Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Qupperneq 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
261
Gestaþraut.
Fyrir fám árum orti kona hér á Akureyri,
Halldóra Jónsdóttir að nafni, vísu þessa:
Rrávalt báran þrauta rís,
þjakar mínu lyndi,
væri sálin eins og ís
aldrei til hún fyndi.
Nú gerði Halldóra það sér til gamans, að
að láta þrjá eða fjóra menn botna fyrripart
vísunnar, en hélt sínum eigin botni ieyndum.
Vísan var því orðin að nokkurs konar gesta-
þraut. Retta kvisaðist út um bæinn, án þess
að Halldóra vissi, og urðu þá margir til að
botna vísuna í viðbót við þá, er þegar voru
búnir. Hér koma þá flestir botnarnir:
1. Þrávalt báran þrauta rís,
þjakar mínu lyndi,
bak við tár er vonin vís,
vafinn dvín í skyndi.
M. Einarsson.
2. Þrávalt báran........
ljúfust táralindin frýs
lífs í nöpruni vindi.
Benidikt barnakennari.
3. Þrávalt báran........
grána hárin eins og ís
efst á jökultindi.
Magniis Guðmundsson.
4. þrávalt báran........
Ferðalúinn far eg kýs
friðar heini að strindi.
Jónas Þórarinsson.
5. Þrávalt báran........
Þó er aldrei voði vis,
veitir drottinn yndi.
Adam Þorgrímsson.
6. Rrávalt báran........
Handan gröf er hvíldin vís,
hverfur sorg í skyndi.
ívar Helgason.
7. Þrávalt báran........
Bjartríi vona drauniadís
dáið vektu yndi.
Sigurlau Öuðmundsdómr.
8. Þrávalt báran........
Haustið kemur, fjól'an frýs
fyrir norðanvindi.
Tómas Jónsson.
9. Þrávait báran........
vinafár helzt værð eg kýs
og verða’ á braut í skyndi. rn
B. Jónsson.
10. Þrávalt báran.......
Mér við dauða hugur hrýs
horfið er lífsins yndi.
Pdll Jónsson.
11. Þrávalt báran.......
ljóss að strönd, mót straumi’ og ís
strikbeint þó eg syndi.
Sigurbjörn Sveinsson.
12. Þrávalt báran.......
þangað til eg fell og frýs
fyrir dauðans vindi.
Jónas Jónasson.
13. Þrávalt báran.......
Hrynji ein er önnur vís,
ýmsum knúin vindi.
Matthías Jochumsson.
Þess skal getið, að þjóðskáldið lét sig ekki
muna um það, að bæta þessum þremur botnum
við, fyrst hann tók penna sér í hönd á annað
borð:
Þrávalt báran........
Það er eins og á mig hrís
árinn sjálfur bindi.
Þrávalt báran........
Áðan duttu átján mýs
ofan af Súlutindi!
Þrávalt báran........
Pukraðu mér í Paradls
Pétur minn, í skyndi!
M. J.
Þess skal getið að flestir eða allir botnuðu
vfsuna, áður en þeir heyrðu botnana, sem bún-
ir voru.
5. S.