Kristniboðinn - 01.05.1934, Blaðsíða 1
LANPSbÓKASAFM
JYu 13-5624
Útgefandi: Kristniboðsfélögin í Reykjavík
2. I Reykjavík,íniaíl934.
Frjáls kristinn — eða ekki kristinn
Lesið Jóh. 8, 31—44.
Er það ekki undarlegt að Jesús skyldi
tala svona til þeirra »Gyðinga, sem tek-
ið höfðu trú á hann?«
Hann hefir eflaust séð »Gyðinginn«
í þeim að baki þessari »trú« þeirra. Þeir
hafa víst verið farnir að »trúa« á hann
sem Messías þjóðarinnar, en án nokk-
urrar hugarfarsbreytingar; án lausnar
frá gömlum gyðinglegum háttum og
hugsunum. Þess vegna gengur hann
svona að þeim með oddi og egg, til þess
að skilja hismið frá hveitinu.
Hvernig er því farið með þig, sem
»trúir«, ert þú orðinn frjáls fyrir trúna?
Hver getur gert manninn frjálsan?
Sonurinn einn.
Með hverju gerir hann það?
Sannleikanum einum.
Þess vegna er ýmist sagt: Sonurinn
gerir yður frjálsa eða sannleikurinn ger-
ir yður frjálsa.
Hvað er sannleikurinn?
Það orð, sem leiðir í ljós hið sanna
eðli mannsins og hið sanna eðli Guðs.
Þessi guðdómlegi sannleikur er sterk-
ur baðlögur fyrir náttúrlegan mann,
mann, sem ekki hefir tekið sinnaskift-
um fyrir Anda Guðs.
Þh ert enginn afbrotamaður, heldur
snyrti- og prúðmenni hið mesta. Þu
stendur ekkei't að baki hinum uppdubb-
aðasta, skrautklædda farisea, sem vér
getum séð. Og menn snúa sér við til að
horfa á þig og dáðst að þér. Enginn
hefir hið minsta út á þig að setja. Það
er laglega af sér vikið!
En sinnaskifti, afturhvarf og endur-
fæðing er þér ókunnugt. Hvað ættir þú
líka að þurfa að sýsla með slíkt og þvi-
líkt! Þú, sem ert þvílíkt, afbragð í þín-
um eigin og annara augum! Þú, sem ert
þannig staddur, hefir ekki mætt y>sann-
leikanum« enn þá. Hann er sterkur lög-
ur fyrir svo viðkvæmt og fíngert hör-
und.
Hann segir við þig: »Sá, sem synd
drýgir, er þræll syndarinnar«.
Vilt þú veita þeim sannleika vald yfir
þér? Þá munt þú komast að raun um
að þú þarft að verða »frjáls«, laus við
syndir þínar.
Eða þá þetta: Fkki ert þú illa œttaður.
Þú ert af beztu og göfugustu ættum
kominn; já, þú ert Abrahams sonur eft-
ir holdinu. Þú hefir fengið afbragðs upp-
eldi við siðsamlegustu umgengni og van-
ist prúðustu framgöngu. Þú ert hafinn
yfir alt lágt og lélegt siðferði. Þetta
er nú ekki neitt slæmur arfur.
En sinnaskifti?
Þú spyrð hvað það sé nú annars? Það
hefir ekki komið fyrir í þinni lífsreynslu.
Þú hefir sem sé ekki mætt »sannleik-
anum« enn þá. Hann flettir af þér glys-
hjúpnum, sem aðeins gljáir utan á, og
sendir örvar sínar inst inn í hjarta þitt.
»Þér eigið djöfulinn að föður og ger-
ið það sem faðir yðar girnist«.
Vilt þú neita þessum sannleika vald
yfir þér? Þá munt þú bráðlega verða
að hrópa eftir frelsi frá synd þinni.
Þegar sannleikurinn hefir fengið að
sýna oss hið sanna eigið eðli vort, þá
þörfnumst vér einhvers, sem getur gert
oss frjálsa. Og sannleikur Jesú sýnir
oss þann Guð, sem hefir sent son sinn
í heiminn til þess að frelsa hið glataða.
Þegar vér sjáum oss glataða, þá spyrj-
um vér að því hvernig Jesú fari að því
að frelsa oss frá kvölum synd,'meðvit-
undarinnar og fra ógæfu syndavaldsins
í oss. Vér hlustum á hvað ha,nn hefir
fullkomnað fyrir oss og hverju vér skul-
um trúa til þess að verða frjálsir og
sáluhólpnir. Þá fyrirlítum vér ekki held-
ur það blóð, sem rann á Golgata vegna
synda vorra, heldur verður það oss
hreinsunarlind friðar og frelsis, já, til
eilífs lífs og sáluhjálpar.
Hafi þessi lausnari gert þig frjálsan,
sjá, þá ert þú orðinn kristinn fvrir
trúna.
(E. Hove, (Lausl. þýtt Sj.).
prestur í Bergen).
Örlagaríkir tímar.
Eftir V. Skagfjörð; cand, theol.
Vér lifum á byltinga og barátturík-
um tímum. Það er barátta á öllum svið-
um, ef til vill harðvítugri og að minsta
kosti víðfeðmari og djúptækari en dæmi
eru til áður í sögu mannkynsins. 1 þessu
hafróti tímans berst kirkja Krists, til
þess að flytja friðvana mannkyni líf og
ljós. Og að því er bezt verður séð, er
nú úrslitaviðureignin hafin. Það er að
mínsta kosti víst, að þeir atburðir eru
1.
nú að gerast og munu gerast nú á næstu
árum, sem skera munu úr þvi á ótví-
ræðan hátt, hver verður framtíð mann-
kynsins.
Vér skulum nú í huganum líta snöggv-
ast yfir vígvöllinn og sjá hvað fyrir
augun ber. Það er erfiðleikum bundið
að fá rétta heildarmynd af því, hvernig
baráttan stendur, því að í slíkum hild-
arleik eru mörg atvik —- já, jafnvel stór-
viðburðir, sem erfitt er að festa sjónir
á og dæma á réttan hátt. Vér sjáum
það bezt, sem næst oss er og svo einstaka
viðburði aðra, sem sérstaklega vekja ar-
hygli vora. En vér höfum nú ekki eftir
öðru að fara en því, sem vér sjáum og
heyrum, og verðum vér því að sætta oss
við það, þótt verið geti að vér skýrum
ekki rétt tákn tímanna, vegna skamm-
sýni vorrar.
En lítum nú yfir vígvöllinn.
Það fyrsta, sem fyrir augun ber, eru
miklar og stórfeldar trúarvakningar
víða um heim. Fyrir heimsstyrjöldina
höfðu mennirnir óbilandi trú á sjálfum
sér, sínum eigin mætti og umfram alt
sínu eigin ágæti.. Menn sáu í hyllingum
Paradís framtíðarinnar, þegar hin óhjá-
kvæmilega »framþróun« hefði knúið
mannkynið upp á hátind »menningar-
innar«; því auðvitað trúðu menn því
skilyrðislaust, að það sem mannkynið
væri komið áleiðis, það væri að þakka
»framþróuninni«, og hún mundi halda
áfram að ala upp og betra mannkynið
hér eftir sem hingað til, enda væri það
nú vandalítið, því að í raun og veru
væru mennirnir góðir. Auðvitað dálítið
ófullkomnir og breyskir — en að minn-
ast á synd í því sambandi, það var al-
gerlega óviðeigandi.
En þessi Babelsturn hrundi í heims-
styrjöldinni og næstu árum á eftir. Trú-
in á ágæti mannsins rénaði að mun,
vísindin sneru baki við efnishyggjunni,
máttarstólpunum var svift undan fram-
þróunarkenningunni (Darwinismanum),
augu manna tóku að opnast fyrir valdi
hins illa, aftur tóku menn að finna til
syndar og sektar. Hungrið og þorstinn
eftir réttlætinu var aftur vaknaður. Og
þá hófust vakningar.
Ýmsar smærri vakningar hafa geng-
ið yfir flest lönd álfunnar; einkum hafa
verið miklar vakningar í Noregi nú á
síðari árum. En mesta eftirtekt hefir
hin mikla trúarhreyfing vakið, sem
kend er við enska háskólabæinn Oxford,
og farið hefir sigurför um allan heim.
Þúsundir og aftur þúsundir manna í