Ný evangelisk smárit - 01.03.1900, Side 7

Ný evangelisk smárit - 01.03.1900, Side 7
7 Bg hét honum því og hann mælti síðan: „Þegar þér fyrir fimm dögum tókuð af mér fæturna og hand- legginn, bað ég frelsara minn, að snúa huga yðar til sfn“. Orð hans komu óþægilega við mig; með sterkum hjartslætti horíði ég á hann. Það var engum blöðum um það að fletta, að haun talaði satt. En það, sem mér var óskiljaulegast af öllu, var þetta, hversu hinn ungi maður gat, meðan ég var að kvelja hanu og piua, gleymt öllu umhverfis sig, til þess eingöngu að hugsa um frelsara sinn og mitt óendurfædda hjarta. Eg gat ekki komið upp öðrum orðum en þessum: „Jæja, vinur minu! það lagast alt saman!“ Að svo mæltu hvarf ég frá honum og 12 mínútum síðar skildi hann við. En „Jesús“ var síðasta orðið, sem heyrðist af vörum hans. Tala þeirra hermanna er dóu meðan á stríðinu stóð skifti hundruðum, en að eins einum þeirra fylgdi ég til grafar: en þessi eini var bumbuslaginn, vinur minn og sálusorgari. Eg reið rneira en mílu vegar til þess að vera við útför hans. Orð hins unga manns höfðu fengið meira á mig, eu nokkur orð önnur, sein ég minnist, að við mig hafi verið töluð á æfinni. Eg var þá auðugur að jarð- neskum fjármunum, en ég hefði þá fegiun viljað gefa alla aleigu rnina til þess að komast í eins innilegt samband við Jesúm Krist eins og haun. En slíkt verður ekki með gulli keypt. Margra ára barátta, stórkostlegasta hugarstríð beið min. Oftsinnis var ég beinlínis hræddur um, að hugarstríðið, sem bumbu- slaginn hafði vakið í sálu minni, ætlaði að gera út af við mig. En svo fór að lokum, að Jesús Kristur vann sigur á mér.-------

x

Ný evangelisk smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.