Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 17
Á FERÐ OG FLUGl.
15
Hinn ólánssami Bovreuil hafði orðið fyr-
ir miklum hrakningum og fémissi í Bordeaux.
Fyrst var hann tekinn úr kassanum, og varð
að borga fargjald fyrir sig þangað, og svo
hæfilegt gjald fyrir kassann og flutning á hon-
um til Parísar aftur. Hann hafði mist farmiða
sinn, og engum lifandi manni í Bordeux kom
til hugar að trua sögusögn hans um það, að
hann hefði nokkkurntíma haft nokkurn farmiða
í upphafi.
Meðan verið var að þvinga þessarupphæð-
ir af honum, stóð hann bölvandi og ragnandi
og sór hann við höfuð sitt að hefna sín
grimmilega á Lavarede fyrir alla útreiðina.
Þegar hann hafði borgað allar kröfur til
járnbrautarfélagsins, hélt hann að öllu væri nú
lokið, og hraðaði sér því niður að höfninni,
til þess að ná í eimskipið, ef auðið væri. En
þá komu nýjar hindranir á leið hans.
Járnbrautarfélagið hafði að vísu fengið nægju
síuar, en þá kom tollgæzlan til sögunnar.
Var þetta ekki tollsvikaframferði? pað þurfti
að athuga; og svo kom lögreglan til þess að
athuga, hvort hér væri ekki sviksamlegt athæfi
á ferðinni. Málið yrði að fara fyrir réttinn.
Slíkt háttalag mætti hreint ekki eiga sér stað
óátalið.
Bovreuil, sem mest hugsaði um að r.á í
skipið, fór ekki að lítast á blikuna, er hann
heyrði alt þetta. Hann sætti því lagi að hlaupa
af stað niður ti! hafna; innar, og hljóp nú sem
faetur toguðu. En er lögreglan varð þess vör,
blés hún til eftirfarar, eg nú hljóp heill hóp-
ur af lögregluþjónum og hermannalögregluliði
af stað eftir honum. Reir blésu í pípur sínar
°g æptu: «Stöðvið þjófinn! Grípið þrælinn!«
Niður við höfnina náði einn lögregluþjónanna
1 flóttamanninn; þá var fólskan í karli orðin
svo æst, að hann snerist á hæli og sló lög-
regluliðann utan á vangann svo mikið högg,
að hann féll. Sömu útreið fékk tollþjónn einn,
er reyndi að handsama hann. En enginn má
v>ð margnum, og svo fór Bovreuil gamla. Rétt
a eftir hlupu á hann tveir lögregluliðar og
yfirunnu hann og síðan tók lögreglan við hon-
um sígri hrósandi og stakk honum inn í fanga-
klefa og kærði hann fyrir flóttatilraun og of-
beldi við lögregluna. Við þetta var látið
sitja þann dag og Bovreuil gamli átti að jafna
sig í klefanum til morguns. Hann hafði nóg
að hugsa og lá við niðurfallssýki af vonsku
út af því, hvernig Lavarede hefði farið með sig.
Morguninn eftir var hann yfirheyrður, og að
réttarhaldinu afloknu var símað til Parísarborg-
ar til þess að fá upplýsingar hver þessi Bovr-
euil væri.
»Stórríkur maður, víxlari og verðbréfasali,
sem á mikið undir sér,« svo hljóðaði símasvar-
ið. Litlu síðar kom annað skeyti, það var frá
Panamaskurðar stjórninni. Hún heimtaði að
Bovreuilværi látinn laus,og ábyrgðist alla borgun
fyrir hans hönd.
Með þessu var fangelsisvist gamla manns-.
ins á enda, en yfirvöldin í Bordeaux þurftu
einhvern veginn að ná sér niðri á honum; þau
settu því upp háa sekt til fátækra og máls-
kostnað í rífasta lagi, og auk þess fylstu skaða-
bætur til þeirra lögreglumanna, sem hann hafði
barið eða stjakað við. Regar búið var að láta
hann borga alt*þetta svo hátt, sem frekast þótti
fært, var honum slept. Öll þessi fjárútlát urðu
ærið beisk jafnmiklum nirfli og Bovreuil gamli
var.
Hann bældi þó niður gremju sína, en sór
að hefna sín síðar.
Eins og ungfrú Aurett hafði farjð fram á,
hafði Lavarede spurt Bovreuil um, hvernighann
hefði komist til Santander; sagði hann frá
því öllu saman með gremjublandinni hugar-
angist, en á milli fékk hann reiðiköst, einkum
þegar hann skýrði frá stóru fjárútlátunum, sem
hann hafði orðið fyrir og Lavarede og allir
farþegjarnir og yfirmennirnir á skipinu, hlusi-
uðu á sögu hans með niðurbældum blátri. Að
síðustu skýrði hann frá þvf, hvernig hann með
miklum erfiðismunum og kostnaði hefði getað
náð í hraðlest frá Bordeaux til Santander og
svo á sfðustu stundu náð í skipið. En þegar
hann síðar fór að fullvissa tilheyrendurna um
að hann væri enginn annar en hinn sanni og