Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Blaðsíða 7
BEN HÚR.
5
hún var yndislega fögur. Hún roðnaði við, og
lét blæjuna falla niður.
((Pú átt fallega dóttur» sagði hann.
»Hún er ekki dóttir mín», sagði Jósep aftur;
og er hann sá, að rabbíiun ætlaði að fara að
spyrja meira út í þetta, bætti hann við: »Hún
er frá Betlehem, María, dóttir Jóakims ogÖnnu,
sem þú hefir víst oft heyrt getið; þau voru
bæði mikils metin.»
«Já, oft hefi eg heyrt þeirra getið» svaraði
Rabbíinn með lotningu; »þau eru komin í
beinan legg frá Davíð konungi.»
«P*au eru bæði dáin nú« sagði Jósep, »Jóa-
kim var ekki auðmaður, en þó Iét hann dótt-
ur sinni eftir sig bæði hús og jurtagarð. Til
þess að hún gæti fengið arf sinn, varð hún
samkvæmt lögmálinu að giftast einhverjum ná-
komnum ættingja; hún er nú kona mín; eg er
móðurbróðir hennar.»
«Já, nú skil eg; þið eruð bæði fædd í
Betlehem, og rómversku lögin knýja ykkur nú
til að ferðast þangað, og Iáta skrásetja ykkur
þar.» Hann gaut söggvast illilega augunum til
hliðsins, og bætti svo við: »En hann lifir,
er)n þá, drottinn ísraelsguð ... hans er hefndin»
• •. Með það gekk hann á burtu.
Asninn var nú búin með heytugguna, Jó-
seP og kona hans fóru svo af stað, og héldu
svo í hægðum sínum á leið til Betlehem. Sól-
ln skein logandi heit á rykugum þjóðveginum.
María dró blæjuna til hliðar. Hún var 15 ára
gömul á að sjá. Hún var lítið eitt toginleit, en
þrifleg í vöngum, litarhátturinn hreinn, en föl-
Ur- Varirnar voru þéttar, rauðar, lítið eitt opn-
ar, og gerði það munninn allan munfagran,
hlýlegan og yndislegan. Augun voru stór og
hlá; hárið var þykt og féll gullfossandi nið-
Ur um herðar henni. . . Rað var einhver óvenju-
legur sakleysisblær yfir henni allri; við og við
'e>t Jósep aðdáunaraugum til hennar; þau
töluðu lítið samau. -
I3au fóru þvers yfir sléttuna miklu, og áðu
sv° litla stund uppi á Mar-Eliashæð; þar blasti
Betlehem við þeim hinumegin dalsins. Rau
sau að niðri í dalnum var fult með menn og
fénað, svo að Jósep fór að kvíða fyrir að þau
fengju líklega ekkerT'rúm í ferðamannaskálanum.
Ferðamannaskálar eða skýli á Austurlöndum eru
umgirt svæði, og eru oft þaklaus; stundum eru
þar öll þægindi að fá, helzt á þjóðvegunum
miklu, en venjulega eru þau ekki annað en
búðarstæði ættarhöfðingjanna, staðir, þar sem
menn koma saman á kaupstefnur, og aðkom-
andi menn halda til. Gestgjafar, matgerðarmenn
og eldaskálar voru þar engir; að eins var þar
dyravörður, og var aðalstarf hans að segja að-
komumönnum, hvort rúm væri að fá eður eigi.
Mat urðu menn að hafa með sér, og matreiða
hann sjálfir; svo urðu menn að sjá sér sjálfir
fyrir náttbóli, Rar var að fá vatn, hlé og skjól
endurgjaldsláust, en annað eigi.
I Betlehem var að eins einn ættarhöfðingi,
og því að eins einn ferðamannaskáli. Jósep
hélt tafarlaust til skálans. Hann var að vísu bor-
inn og barnfæddur í Betlehem; en það var
svo langt síðan hann hafði farið þaðan, að
hann átti ekki neina verulega kunningja í bæ-
num; svo vildi hann heldur ekki liggja upp á
þeim allan þann tíina, þangað til embættis-
menn Rómverja hefði lokið fólkstalinu. Ress
vegna leitaði hann skálans, og var dauðkvíðin
fyrir, að þar væri orðið svo fult, að hann kæm-
ist ekki að.
Dyravörðurinn sat á sedrusviðarkubb úti
fyrir dyrunum, og hafði hann reist kesju sína
upp við múrinn. Hundur lá við fætur hon-
um.
«Jehóva, friður sé með þér» sagði Jósep
við hann.
«Sömuleiðis með þér» svaraði dyravörð-
urinn, og bærði ekki á sér.
«Eg er Betlehemíti» héltjósep áfram; «ekki
vænti eg það væri rúm að fá.. . .»
«Ekki nokkursstaðar rúm að fá.«
«Rú kannast ef til vill við mig? eg er Jó-
sep frá Nazaret, fæddur hér í bænum — af Dav-
íðs ætt.«
Jósep treysti á það; það var mikilRheiður
í því, að vera einn af afkomendum Davíðs.
Og orð hans höfðu líka árangur, að því leyti