Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Side 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
257
málafærslumanni mínum, verða allar eignir
mínar eftir minn dag fullkomlega fjórar miljón-
ir franka, og þar sem eg á engin börn, eigi
heldur konu, systkini, eða foreldra, eða aðra
ættingja í beinan lið upp eða niður, verður
minn nánasti og einasti erfingi náfrændi minn
Armand Lavarede.«
»Hvað er þetta?« greip Lavarede fram í
undrandi.
»Má eg biðja yður að bíða« svaraði mála-
færslumaðurinn rólega og hélt áfram að lesa:
<(I3ó á nefndur herra Lavarede einungis að fá
þenna arf með föstum og vissum skilyrðum,
Mér er kunnugt um að hann kann ekki að fara
með peninga og að hann með mesta hirðu-
leysi sóar þeim, þegar hann hefir þá undir
höndunt. Eg sé því fyrir fram að hann á fá-
um árum muni sólunda öllum arfi sínum. Mér
er í fersku minni ferð okkar til Boulogne forð-
um. Ferðakostnaður hans varð 2000 frankar,
en eg komst þá af með 164 franka og 85
* cent- Eg set því þá skilmála fyrir því, að hann
fái eigur mínar, að hann ferðist kringum jarð-
a>'hnöttinn fyrir 25 cent. Á þenna hátt mun
nann komast að raun um hvers virði peningar
eru og fá gagnlega tilsögn í sparsemi.
Þessari ferð á hann að ljúka af á einu ári
°g má hvorki vera lengri eða skemri tíma á
leiðinni.
^ Jafnframt er það nauðsynlegt að strangt
eftií lit sé haft með honum á leiðirtni. Retta
eftii lit leyfi eg mér að fela nábúa tnínum, herra
Muriyton, vona eg að hann finni hvöt hjá sér
f'l þess að takast þetta starf á hendur, þar sem
eg utnefni hann sem minn eina erfingja, ef
frændi minn, Armand, sér sér eigi fært eða get-
Ul eigi nákvæmlega uppfylt skilyrðin, sem eg
llefi serf honum fyrir arftökunni.«
»Hvað segið þér?» greip Englenditigurinn
frarn '> *eg þekti því nær ekkert þenna sér-
vihing og hann herjaði alt af öðru hvoru á
1Tng með stefnum og málaferlum.«
»Má eg biðja yður að hlusta á framhald
etfðaskrárinnar,« sagði Panabert rólegur.
»Þessi herra Murlyton, er maður, sem eg
met mikils, því að hann gefur aldrei eftir af
rétti sínum, hver svo sem í hlut á. Regar þung-
lyndi og leiðindi ætluðu að gera út af við mig
hafði eg oft af mér með því að fara í mála-
ferli við hann, stundum út af girðingunum, sem
voru á milli akra okkar, stundum út af trjám
eða greinum, sem voru í landareign hans, en
beigðust út yfir merkjalínuna inn á mitt land
og stundum út af ánni. Ressi málaferli voru
mér til yndis og ánægju og þau veittu mér oft
mikið umhugsunarefni. Eg er því í raun og
veru í þakklætisskuld við hr. Murlyton. Af þess-
um ástæðum tilnefni eg hann sem erfingja
minn ef Lavarede getur ekki uppfylt skilmálana.
Pó má hann ekki leggja fyrir hann neinar tálm-
anir á ferðalaginu eða tefja fyrir honum á
nokkurn hátt, annars missir hann rétt sinn. Hann
á að eins að hafa eftirlit með því, að hatm
uppfylli skilmálana, en hann á að gera það á
heiðarlegan og ráðvandlegan hátt.
Eg neita því ekki, að mér £r vel vært, þótt
eyðslubelgurinn hann frændi minn geti ekki
fullnægtskilyrðunum ogtapi fyrir það arfinum.«
Þegar málafærslumaðurinn las þessi síðustu
storkunaryrði, hleypti ltann lítið eitt brúnum,
og óánægjusvip brá fyrir í andliti hans.
Regar lestrinum var Iokið, hló Lavarede
kuldahlátur. Englendingurinn sat kaldur og
rólegur, svo sem ekkert væri um að vera, en
ungfrú Aurett var komin í ntikla geðshræringu,
Hún roðnaði ýmist eða fölnaði og horfði á
víxl á þessa menn, sem nú áttu að fara að
elta miljónirnar.
Hún tók fyrst til máls: »Faðir minn« sagði
hún, «þér kemur þó víst ekkitil hugar að bægja
þessum unga manni frá því að ná arfi sínum.
Hann hefir aldrei gert okkur neitt ilt, heldur
þvert á móti frelsað líf mitt, og það einmitt
nú í dag.«
»Kæra dóttir,« svaraði hr.'Murlyton, »kaup-
skapur er kaupskapur, og sannarlega væri það
mikil heimska, ef eg léti þessar eignir ganga
úr greipum mér. Rað er alveg ómögulegt, að
ferðast kring um jörðina fyrir 25 cent, það er
ómögulegt að komast frá París til Lundúna
33