Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Side 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Side 14
254 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Jæja, það er nú svo komið, að eg er nú sá eini, sem hefi fjárheimtur á hendur yðar, Ef þér nú gangið að eiga hana Penelope dótt- ur mína, afhendi eg yður allar kröfurnar kvitt- aðar, annars geng eg vægðarlaust eftir skuld- uiium nú þegar. «Pá verðið þér að taka upp síðara ráðið hyklaust, því að eg læt ekki annan eins lúsa- blesa og yður kúga mig.» «Talið nú gætilega, ungi maður, hér hefi eg tuttugu þúsund fránka kröfu á yður, ritaða á mótaðan pappír. Með málskostnaði, fjárnáms- kostnaði og vöxtum, getur hún hækkað mikið.» «Já, líklega, ekki sízt eftir að þér farið að Ieggja á upphæðina yðar þokkalegu vexti, herra Bovreuil.* «Eg krefst þess, að þér ákveðið yður hið bráðasta. Eg þarf eftir fáa daga að ferðast til Panama, sem fulltrúi fyrir marga hlutabréfaeig- endur, er vilja vita, hvort tiltækilegt muni vera að byrja á skurðgreftinum aftur. Aður en eg fer, verða viðskifti okkar að vera komin í fulla reglu. Skiljið þér mig?« »Hamingjan fylgi yður og öllum yðar Pan- ama-hluthöfum. Sjálfir verðið þér að hafa fyr- ir því, að koma þeirri reglu á viðskiftin, er yður líkar. Pér vitið hvernig eg lít á tilboð yðar, og er ástæðulaust að tala meira um þau. Hlaupið þér bara til málafærzlumanna, stefnu- vottanna, dómaranna, fjárnámsmanna, og allra réttarins þjóna, sem yður kemur til hugar að leita til, með yðar mótaða pappír; þér megið gleypa svo mikið af mótuðum pappír sem þér getið fyrir mér. Pað er víst uppáhalds matur yðar, Hvað mér sjálfum viðvíkur, þá hefði eg mest gaman af því, að sjá yður með allar kröfurnar hengdan upp á Eiffelsturninn. Egvona að þér komist út héðan hjálparlaust, því að nú hefi eg ekki tíma til þess, að hlusta á yður lengur. Qóðan morgun hæstvirti herra!» Herra Bovreuil vafði nú saman skjöl sín, tók hatt sinn og þaut út í versta skapi og skelti hurðinni harkalega á eftir sér. Af þessu samtali verður fylíilega Ijósí, hvers konar náungi þessi Bovreuil er. Hann er mað- ur, sem notar öll meðul til að safna auði. Hann er orðinn vellauðugur, en peningarnir verða honum eigi fullnægjandi til lengdar. Hann vill ávinna sér álit almennings. í fám orðum sagt; þenna gamla okrara og nirfil langar nú til þess, að ná virðingarverðu nafni hjá meðborgurum sínum. Armand Lavarede, sem Bovreuil átti orða- kast við, var af alt öðru sauðahúsi. Hann var fæddur í Parísarborg. Foreldrar hans höfðu nýlega flutt sig þangað. Faðir hans var frá Suður-Frakklandi, en móðir hans frá Normandí. Erfði hann frá föðurnum hið suðræna bráð- lyndi, en frá móðurinni hina norrænu stillingu og gætni, en í tannfé fékk hann einkenni hinna glaðlyndu Parísarbúa: Andríki, glaðværð, Iéttúð og ástríðu til þess, að njóta alls konar skemt- ana, en þegar á lá og því var að skifta, dugn- að og iðni og ágæta hæfileika til þess að kom- ast fram úr erfiðum kringumstæðum og krögg- um. Ungur misti hann fóreldra sína og Rík- ard frændi hans tók hann þá til fósturs. Hann gaf honum föt og fæði og borgaði kenslu, en að öðru leyti skipti hann sér lítið af uppeldi drengsins og reyndi ekki að hafa nein áhrif á lunderni hans. Gamli maðurinn hafði líka um margt ann- að að hugsa. Sjálfur átti hann son, sem var 5 árum eldri en Armand og gagnólíkur honum að skaplyndi. í þann tíma sem saga þessi gerð- ist var Jean Rikard 40 ára. Hann hafði tekið við verzlun föður síns, ungur að aldri, og grætt mikið á henni. Síðan seldi hann verzlun- ina fyrir stórfé. Hann var þunglyndur, nízkur, dutlungalyndur og ómannblendinn. Stuttu eftir það, er hann seldi verzlunina, yfirgaf hann frændur, vini og föðurland og flutti til Eng- lands, keypti þar jörð upp í landi og undi sér þar vel samkvæmt skapsmunum sínum, óþekt- ur í ókunnu landi, meðal óþektra manna. Pess- ir dutlungar höfðu gamla manninum fallið illa. Frændi hans, Armand, valdi sér alt aðrar leiðir. Pegar hann hafði lokið hernaðarskyldu sinni, hélt liami áfram bóknámi sínu, og las hann þá fyrst læknisfræði, En læknisnámið setti

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.