Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 239 brygði hið minsta. Hún horfði á manninn sinn. »Eg átti ekki von á þér hérna, Billy« sagði hun. »Eg hélt að þú kæmir ekki fyr en á fimtudaginn, var það ekki ætlun þín?» »Jú eg kem heldur eigi til Jórvíkur fyrri. Eg fer fyrst til smábæjanna, en þú, livernig er með þitt ferðalag?« »Mér leiddist í Jóhansbæ og lagði því af stað til Gotham til þess að koma flatt upp á fólk mitt þar.» Manning skimaði innanum allan klefann, eins og hann væri að leita að einhverju, og spyr síðan mjög alvarlega: »Hvað er orðið af ungu stúlkunni, sem var hérna rétt áðan, hún er alveg horfin?« «Já það sat ung stúlka hér fyrir lítilli stundu, en hún fór úr lestinn á síðustu stöðinni,» svar- aði frú Maxwell. Nú það er svona, sagði hann og yfti öxlum, þá verður líklega lítið úr skemtiakstrinum á morgun, en þetta verð eg að láta vin minn Allison vita. — Endir. — Bókmentir. 1 tveim heftum af Kvöldvökum hér á und- an höfum vér getið útgáfa þeirra af íslend- ■ngasögum, sem Sigurður Kristjánsson hefir Lostað, og svo rita þeirra hinna ágætu um ís- land, sem eru á leiðinni frá Bókmentafélaginu. En ennþá er ógetið tveggja bóka, sem Sig- urður Kristjánsson hefir enn gefið út nú í fyrra °g nú í sumar: Það eru Sæmundar-Edda og Edda Snorra Sturlusonar. Báðar útgáfurnar hef- 'r annast próf. Finnur Jónsson. Edda Sæmundar hins fróða hefir lengi ver- >ð talin gímsteinn norrænna bókmenta. Engi t>ók er sú, næst biflíunni, sem jafnmargt og núkið hefir verið um ritað um víða ver- óld, og jafnmargar og sundurleitar skoðanir verið um. Eddukvæðin áttu að hafa verið orkt að eg held í flestum þeim löndum, sem ger- mönsk tunga náði til, og Völuspá átti að vera sú dýpsta og efnismesta speki, sem mannlegur andi hefir upphugsað. En hvað sem öllum þeim bollaleggingum líður, þá er það eitt víst, að íslendingar, og engir aðrir, hafa lagt hina síðustu hönd á kvæði þessi, og ritað þau upp, og firt oss þeirri vanvirðu og því tjóni að þau glötuðust. Hingað tií hafa þau ekki verið fáanleg nema í dýrum útlendum út- gáfum, og hafaauk þess, heldur ekki verið fáan- leg hér á landi, svo að fáir einir landa vorra, og það sárfáir aðrir en lærðir menn, hafa haft nokkur kynni af þeim; en nú er sá ísinn brot- inn nú eru þau fáanleg í vandaðri og mjög ódýrri útgáfu frá hendi þess manns, sem mest hefir við þau fengizt núlifandi manna. Kvæði þessi eru spegill fornaldarlífsins eins og það var um það leyti og Island bygðist; þau hafa það alt inni í sér, oft í örfáum orð- um, sem síðan birtist í stærri og skýrari drátt- um í fornsögum vorum. Hávamál eru niður- staðan af lífspeki og hugsun þessara fornu nor- rænu heimspekinga og siðfræðinga, sem sátu heima í skálum sínum á vetrum við langelda sína Og mjöðdrekkur og kneyfðu horn sín og hugsuðu í næði um lífið eins og þeim fanst það ætti að vera. Og eigi hafa aðrir sett iífs- speki sína framm í glöggvari og Ijósari orð- um — oft er þar meira efni f einni ljóðaháttar- vísu en í tíu til tuttugu arka bók eftir þá, sem láta sitt ljós skína fyrir mönnum nú á dögum og þiggja lof fyrir lærdóm og vizku. Völuspá, þessi töfrandi seiðgaldur fornaldarinnar, sem ekkert kvæði í heiminum jafnast við að sumu leyti, ræður fram úr flestum gátum tifverunn- ar, sem þá voru á dagskrá tfmans, en hinar ber hún upp fyrir lesendum og áheyrendum, og brýnir þá til umhugsunar og úrlausnar með þessum eggjandi orðum: »Vituð ér etin —eða hvat?» Svo er þar hver kviðan annari ágætari; en alt fyrir það standa sagnakviðurnar ef til vill oss enn nær. Þar fer saman fegurð og yndisleiki málsins, stuttleiki og efnisríki setn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.