Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 11
BEN HÚR.
9
»Já, bróðir« sagði svo Grikkinn við Egyft-
ann, þegar dyravörðurinn varfarinn, »þú hafð-
ir rétt fyrir þér; það hefir brátt borist út, að
við erum komnir til borgarinnar, og hvert er-
indið er .... Nú skulum við heyra, hvað
konungur hefir að bjóða oss.«
Svo klæddust þeir skikkjum sínum og gengu
út. -
»Friður sé með yður«, sagði sendimaður
konungs, «og afsakið, að eg hefi gert yður
ónæði . . . Herra minn og konungur býður
yður að koma samstundis í höll sína, og vill
ná tali af ykkur — í einrúmi«.
Logandi lampi hékk yfir dyrum ferðamanna-
skálans. Ferðamennirnir litu furðulega hver
t>I annars við birtu hans, svo gekk Egyftinn
fáein skref til hliðar, og sagði í hálfum hljóð-
um við dyravörðinn: »Þú veist hvar farangur
°kkar og úlfaldar eru . . , Sjáðu um, að alt
sé við hendina, svo að við getum haldið af
stað óðara en við komum aftur, ef þörf jgerist.«
bn við sendimanninn sagði hann hátt: »Verði
Lonungsins vilji. Við fylgjum þér.«
Sendimaðurinn Ieiddi þá eftir hinum þröngu
gotum borgarinnar að stórri hliðarhvelfingu;
brann bál mikið úti fyrir hliðinu; stóðu þar
varðmenn nokkurir og studdust þeir fram á
v°Pn sín. Síðan gengu þeir yfir garða nokk-
Ura> svo eftir dimmum svölum og súlnagöng-
um, 0g i(0rnu sejnast að riði einu, sem lá upp
1 háan turn. Þegar þeir voru komnir upp þang-
að, benti sendimaðnr þeim á opnar dyr og
mæIti: »Gangið inn! konungurinn er þarna.«
Sterkann ilm af sandelsviði lagði á móti
þeim út úr þessu fagurskreytta herbergi. Dýr-
lnðis ábreiða var á gólfinu, og á henni miðri
stóð hásæti; í hásætinu sat Heródes, og mættu
Þe>r hinu bitra, starandi augnaráði hans óðara
beir komu inn. Allir þrír hneigðu sig djúpt
^rir honum. Hann hringdi, og kom þegar
'•ln bjónn, og setti þrjá stóla framan við há-
sætisstólinn. »Setjist niður,« sagði konungur-
mn.
Þeir settust — Heródes hélt áfram:
* 1 dag nm hádegi var mér borin sú fregn
frá norðurhliðinu, að þrír gestir hefði komið
þangað, og væri svo að sjá, sem þeir væru
langt að. F*að voruð þið . . . var ekki svo?
Nú — og hverjir eruð þið? Hvaðan komið
þið? Hver tali fyrir sig!»
Þeir skýrðu svo frá, einn eftir annan, frá
ætt sinni og uppruna, hvert heitið væri ferð-
inni, og um hvaða lönd þeir hefðu farið. Her-
ódes leit af einum á annan, og sagði svo alt
í einu: «Hver er það, sem þið voruð að spyrja
herforingjann við hliðið eftir . . og víst iíka
ýmsa aðra?«
»Við spurðum hvar væri hinn nýfæddi kon-
ungur Gyðinga;«
«Konungur Gyðinga?« át Heródes eftir —
^Rað hélt eg að eg væri.»
«Hann er nýfæddur, herra« svaraði Egyftinn,
»og við erum að leita að hvar hann sé fædd-
ur.»
Heródes þagði ögn við; »þið talið í gát-
um,« sagði hann svo, »og eg er forvitinn sem
barn, þótt gamall sé; teygið mig nú ekki leng-
ur svona á pínubekknum, — segið alt eins og
er. Lofið mér að heyra hvað þfð vitið, svo
skal eg hjálpa ykkur til að leita. Og ef við
finnum þann, sem þið leitið að og hann er
konungur Gyðinganna, svo skal eg engan stein
leggja á götu hans, langt frá, eg skal mæla
fram með honum við keisarann. Segið mér því
frá öllu — hvernig hafið þið frétt um hann,
og hvað vitið þið um hann?«
Baltasar stóð upp, og sagði frá því, að
þeir hefði allir fengið hina sömu opinberun,
og þessu furðulega ljósi, sem hefði Ieiðbeint
þeim alt hingað. Töldu þeir víst að það væri
fæðingarstjarna konungs þessa. Heródes spurði
þá svo, hvað heir héldu hann mundi afreka;
hann svaraði, að eftir sinni ætlun mundu menn-
irnir verða endurleystir af syndum sínum, þeg-
ar hann væri kominn, og með hjálp guðdóm-
legs máttar mundu þeir fyrir trú, von, elsku
og góða breytni.........»
Heródes sat hugsi og tók svo fram í: »Nú
þið eruð þá ekkert minna en spámenn ess-
íasar. Og það er þá alt og sumt?»
2