Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 6
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. kenning sú um sálnaflakkið, er lá þar í landi. Báðum þeim hafði svo birzt ein blikfögur stjarna — og báðir höfðu þeir heyrt röddu til sín tala í draumi, er bauð þeim að halda af stað þangað, er andinn leiddi þá. Svo höfðu báðir farið langar leiðir, alla leið til Egyfta- lands, svo sem þeim hafði verið sagt að þeir ættu að fara. «Guð hefir ieitt okkur« sögðu þeir. Máltíð þeirra og sögur höfðu tekið langan tíma, ásamt umræðunum um þetta eftir á. Rað var komið að sólsetri, er þeir stóðu upp, og gengu út úr tjaldinu. Dauðaþögn hvíldi yfir allri eyðimörkinni þar í kring. Reir heyrðu að eins andardrátt úlfaldanna sofandi. Stund voru þeir þar, sokkuir niður í hugsanir; svo feldu þeir tjaldið, tóku saman farargögn sín, vöktu úlfaldana, og fóru á bak. Reir riðu í vesturátt, og fór Egyftinn fyrir. Nóttin breiddi hulu sína dimma og þögla yfir öræfin. Reir héldu áfram steinþegjandi. Svo — að síðustu — rann tunglið upp, og rak skýin á flótta. Reir litu upp —og sjá, yfir höfðum þeirra blikaði gull- skær stjarna, og virtist hún ekki vera hærra á lofti en sem svaraði þvi að vera samhliða topp- unum á næstu hæð. Reir fyltust heilagri lotn- ingu — Reir hrópuðu allir í einu: «Stjarnan, stjarnan!» II. Vestan megin í múr þeim, er liggur í kring- uni Jerúsalem, er hlið út á veginn til Betle- hem. Flötin fyrir framan hliðið er einna mann- kvæmastur staður í kringum bæinn. Rar var torg mikið á Salómons tímum; sátu þar kaup- menn frá Egyftalandi, Týrus og Sídon, og buðu vörur sínar. Og enn í dag, 3000 árum síðar, er hægt að fá keypt flest alt það, er menn þurfa með úti fyrir Betlehemshliðinu. Rað var um þriðju stundu dags —Gyðing- ar töldu stundir dagsins frá sólarupprás — og margir voru þegar komnir heim af torginu; en þó virtist ösin altaf vera hin sama, því að ný- ir komu alt af i hinna stað. Meðal þeirra er síðast komu, var karlmaður og kona með asna. Maðurinn hélt í taum asnaus, og hafði staf í hendi. Hann var klæddur setn aðrir Gyðingar í kringum hann, en fötin voru ný og hreinleg. Hann var um fimtugt á að líta, og skegg hans lítið eitt hæruskotið. Hann horfði hálf vand- ræðalega í kringum sig, og mátti á því sjá, að maðurinn var hér ókunnugur, og eigi vanur að vera í miklum manngrúa. Asninn var að maula heytuggu, sem hann hafði fengið, og var hinn ánægðasti, og skeytti hvorki um há- vaðann eða manngrúann í kringum hann, né konuna sem sat á baki honum. Hún var dökk- klædd og hafði blæju fyrir andliti; lyfti hún blæjunni ögn við og við, og horfði á það, er í kring var. Einn þeirra manna, er við voru, ávarpaði manninn: »Hvað, er þetta ekki Jósep frá Naz- aret?» «Jú, sá er maðurinn« svaraði hann, og sneri sér við. «En hvert er þitt nafn? A... friður sé með þér, rabbí Samúel.» «Sömuleiðis.» Rabbíinn leit til konunnar og bætti við: «Friður sé með þér og þínum» hann lagði höndina á brjóst sér og hneigði sig lítið eitt fyrir konunni. Hún hafði rétt í þessu dregið blæjuna ögn til hliðar, svo að rabbíinn sá snöggvast í and- lit henni. Hún var mjög ung, sýndist honum — Hálfgert barn enn þá. Reir réttu hvor öðrum höndina. Rabbíinn mælti: «Klæði þfn eru nærfelt alls ekki rykug enn — þú hefir líklega verið hér í bænum í nótt.v »Nei,» svaraði Jósep, «við náðum ekki lengra en til Betaníu í gær, og vorumsvo í gestaskál- anum þar í nótt; svo héldum við af stað um afturelding —við ætlum til Betlehem.» »Nú, já, eg skil, þú ert fæddur í Betlehem, og verður nú að fara þangað með dóttur þína til þess að láta rita nafn þitt þar á skrá eftir bréfi keisarans.« »Jósep breytti hvorki svip né röddu, en mælti að eins : »Hún er ekki dóttir mín» Konan dró aftur blæjuna til hliðar — rabbí- inn horfði aftur á hana litla stund, og sá að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.