Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 2
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Pepe ók sér. -»Pú vilt ekki skilja mig»
nöldraði hann.
»Vera má eg ætti hægra með bað, ef eg
þekti, hvernig atvik hafa leiðst fyrir þcr.»
»Pað er fljótsagt,» sagði Pepe og tók sér
bitaaf ketflykkinu, sem tröllið rétti að honum,
tók hníf sinn af belti sér og bjóst til snæð-
ings; svo hélt hann áfram tyggjandi: «Fyrir
rúmum tuttugu árum var eg vottur að glæp;
tveim árum síðar sá eg aftur manninn, sem
glæpinn drýgði. Eg kærði hann fyrir dómi,
en hann var máttugri en eg, svo að eg, en
ekki hann, var sendur til Ceuta til þess að
vinna þar þrælkunarvinnu í átta ár. En mér
hepnaðist að stytta hegningartímann um helni-
ing og slapp til Ameríku; eftir alltnörg æfin-
týri hitti eg þig loksins, og það á eg þér að
þakka og þínum leiðbeiningum og lærdómum,
að eg er orðinn þolandi skógafari. — En —
á ekki einmitt kenning þín um náttúrulög og
um þann, sem er meiri og minni máttar, við
þetta atriði, Bois-Róse? Maðurinn, sem um er
að tala, var af göfugu bergi brotinn, stórmik-
ill herra, en eg var fátæklings garmur, réttur
til að troða mig undir fótum. En hér út í
öræfunum hverfur þessi aðgreining alveg, og
það er einmitt það, sem eg ætlaði mér að
sanna.« Og hann steytti hnefann og skók hann
í áttina til hasíendunnar.
Bois-Róse horfði hugsandi frain undan sér.
«Já« nöldraði hann,«hvað ætti eg svo sem
að segja um þetta mál. Forlögin flækja oss
oft undarlega fram og aftur. Eg hefi heldur
ekki verið skógafari alla æfina. Fyr á tímum
var eg sjómaður, og hefði ekki komið fyrir
mig raunalegt atvik, sem eg get ekki gleymt
enn í dag og mun aldrei gleyma —þei, þei,»
tók tröllið fram í fyrir sjálfum sér, lagði vísi-
fingur vinstri handar á munn sér en greip til
byssunnar með þeirri hægri; «heyrðuð þér ekki
braka í feyskju?»
Pepe játaði, og báðir horfðu í þá átt, er
hljóðið kom úr.
Rétt á eftir sáu þeir dökkan skugga líða
yfir grasið svo seni þrjátiu skref frá þeim.
«Hver er þar?» kallaði Kanadarinn hátt.
«Maður, sem vill biðja um vernd við eld-
inn ykkar,» svaraði rödd þar úti.
»Komið þá nær» sagði hinn stórvaxni;
»velkominn að eldinum og til snæðings með
okkur.»
Tíhúrsió kom nú frant í birtuna og var
mjög fölur.
«Hvað er nú?« sagði Bois-Róse undrandi.
<Hafið þér mist af félögum yðar, eða hefir
yður verið neitað unt greiða í hasíendunni?»
«Don Agústin Pena tók mér vel» svaraði
pilturinn og hneig niður við eldinn, magn-
þrota af þreytu; «en þar var gestur undir þaki
hans, sem eg helzt vildi sneiða ntig hjá, bæði
til þess að vernda líf mitt eða öllu beldur til
þess að misbjóða ekki gestrisninni.«
»En hvað er þetta?» sagði Bois-Rósé, og
tók hægt í handlegg Tibúrsió, þar sem skyrtu-
ermin var rifin og flekkótt af blóði. Hann
fletti þegar handlegginn fötum, og sáu þeir
þá stórt sár, er blæddi mikið úr; skoðaði Bo-
is-Róse sárið mjög vandlega, og nærri því
með föðurlegri umhyggju.
«Verið þér rólegur,» sagði hann svo, «þér
eruð hepnismaður, það er ekki hættulegt. Pe-
pe, skrepptu eftir hnefafylli af óregamójurtum,
þær spretta þarna til hægri handar, svo að
segja hjá okkur.«
Pepe fór þegar og kom skjótt aftur með
mikla hrúgu af jurtum þessum, sem eru nafn-
kunnar læknisjurtir. Bois Róse marði þær á
milli steina og lagði síðan jurtamarið yfir sár-
ið eins og plástur, og batt síðan um með
silkilinda piltsins.
«Svona, drengur minn,» sagði hann svo
vingjarnlega; »þessar jnrtir vinna heil furðu-
verk. Pér fáið nú enga sárasótt, og sárið bólgn-
ar ekki og grefur ekki í því. Komið þér og
fáið yður ketbita með okkur hérua.»
«Eg þakka —þakka yður hjartanlega fyrir,»
svaraði Tíbúrsió, »en eg er hvorki svangur
né þyrstur, en ef eg má, vildi eg helzt leggja
mig út af og sofna.»
»Já, vélkomið, sofið þér bara; blóðmissir-