Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 233 veg; upp frá þessu skal eg vera styrkari og fara aldrei framar.« Hún rétti honum hönd sína. «Eg veit, hvað baggaryður,» sagði ríkisráðið vinsamlega, «og eg hefði fyrir löngu stungið upp á nokkru við yður, ef eg hefði verið viss um, að þér munduð nokkurn tíma giftast aftur.» »Pað geri eg aldrei, herra Formann.« »Verið þér róleg, eg er hættur að halda það.« Hann horfði alvarlega á hana um hríð og hélt svo áfram: «F*ér eruð líklega ekki við því búin, að líta á þær b'fsástæður, er hljóta að fá mikið á yður?» Ekkjan skildi hann ekki. »Komið þér, þér eruð stilt. Sá sem hefir orðið fyrir öðrum eins raunum og þér, fellur ekki í öngvit, þó að hann sjái bágindi annara. Þér hafið reynt rnikið áður, en nú ætla eg að sýna yður fram á, að það er alvanalegt þetta, sem þér urðuð fyrir.» Herra Formann tók vagn og ók með ekk- juna þaðan. Hann fór út úr vagninum með hana framan við hús, sem var skrautbygt eins °g höll. Ökumanninum bauð hann að bíða, þangað til þau kæmu aftur. Þau komu inn í skrautlegt anddyri, Dýr- mætir dúkdreglar voru á þrepunum í stiganum °g voru festir með gildum látúnsteinum í horn- Unum. Hátt og lágt var áilur búnaður í húsi Þessu bæði smekklegur, skrautlegur- og dýr- fnætur. Ekkjan nam staðar á neðsta þrepinu í stig- ar>um og leit steinhissa á ríkisráðið. »Látið þér það eiga sig, frú Neumann, eg Ve*t að hverju þér ætlið að spyrja. Látið þér ekki þessa dýrð villa yður sjónir, og reiðið y^Ur á, að sorg og bágindi drepur ekki ein- gongu á dyr í bakhýsunum. Pað er ár síðan að ung hjón settust hér að; sagt var, að þau kæmu frá Lundúnum. Maðurinn var góður Píanóleikari og konan ákaflega fríð. Efni þeirra hrukku rétt til þess að búa húsið öllum gögn- Urn og lifa nokkurn tíma. En allar vonir lista- niannsins brugðust. Að Ííkindum hefir hann ætlað hæfleika sína meiri en þeir voru. Hann ætlaði sér að verða frægur um alla höfuðborgina, og nú er síðasta vísan kveðin. Uppi á fyrsta lofti liggja hjónin bæði, bundin tökum dauðans, sem þau leituðu að síðustu. Pau láta eftir sig stúlkubarn tólf vikna gamalt, sem á nú að fara í barnahælið.» Ekkjan fór að gráta beisklega. Hún minntist þess kvölds, þegar hún sjálf og maður hennar stóðu andspænis samskonar dauðdaga. »Eg þoli ekki að sjá þau,« sagði imn. »Þér þurfið þess ekki, og verið þérróleg,» sagði ríkisráðið stillilega, «en eins vildi eg spyrja yður: Vilduð þér ekki sjá föðurlausa barnið?« Ekkjan skildi hvað hann átti við. «Jú með mestu ánægju.» Pað er gott, eg held, að við skiljum hvort annað, og það er mest um það vert. Þér þurfið ekki að fara inn, þar sem líkin eru, bíðið þér hérna eftir mér.« Hann fór upp stigann; Iæknir mætti honum þar uppi. «Pað er gott, að þér komið, herra ríkisráð, því að það verður að koma barninu fyrir það allra fyrsta, Pér sögðuð í morgun, að þér hefð- uð ráð með það.« «Eg hef séð fyrir því öllu, kæri herra lækn- ir, og hefi fengið konu til að taka barnið að sér«. Frú Neumann heyrði þetta samtal niður. Rétt á eftir kom ríkisráðið með Iækninum niður stigann. Hinn síðarnefndi bar foreldralausa barn- ið í fangi sér, reifað bláu silki. Ekkjan tók við barnínu af honum. Hún tók hægt blæjuna frá andliti þess og horfði blíðlega á það. »Jæja, frú Neumann, á þá stúlkan að njóta þess, að þér takið hana að yður?« «Æ, þér vitið, herra ríkisráð, hvað mig vant-, aði, en eg kvíði fyrir þvf, að ættingjar barns- ins taki það frá mér einhvern tíma.« »Þó að það geti komið fyrir, er það næsta ólíklegt, að búast mætti við því. Foreldrarnir voru útlendingar, og komu víst fráLundúnum; vel getur verið, að þau hafi ekki einu sinni átt heima á Englandi. Pau hafa verið farfuglar, langt að komnir og ætlað heim fyr eða síðar.« 30

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.