Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Blaðsíða 7
heimsms. I þessu öðlast þú hlutdeild. Þú meðtekur
það af liendi lians sjálfs ; liann gefur þér að ncyta
þess — eta það og drekka. Svo getur þú fulltreyst
því, að fórnin, sem hann færði, sé eiunig færð fyrir
þig, — þér til hjálpræðis, þér til syndafyrirgefu-
ingar. Kæri vinur! Hvað er sælla, blessunarríkara,
hugljúfara en að öðlast fulla vissu fyrir því, að einnig
þér sé veitt hlutdeild í endurlausn Jesú Krists, — að
þú megir trúa því og treysta, að þér só í Jesú nafni
veitt fyrirgefning synda þinna ? Hvað er það annað
en fullvissan um þetta, sem hjarta þitt þráir heitast
og andvarpar eftir. Hvílíkt gleðiefni fyrir þig, að
geta öðlast þessa fullvissu hér!
Hvað er kveldmáltfðar-sakramentið?
Það er horð, sem Jesús safnar kringum öllum guðs
böruum á jörðu, þar sem þau til endurminningar um
dauða lians eta og drekka, neyta og tileinka sér þá
friðþægiugarfórn, sem hann færði þeim til endurlansn-
ar. JÞar umvefur Jesús þá örmum kærleikans og þeir
gefa sig honum á vald, og þeir fyllast elsku til haus,
sein þar veitir þeim elsku sína, og þeir elskast sin á
milli, og þeir sameinast í stóran systkinahóp kringum
borð hins fmmgetna hróður.
Gangið því til guðs borðs! Komið þangað oft,
komið þangað fegnir! Komið þangað ókvíðnir, ör-
uggir og glaðir! Komið tii Jesú! Leitið samfélags
heilagra.
Gangið til guðs borðs !