Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 26
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. en hann þorði að biðja um. Eg hefi tekið við því af því, eg hafði skipun til þess frá hershöfðingja mínum; en þegar eg hitti hann, skal eg segja honum að sigurinn sé ekki rninni eigin dygð að þakka, heldur göfuglyndi mót- stöðumannsins.» »Nei« sagði hún, og dró að sér hendina, »það megið þér ekki gjöra, því þá tek eg loforð mitt aftur. Sigurinn er yður að þakka og engum öðrum, og þessvegna krefst eg þess, að þér notið yður hann sem bezt þér getið. Herforinginn á að vera dálítill stjórnvitringur, jafnframt því, sem hann er stríðsmaður, ogsig- ur yðar var meira kænsku yðar að þakka en vopnum.« Hinn ungi maður stóð upp, var kyr í sömu sporum og horfði á hana. Rað var kominn bjartur dagur, og hann heyrði að verið var að þeyta lúðurinn í herbúðunum, til að vekja hermennina. «Ungfrú» sagði hann með hægð, »en hvað örlætið getur gert mann heimtufrekan! þér haf- ið gefið mér mildu meira en eg verðskuldaði, og þó virðist mér gjöfyðar einskis virði, nema þér lofið mér annari. Landar yðar og landar mínir eiga nú í stríði saman, en bráðum mun friður komast á. Sleppi eg heill á hófi úr stríð- inu, viljið þá leyfa mér að koma frá Englandi til borgar þessarar, ekki sem^óvin, heldur sem vin, til þess að geta þakkað yður göfuglynd- ið?» «f*ér eruð hjartanlega velkominn, en eg krefst ekki neins þakklætis« svaraði hún. »En þér gefið mér þó leyfi til að koma aflur?» »Já, fúsiega,» svaraði hún, ogbrostitil hans. «En eg heyri hávaða í herbúðum yðar, þeir hafa saknað yðar, og ef þér látið ekki sjá yð- ur á múrnum, klifrar einhver þeirra upp eftir kaðlinum, og nú er enginn til að skera liann í sundur; bið egyður því að fara áður en einhver kemur.» Bingham kvaddi hana alúðlega, hljóp upp stigann og upp á þakið. Hann hrópaði til und- irforingjans, —sem eins og hinir voru steinhissa á því að sjá foringjann þarna uppi, — að hann skyldi senda sjómanninn upp með fánann. Hann kom straks upp kaðalinn með fánan bundinn utan úm sig. «Petta er nógu hátt» sagði lávarðurinn, «leystu fánann utan af þérogfáðu mér hann.« «Eg skal hjálpa yður lávarður minn» sagði sjómaðurinn. «Hjálpaðu mér með þvf að hlýða mér. Réttu mér fánann og farðu niður.« Ungfrúin horfði á hann, meðan hann batt fánann við línuna og dró hanti hægt upp að stangarhúninum, og eins og hún hafði spáð, hrópuðu Englendingarnir «húrra«, þegar þeir sáu það. Lávarðurinn tók ofan húfuna, og menn hans gerðu slíkt hið sama, þar að þeir héldu að hann tæki ofan fyrir fánanum, en þegar stúlkan sá á augnaráði hans, að hann ætlaði niður til hennar, hristi hún aftur höfuðið og benti út fyrir virkið. Hann hlýddi, þó honum væri það móti skapi. Regar flokkurinn var kominn spölkorn frá borginni, hallaði ungfrúin sér út yfir brjóst- riðið og horfði á eftir óvinunum. »Hvað skyldi hann heita?» sagði hún við sjálfa sig. Spottakorn frá borginni sneri Edvarð lá- varður sér við, en hann gat ekki séð annað en fánann, sem blakti enn þá þar, sem hann hafði dregið hann upp. Alt í einu sló hann á brjóst sér. «Hamingjan góða!« sagði hann, «eg veit ekki einu sinni hvað húnheitir!« «Hvað hver heitir? spurði undirforinginn. »Vér vitum ekki einu sinni hvað borgin heit- ir,» svaraði Edvarð lávarður og roðnaði. «Nei,» svaraði hinn, »en við skulum kalla hana «Borgina þöglu».« Endir, Móðirinn: »Fanney, þú kystir Hólm úti í ganginum. Þú skalt ekki þræta fyrir það, því eg heyrði það.» Fanney: »Kæra móðir, þú veist núað mað- ur á ekki að trúa öllu, sem maður heyrir.« Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.