Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 101 »Jú, herra, skipuninni hlýðið þér, en hlát- urinn í yður sýnir það um leið, að þér kær- ið yður kollóttan um hegninguna.« «Rað geri eg, herra; eg lifi mínu hálfa lífi upp á beitásnum, svo eg er orðinn vanur við!« »Já, en hr. Templemóre, ættuð þér ekki að finna að það er vanvirða að vera hegnt?« svaraði kapteinninn stranglega. «Já, herra, það myndi eg líka gera, ef eg fyndi, að eg ætti það skilið; eg myndi ekki ekki hlæja, ef þér hr. kapteinn senduð mig upp í masturshún« svaraði drengurinn og gerð- ist alvarlegur á svip. »Þarna getið þér sjálfur séð hr. Markitall, að hann getur verið alvörugefinn» sagði kap- leinninn. «Eg hefi gert alt sem í mínu valdi stendur «1 Þess að fá hann til þess að vera það, herra,» svaraði varaforinginn, «en eg vild gjarna spyrja hr, Templemóre hvað liann í rauninni á við uieð að segja, ,ef eg ætti það skilið'; vill haiin segja með því að eg hat'i nokkurn tíma hegnt honum fyrir sakleysi ? > »Já, herra,» svaraði pilturinn djarflega »fimm sinnum af sex hefi eg verið sendur upp á ás fyrir ekki nokkurn skapaðan hlut; þessvegna er •uér líka sama um það.« »Ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut? Kallið bér það þá ekki nokkurn skapaðan hlut að hlæja?« »Eg vinn skylduverk mín með svo mikilli skyldurækni, sem mér er framast unt; eg hlýði ævinlega, þegar mér er skipað; eg reyni af ytrasta megni að gera yður ánægðan með nilg — og svo látið þér einlægt hegna mér.» »Já, herra, af því að þér hlægið, og það sem verra er, þér komið skipshöfninni Iíka til að hlæja.« ‘ lJeir taka ekki órösklegara til höndunum fyrir það, herra, — og eg held meira að segja að þeir vinni míklu betur, þegar þeireru Slaðir og ánægðir.» »Afsakið, herra, en livað kemur það yður ''iO að halda« sagði varaforinginn og var nú orðinn bálvondur, «Plumbton kapteinn, fyrst þessi ungi herra álítur það tílhlýðilegt að skifta sér af því, hvernig eg held uppi aganum hér á skipinu, verð eg að biðja yður að reyn a hvaða áhrif það hefði á hann ef þér létuð hegna honum.« »Hr. Templemóre,« sagði kapteinninn, «í fyrsta lagi eruð þér ’ieldur til framur í tali yð- ar, og í öðru lagi of hláturmildur. Sérhvað hefir sína tíð hr. Templemóre; það er tími til að vera kátur og fjörugur, og tími til að vera alvarlegur. Skutþiljurnar eru ekki hentugar til þess að gefa gáskanum lausan tauminn.» »Iiliðarstiginn víst ekki heldur« bætti dreng- urinn við glettnislega. »Nei, alveg rétt, hliðarstiginn ekki heldur en á framþiljunum og niðri hjá féiögum yðar getið þér hlegið svo mikið sem yður lystir.» «Nei, herra, það megum við ekki: hr. Mar- kitall sendir okkur ævinlega upp í reiða þegar hann heyrir okkur hlæja.» «Nú, af því að þér eruð alt af að hlægja, hr. Templemóre.» Já, eg held það nú reyndar helzt, herra; en ef það er rangt, svo fellur mér illa að svo er, ef yður mislíkar það, en eg vil ekki hegða mér svo að neins virðingu sé misboðið. Eg hlæ í svefni — eg hlæ þegar eg er vakandi — eg hlæ, þegar sólin skín, eg er alt af svo glað- ur, og liggur svo vel á mér. En þó að þér rekið mig upp, hr. Markitall, mundi eg samt ekki hlæja, heldur verða innilega hryggur, ef eitthvert óhapp henti yður sjálfan.» «Rað held eg nú líka að þér yrðuð, minn ungi vinur — eg trúi því að hanrt segi það satt, hr. Markitall,» svaraði kapteinninn. «Jæja, herra,» tók varaforinginn til nráls, «fyrst hr. Templemóre virðist kannast við þenn- an skaplöst sinn, skal eg ekki fara lengra með þessa sakargift, en geri það bara að skilyrði að hann hlæi aldrei oftar.» «Heyrið þér nú til, góður minn, hvað vara- foringinn segir; það er sanngjörn krafa, og eg bið ýður að láta mig ekki oftar þurfa að heyra kærur á hendur yður. Markitall, látið £wtsbó^af"'5 4 fllwt'y'

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.