera; þess vegna þori ég ekki að ganga til guðs borðs. — Þetta mun vera al- mennasta viðbáran. Flestum mun vera svo farið, að minsta kosti flestum þeirra, er annars sækja kirkjur. I munni margra er þetta án efa lítið annað en orðin tóm. Þeir segjast leita guðs; en í raun og veru leita þeir hans alls ekki. I raun og veru lifa þeir án guðs. Þeir finna og til þess, þegar þeir gá vel að; að eins vilja þeir ekki við það kannast fyrir sjálfum sér, að liag þeirra sé svo háglega komið. Pyrir hveru mun — vertu hreinskilinn. Seg ekki, að þú leitir guðs, þar sem þú ekki leitar hans. Játaðu fyrir sjálfum þér, að þú leitir eigi guðs og lifir áu guðs. Kann- astu lireinskilnislega við það með sjálfum þér, úr því að það er svo. En láttu það þá líka fá svo á þig,

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.