Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Síða 8
104
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
um til hlífðar, glófagrar byssur hengu í röðum
í nánd við hámastrið, en stafnljáirnir voru ríg-
bundnir við stórásinn.
Á miðju skipinu var löng 32 punda fall-
byssa úr kopar; stóð hún á palli, ersnúa mátti
í allar áttir; en svo var byssan útbúin, að það
mátti lækka hana niður og rígbinda þegar hvast
var veður. Beggja vegna á þilfarinu voru átta
koparfallbyssur minni hvoru megin, ágætlega
gerðar. Lagið á skipinu sýndi hver snillingur
smiðuriiin hafði verið, og allur útbúnaður sýndi
að hér réðu þau hyggindi, er öllu kunnu lag-
lega að koma fyrir og lögðu þó ekkert í söl-
urnar fyrir það. Reglan ogsnoturleikinn á öllu
bar þess vitni, að foringinn var í einu maður
til að halda enum strangasta aga og vera sjó-
maður með afburðum. Hveinig hefði skipið
annars átt að geta lialdið áfram starfi sínu í
lagaleysi, og ganga alt af vel? Hvernig hefði
annars verið unt að liafa hemil á heilli skips-
höfn af illræðismönnum, er hvorki hræddust
guð né menn, og flestir höfðu gert sig seka í
manndrápum eða öðrum hryðjuverkum enn
verri? Rað var af því, að sá, sem hafði for-
ustu á skipinu, bar Iangt af þeim öllum, að
enginn á skipinu var honum jafnsnjall, hvorki
að gáfum né kunnáttu í sinni grein, að hug-
rekki og afli, því ?.ð hann var heljarmenni að
burðum. Til allrar ógæfu bar liann og af þeim
öllum að fúlmensku, grimd og fyrirlitningu fyr-
ir öllum guðs og manna lögum.
Lítt var það kunnugt, hverju lífi maður
þessi hafði lifað á æskuárum. Rað eitt var víst,
að hann hafði fengið hið ágætasta uppeldi, og
eftir sögn var hann af gamalli ætt frá norður-
landamærum Englands norðan frá Tweedfljóti.
Aldrei hefir það orðið lýðum ljóst, hver at-
vik urðu til þess, að hann varð sjóræningi,
eða hvaða glapræði hafa hrundið honum frá
stöðu sinni í þjóðfélaginu, þangað til hann var
dæmdur þaðan útlægur. Eitt er víst, að liann
hafði siglt sem þrælasali um nokkur ár, þang-
að til hann náði fórustu á skipi þessu og byrj-
aði þettá guðlausa lif, sem hann iifði nú. Á-
liöfnin á víkingaskipinu kallaði hann Kain, og
þekti ekki annað nafn á honum; var það og
réttnefni, því að hönd hans hafði meir en þrjú
ár verið upp á móti öilum, og allra hendur
upp á móti lionum. Hann var meira en sex
feta hár, og svo brjóstþykkur og herðabreiður,
að auðséð var að hann var gæddur meira afli
en flestir aðrir menn. Har.n hafði verið fríð-
ur sýnum, en alt andlitið var afniyndað af ör-
um og skrámum, og augun voru blíðleg og
fagurblá að lit. Munnurinn var fríður og tenn-
urnar hvítar sem perlur, hárið hrokkið og féll
í fagra liði: hann bar alskegg, eins og allir á
skipinu; var það bæði þétt og í fögrum lið-
um. Hann var mjög vel limaður, en svo út-
limaþrekinn, að mönnum óaði við. Hann var
snoturlega búinn, og áttu fötin vel við vöxt
hans: línbrækur og stígvél úr ósútuðu gulu
leðri, eins og þau eru gerð á Azoreyjunum,
bómullarskyrta með breiðum röndum, rauður
kasemír-dregill bundinn um mittið, gullofið
vesti og svört flauelstreyja með gullhnöppum,
er hann hafði kastað um vinstri öxl sér að sið
sjómanna í Miðjarðarhafinu, og fagurlega út-
saumuð tyrknesk línhúfa; auk þess hafdi hann
í belti sínu langan rýting og tvær pístólur.
Svona var hann venjulega búinn.
Á skipinu voru 165 manns, nærfelt af öll-
um þjóðum jarðarinnar, en eftirtektarvert var það,
að allir þeir, sem einhverja stöðu höfðu á skip-
inu voru annaðtveggja Englendingar eða frá
norðurlöndum, Hinir voru einkum frá Spáni
og Möltu — þar voru og Portúgals- og Bras-
ilíumenn, negrar og aðrir, til að fylla hópinn,
og hafði þá nýlega verið bætt við 25 mönn-
um. I3að voru Króvmenn, sem nú á dögum
er alkunn grein svertingja, er eiga heima á
ströndinni við Pálmhöfða, og nota Englending-
ar og aðrir, er liafa stöðvar sínar þar í grend,
þá oft til þess að vinna það erfiðasta, sem
mundi illvinnandi hvítum mönnum hitans vegna.
Rað eru stórir menn og miklir að burðum, góð-
ir sjómenn, glaðlyndir óg ánægðir jafnan, og
horfa eigi í að vinna stritvinnu, og eru að því
leyti ólíkir öðrum Afríkumönnum. Reim þykir
vænt um Englendinga, túa ensku svo, að það