Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Qupperneq 7
NÝJAR kvöldvökur.
103
in sjófugl sést þar lygna eða hníta hringi í
lofti, horfa eftir bráð og stinga sér svo eins
og örskot ofan í sjóinn, Alt er tóm dauða-
þögn, einvera og auðn, að því fráteknu, að
einstöku sinnum sést ydda á bakuggann á stór-
um hákarli, sem smýgur letilega gegn um volgt
vatnið, eða mókir í kafi doðnaður af hita-
svækjunni. Rað er naumast hægt að gera sér
í hugarlund svona dapurlegan stað, svo dvala-
djúpa lífleysisauðn, svo fjærri því, að nokkur
mannkind geti lifað þar, nema því aðeins að
vér tökum hinar öfgarnar: dauðans-nepjuna,
helkuldann og íshrannirnar í nánd við heims-
skautin, þar sem frostharkan gengur af öllu
dauðu.
Við víkurminnið Iá skip á þriggja faðma
dýpi; það flaut við flotakkeri, og lafði festin
niður eins og taug, er dottið hefði útbyrðis,
og var þar eins og dauður hlutur í sjónum;
skipið svaraði sér svo vel að lagi og fegurð,
að hver sem vit hefði haft á, hefði dáðst að
því fyrir, hve rennilegt það var, hefði það að-
eins legið við akkeri í fjölskipuðustu höfn í
heimi. Ummerki þess öll voru svo fögur, að
ætla mætti að það væri hluti úr sköpunarverk-
>nu og hinn guðdómlegi smiður hefði falið það
^afinu til þess að sýna enn eitt af haus fögru
°g fjölbreyttu dásemdarverkum. Rví að alt í
^la lyngbakanum og niður til hins minsta
smásílis — alt í frá sægamminum, er svífur í
hálofti og niður til haftirðilsins — var eigi
auðið að finna meðal veraþeirra er, hafinu eru
háðar, neina er betur átti við á þessum stað
en þetta meistaraverk mannlegrar snildar en
hað, er þarna lá, og teygði skrokkinn og léttar
rarnar þarna út í markalínuna, þar sem himinn
og haf mættust.
^n því var miður! skúta þessi hafði verið
gefð að boði ágirndarinnar, til þess að aðstoða
>anglætið og grimdina, og nú var markmið
tennar ennþá svívirðilegra. Hún hafði verið
pt aelaskip, enn nú var hún víkingaskipið «Hefn-
arinn,» var það illræmt mjög og stóð öllum
otti_af.
Eigi var til það herskip er hafið plægði,
að það hefði eigi sérstakar fyrirskipanir viðvík-
jandi skipi þessu — er verið hafði svo óvenju-
lega happasælt í hryðjuverkum sínum, Rað var
ekki það kaupfar til um allan þann útsæ, er
hnöttinn girðir, að áhöfninni á því rynni ekki
kalt vatn rnilli skinns og hörunds, er það_var
nefnt á nafn, eða sögur sagðar af hryðjuverk-
um þeim, er blóðvargar þeir frömdu, er á skip-
inu voru. Það hafði alstaðar verið á ferð, í
austri, vestri, norðri cg suðri, og ráns- og
blóðferillinn alstaðar verið eftir það. Rarna lá
það nú grafkyrt í allri sinni fegurð, Lágu kinn-
ungarnir voru málaðir svartir með mjórri rauð-
ri rönd; möstrin voru höll, og skafin slétt —
rárnar, þverásarnir, stengurnar, asnahöfuðin og
hlaupablakkirnar var alt málað snjóhvítt. Sól-
tjöld voru þanin yfir þilfarið bæði fram og aft-
ur, til þess að hlífa skipshöfninni við brennandi
sólarhitanum. Reiðinn var slakur, og alstaðar
var auðséð, að góður sjómaður hafði umsjón
á öllu, og strangur agi var ríkjandi á skipinu.
Skipið var eirklætt neðansjávar, og gljáði á eir-
húðina í gegnum tæran sjóinn, og ef litið var
út yfir stokkinn ofan í stilt, tært vatnið, var vel
hægt að sjá sandbotninn niðri og akkerið, sem
lá ofan undan slakkanum. Dálitill bátur flaut
aftan við skipið, og fangalínan, sem lá til hans,
virtist draga hann að skipinu í kyrðinni með
þunga sínum.
Nú verðum vér að stfga upp á skipið; en
það fyrsta sem vér verðum varir er það, að
oss hefir missýnst með burðarafl skipsins að
skoða það í fjarlægð. Oss sýndist það snekkja
sem bæri svo sem níutíu tunnulestir, en nú
sjáum vér að það ber yfir tvö hundruð þeirra,
og að það er afarbreitt yfir þilfarið, og steng-
ur allar og rár, sem oss sýndust svo grannar,
eru afargildar og viðamiklar. Rilfarið er gert
úr mjóum furuplönkum, er bungulaust, kaðl-
arnir eru úr manillahampi, og festir snoturlega
við koparhöldur, og lagðir inn á þilfarið, hvítt
og fágað; bar enn meiraá því, af því að borð-
stokkurinn var grænn; akkerisvindan og komp-
ásklefinn va,- klætt strikuðu mahóní, og prýtt
átúnsskjöldum, Málmstengurvoruíþiljugluggun-