Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 18
234
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Læknirinn var á sama máli, og frú Neu-
rnann efaðist ekki lengur og fór með barnið
út að vagninum. Hún fór fylgdarlaust heim til
sín. Hún kom heim með barn úr síðustu Magde-
borgarferðinni.
Upp frá þessum degi sá Eðmund litli aldrei
konuna, sem ætlaði að kyssa hann. — —
Nokkrum dögum síðar sat Eðmund í her-
bergi fósturföður síns og reyndi árángurslaust
að koma honum í betra skap með barnalegu
hjali.
Ungfrú Neúmann sat gagnvart bróður sín-
um, hastaði við og við á drenginn, og var að
verða hálf hrædd við það, hvað bróðir hennar
var niðurdreginn.
Hvað gat gengið að honum? Hann tók
ekkert eftir því, sem drengurinn var að skrafa
heldur starði hann þegjandi í augu honum.
Hvað ætli það hafi verið sem stóð skrifað í
þessum barnsaugum og hafði svo mikil áhrif á
harðhjartaða og þráa auðmanninn?
Ungfrú Neumann leist ekki á þetta, stóð
upp, tók í hönd drengnum, leiddi hann út og
fékk hann barnfóstrunni í hendur. Svo kom
hún inn aftur og settist hjá bróður sínum.
»Anton« sagði hún, »mér virðist þú vera
búinn að missa þitt járnharða skap og þraut-
góða vilja, sem eg hefi svo oft dáðst að og virt
þig fyrir. Ó, hvað eg kvíði fyrir því, ef þér
snerist hugur, og þú fengir aðra skoðun á ýms-
um hlutum.«
»Hverju til dæmis?«
»Eg ber kvíðboga fyrir, að þú dæmir
mildilegar ekkju sonar þíns einhvern tíma.«
»Nei, það yrði nú seint. Hún stal af mér
syni nn'num, lífsgleði minni og ellistoð! Og
ætti eg að fara að dæma hana vægt? Fari hún
með krakkann þangað senn að sonur minn er
kominn,— Og þó finst mér núna upp á síð-
kastið, að unnin hefnd bætti ekki neitt.«
Ungfrú Neumann stóð upp úr sætinu, gekk
að bróður sínum, lagði hönd á herðar honum
og horfði framan í hann.
»Anton, skjátlast mér í því, sem eg erfar-
in að halda smá saman, að samneyti þitt við
Eðmund litla veki hjá þér ýmsar tilfinningar og
hugsanir, sem eru þér ekki hollar? Hjá börn-
um verða menn svo oft að börnum að nýju sjálfir.
Rað væri leiðinlegt, ef þú tækir nú upp á því,
að kvelja sjálfan þig með sjálfsávítum. Var það
ekki hún, sem gerði þér órétt, þessi kona, sem
kallar sig tengdadóttur þína?«
»Jú. En þú sagðir áðan, að eg yrði svo
angurvær af samneytinu við Eðmund; það er
rétt hjá þér. Augnatillit barns, sem okkur þykir
vænt um, bræðir smátt og smátt klakann af
hjarta okkar eins og hlýr sólargeisli. Heðvig,
þú hefur sjálf reynt þetta, annars gætir þú ekki
verið svona góð við hann.«
»En það ætti ekki að gera þig svona dapr-
an. Eg er hrædd um að þú leynir mig einhverju,
Anton. Hefir Formann ríkisráð sagt þér eitthvað
um tengdadóttur þína, sem hefur komið þér í
vont skap?«
»Rvert á móti, Formann vinur minn skrif-
aði mér, að hann væri sannfærður um, að hún
væri alfarin úr Berlín með krakkann. Líklega
hefir hún orðið við ósk okkar og farið til Ame-
ríku. Hún var ung og lagleg, og ekkja, sem á
eitt barn, getur komist í góða stöðu þar vestur
frá. Rú sér því, Heðvig, að við höfum enga
ástæðu til að vera hrædd um, að hún fari að
gera okkur óþægindi. Það var draumur, sem
upp á síðkastið hefir haldið fyrir mér vöku á
nóttunni.*
»Að þú skulir láta drauma fá á þig!«
Rað glaðnaði lítið eitt yfir vcrksmiðjueig-
andanum, hann brosti, eins og menn brosa að
vanmætti sínum.
xRað er sitt við hvert aldurskeiðið. Regar
við tökum að eldast, förum við að fást við
draumarutl meira en á yngri árum. Migdreymdi
að sonur minn og kona hans væru komin til
mín. Rau voru náföl. Rau féllu méi- til fóta
jafnt.«
»Eg er viss um, að þú hefur reynst sjálfum
þér líkur í þessum draumi, ekki látið bugast
hið minsta og sagt við þau: »F*ið völduð sjálf
ykkar hlutskifti.«
Verksmiðjueigandinn kinkaði kolli.