Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 3
GULLFARARNIR. 75 nn hefir gert yður magnþrota,» sagði Kanad- iarinn, breiddi kápuna niður á jörðina og bauð honum að leggjast þar út af. Tíbúrsió þá það með þökkum. Að lítilli stundu liðinni var hann stein- sofnaður. Báðir veiðimennirnir horfðu á hann þeg- jandi. «Rað er merkilegur skratti,« sagði Pepe við sjálfan sig, «ætl’ það sé hefndarhugurinn, sem bannar mér annað en hugsa um þenna mann, sem mér er verst við? Mér sýnist ekki betur en þessi piltur hafi svip af honum.« «Mér lízt svo á hann,» sagði Bois-Róse, «að við höfum ekki beðið skaða við að taka við honum. Hvað skildi hann vera gamall á að gizka?» «Hann er tæpast enn tuttugu og fjögra ára,» »Það sýndist mér líka,» sagði Bois-Róse og andvarpaði við, og svo tautaði hann lágt: «Hann ætti líka að vera á þeim aldri, ef hann væri lifandí.» «Hvaða hann?» sagði Pepe með undrun. Tröllið bandaði frá sér með hendinni og sagði viknandi: «Rað sem er umliðið, er um- liðið, og þegar ekki er hægt að bæta úr því, er bezt að reyna að gleyma þvf. Eg hefi lifað einmana í skógunum, og svo er bezt að deyja einmana.» Pepe kinkaði kolli, en tautaði eitthvað við sjálfan sig. Svo sátu þeir um stund. »Eg væri helzt til með að fylga dæmi piltsins,» sagði Pepe að lokum. «Eg hefi ekki blundað í nótt er var fyrir vonzku, og ekki heldur um hádegið í dag, svo eg er orðinn dauðsyfjaður.« «Jæja, vinur góður, eg skal vaka,» svaraði Bois-Róse. Pepe vafði svo saman kápu sítia og lagði hana undir höfuð sér og steinsofn- aði þegar. Tröllið færði sig ögn frá eldinum, hallaði sér þar upp að hnútóttri korkeik, og starði lengi á Tíbúrsió sofandi. Hann var í þungum hugsunum, og sorgarsvipur breiddist yfir þetta stóra, drengilega andlit. Hann stóð upp á milii og gekk til piltsins og aðgætti hann vand- lega — gekk svo aftur að trénu og hristi höf- uðið. Hann studdi hönd undir kinn og horfði enn ineð áhyggjusvip á Tibúrsió. * * * * * * * * * Á meðan þeir sofa, Pepe og Tíbúrsió, var ekki næðissamt heima á hasíendunni. Don Este- van sat á tali við Kúkilló inni í herbergi sínu, og ræddu þeir þar margt, því Don Estevan fann að hætta stafaði af Tíbúrsió og Rósarítu fyrir konumál Tragadúross. Kúkilló hafði h§yrt það sem þeim Tíbúrsió og Rósarítu fór á milli, og borið Don Estevan það trúlega. Síðan vakti Don Estevan Tragadúros og sagði honum hvern- ig mundi vera varið hug Rósarítu; taldi hann um fyrir honum að gera nú sitt til að hrífa huga hennar, helzt með einhverju hreystibragði við hestaveiðarnar. En Tragadúros var svo syfjað- ur, að hann gat ekki almennilega áttað sig á þessu, en tók dauflega í það að hann mundi gela verið að bera sig að vera hetjulegur. Skildu þeir svo talið. Don Estevan vakti nú upp alla metin sína um hánóttina, og bauð þeim að fara að taka sig til og halda á stað til Túbak. En sjálfur tók hann þá með sér þrjá, Kúkilló, Oroke og Baraja, og hafði þá sér. Hafði þeini Kúkilló og honum komið saman unt það, að Tíbúrsió mætti með engu rnóti lífs undan komast, því bæði væri þá öllu ráðabruggi Don Estevan hælta búin, og hann gæti hæglega velt um konungsríkinu Mexikó, og enginn vafi væri held- ur á því, að hann hefði grun um það, að Kú- killó hefði orðið fóstra hans að bana, og mundi hann því sitja utn líf hans. En Don Estevans lá lífið á því að Kúkilló héldi lífi og limum, að minstá kosti þangað til gulldalurinn væri fundinn. Rað var því ráð þeirra félaga, að þeir • skyldu allir fjórir halda á undatr til skógarins, því þangað ltafði Kúkilló séð Tíbúrsió stefna, 10)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.