Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 219 »«Fyrirtækið« varpaði akkerum í dögun -í morgun, herra» sagði ritarinn, þegar aðmíráll- inn settist að morgunverði. «Og hvar er herra Templemóre?« »Hann stendur hérna fram í varöndinni. Þeir hafa sagt honum niðri hvað á hann er borið, og hann bölvar sér upp á að joað sé haugalýgi. Eg trúi honum, herra, því að hann sýndist ætla að ganga af vitinu, þegar hann fékk þessar fréttir.« »Bíðum nú við, hafið þér yfirfarið dagbókina hans?« <Já, herra, og á henni sést, að hann hefir verið úti fyrir Portóríkó þann 19., en spánski landstjórinn segir í bréfinu að hann hafi sézt þar bæði þann 17. og 19. Eg sagði honum það, en hann leggur við æru sína og samvizku, að hann hafi bara komið þar þann 19., eins og dagbókin sýni.« «Nú látið hann koma inn, og svara fyrir sig sjálfan.» Eðvarð kom inn, og var í æstu skapi. «Nú nú, herra Templemóre. — Pað eru lag- leg strákapör, sem þér hafið sýnt mér. Hvað er ineð alt þetta, sem um yður er sagt, herra? Hvar er stelpan?— landsstjóradóttirin?» »Hvar hún er, herra, á eg bágt með að segja, en eg er sannfærður um að hún er numin burt af víkingunum.« »Víkingunum? —aumingja stúlkan, eg kenni 'brjóstium hana —og —um yður með, Eðvarð; komið nú og fáið yður sæti, og segið mér svo alla söguna, eins og hún gekk til.» Eðvarð þekti aðmírálinn eins og fingurna á sér, og sagði honum svo hiklaust alt pað, sem þeim Klöru og honum hafði farið á milli. Svo sagði hann honum frá því hvernig «Hefn- arinn» hefði sloppið frá sér með því að gabba fregátuna, hvernig þau Klara hefðu talað sig saman um að hittast niður við sjóinn, og sagð- ist vera sannfærður um að ræningjaskonnortan, sem væri altað einu eins og «Fyrirtækið» til að sjá, hefði komið til Portórikó á undan sér, og numið þaðan í burtu ástmey sína. Fó að Eðvarð reyndar ætti skilið að fá duglega ofanígjöf fyrir athæfi sitt, kendi þó aðmírállinn í brjósti um hann, og sagði ekk- ert um þessar tíðu komur hans til Portóríkó. Regar lokið var morgunverði lét hann gefa merki um, að léttiskúta skyldi gera sig ferð- búna, og vatn og vistir flutt út í «Fyrirtækið» á bátum flotadeildarinnar. «Eðvarð, nú skuluð þér og «Kómus» sigla samflota, og elta þennan rækalls víking, og eg vona að þér gefið mér góða skýrslu um hann og lfka landstjóradótturina. Upp meðjhugann piltur minn; þér getið reitt yður á það, að víkingarnir reyna að fá fyrir hana lausnargjald, áður en þeir gera henni nokkurt mein eða minkun.» «Fyrirtækið» og «Kómus» sigldu í haf sama kvöldið. Reir komu við á Portóríkó, og skiluðu þar bréfi til landsstjórans, stýrðu svo í norðurátt og náðu Iandsýn við Kaikoseyjar. morguninn eftir. »Hefnarinn» var nýsloppinn við skerin að utan, og stefndi inn í rennuna, sem fara mátti inn eftir. «Parna er hann» æpti Eðvarð, «þarna er hann svo sannarlega sem guð lifir«; og hann gaf merki um að hann hefði fest sjónar á fjand- manni sínum, og vai' því merki óðara svarað af «Kómus.» XVI. KAPÍTULI. Kaikoseyjarnar. Kaikoseyjar er eyjaþýrping, sem liggur sem svarar tveim mælistigum fyrir norðan San Doin- ingó, og teljast þær til hólma þeirra, er syðstir eru af eyjarröð þeirri, er nær alt norður til Bahamaeyja. Flestar eru eyjar þessar óbygðar, en voru á fyrri tímum hæli fyrir sjóræningja, því þar er skerjótt mjög og grynningar miklar, og eigi árennilegt fyrir stór skip að elta þá þangað. Víkingarnir einir þektu rennur og sund þar á milli, og var þeim því að mestu óhætt þar inni. Stærsta Kaikoseýjan er í lögun eins og skeifa, og horfir opið til suðurs; er þar ið 28*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.