Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Blaðsíða 1

Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Blaðsíða 1
TSf cvang'elisk smsirit. I. É ég að ganga til guðs borðs ? Effcir Thv. Klaveness. ^fúZTiartanleaa hefir' mig langað að neyta þessa páska- pL,J- lambs meö yður, áður en ég Kðu (Lúk. 22, 15). Gangið til guðs borðs! Þetta er prédikun mín í dag. Sú var tíðin, að hver einasti maður gekk til guðs borðs haust og vor, svo að aldrei bar út af. Flestir þeirra gerðu það æði umhugsunarlaust; þetta var venja, sem allir hlutu að fylgja. í>að kom ekki svo sjaldan fyrir, að sami maðurinn, sem var til altaris um sunnudaginn, drakk sig ölvaðan um mánudaginn. Nú eru þeir tiltölulega fáir, sera ganga til guðs borðs. Sérstaklega eru þeir fáir af æskulýðnum, eink- um meðal karlmanna. Nú verður meir og meir venjan sú, að ganga alls ekki til guðs borðs. Hvað skal segja við þessu ? Eigum vór að óska eldri tímanna aftur? Nei. Eigum vér af fagna yfir ástandinu eins og það nú er orðið? Fjarri fer því. Það er ilt, þegar menn ganga til guðs borðs í algerðu umhugsunarleysi, einungis til þess að víkja ekki frá gamalli venju. En það er einnig ilt, þegar menn hætta að ganga til guðs borðs. Hvað er þá hið á- kjósanlega og rétta í þessum efnum? Hið ákjósánlega og rétta í þessum efnum er, að menn gangi ekki til guðs borðs í tómu uinhugsunarleysi, heldur til þess að minnast Jesú, ekki vegna venjuunar, heldur vegua Jesú. I þeim skilningi segi ég: Gangið til guðs borðs!

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.