Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Blaðsíða 6
6
til endurminningar um Jesúm? Hvaða minning skyldi
vera fegurri, helgari, dýrðlegri en minning Jesú, hins
flekklausa og hoilaga fórnardauða hans? En ekki það
eitfc — Jesús er upprisinn frá dauðum. Vér höldum
ekki hátiðlega minningu dáins manns, heldur þess,
sem dó og sjá, hann lifir. „Hvar sem tveir eða þrír
eru saman komnir í mínu nafni, er ég sjálfur mitt á
meðal þeirra“. Þetta eru haus eigin orð. Hann er
sjálfur viðstaddur við kveldmáltíðarborðið. Hann er
þar ósýnilega viðstaddur. Hann er þar sá, sem veitir;
vér erum gestir hans. Við hvað ertu hræddur? Ertu
hræddur við Jesúm? Ertu hræddur við að vera gest-
ur hjá Jesú? Ertu hræddur við að sitja að horði
með Jesú ? Þegar þú setur þér fyrir sjónir, hversu
var háttað lífi hans, er hann umgekst hér á jörðu, og
hversu lmnn lét líf sit.t, virðist, þér þá ástæða til þess
að vera hræddur við hann ? Er nokkur sá staður til
i veröldinni, þar sem þú fremur getur búist við að
verða skilinn, mæta umburðarlyndi, kærleika, miskuun-
semi, — þessa, sem þú í fátækt þinui þarfnast hvað
mest, — en hjáhonum, vini syndaranna? Er það eltki
einmitt hann, sem þú þarfnast hvað mest? Hvers
vegna kvíðir þú, livers vegna ertu þá ekki glaður,
glaður yfir að vera gestur hjá honum, glaður yfir því
að mega nálgast hann svo? Og gef nú gætur að,
livað það er, sem hann veitir þér hlutdeild í. Hann
gefur þér brauðið og segir: „Þetta er minn Ukámi,
sem fyrir yður verður gefinn"; hann réttir kaleikinn
að þér og segir: „Þetta er blóð mitt, sem fyrir yður
úthellist til fyrirgefningar syndanna“. Iiverju öðlast
þú þá hlutdeild í? í fórninni, hinni heilögu fórn, sem
hann færði á Golgata til friðþægingar fyrir syndir