Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 5
GLLFARARNIR. 77 drátt af landslaginu áður en hann fór. »Og eg efast ekki lengur um að þessi förunautur föður míns hefir verið Kúkilló og enginn ann- ar. A leiðinni frá vatnsbólinu heim að hasiend- unni í gær þekti eg áreiðanlega hestinn, sem hann reið, og lét hann skilja það fyllilega á mér. Þessvegna hefir hann viljað drepa mig, að hann vildi vera einn um það, að vita hvar gullstöðin er, og svo til að losast við hefnara morðsins.» <-Hem, hem,» drundi Kanadarinn. ítRetta, að þér þektuð hestinn, og um fram alt banatilræð- ið, gera manninn ærið tortryggilegan. En hvað ætlið þér nú að gera?» Tibúrsisó leit undan. <tMóðir mín,« sagði hann «heimtaði af mér, að eg leitaði upp föru- naut föður míns, og ef hann hefði myrt hann, þá átti eg þar að gjalda líku líkt eftir lands- venju hér. Og eg lofaði því til þess að friða hana í dauðanum. Guð verður að fyrirgefa mér að loforð mitt er ekki svo fast. Eg get drepið hann í ærlegu einvígi, en að stelast að honum vegandi — það gæti eg ekki.» «Rað er drengilega mælt,» sagði Bois Róse og rétti honum höndina. «Ef þér hafið tekið þetta hugartar að arfi eftir föður yðar, þá haf- ið þér mikils mist.» «Föður miiin hefi eg aldrei þekt,» svaraði Tíbúrsió, «Arellanos var að eins fóstri minn, en eg ólst upp hjá honum síðan eg man; eg var víst eitthvað fjögra vetra gamall, þegar þau hjón tóku inig að sér.» Bois-Róse spratt upp, tók logandi brand úr eldinum og lýsti vandlega framan í Tíbúrsió, höndin á honum titraði, og röddin í honum skalf, er hann sagði: «Rérvitið þó^í hvaða landi þéreruð,fæddur?» »Nei, það veit eg heldur ekki,» svaraði unglingurinn og varð hissa á ákafa Kanadar- ans. «Fósturforeldrar mínirfundu mig við dyrn- ar á húsi sínu. En segið mér, hvað—« «Fabían, Fabían,« hrópaði gamli maðurinn, «hvað hefir orðið um þig?» «Fabían!» tók Tíbúrsió upp undrandi, »eg kannast ekki við það nafn.« Bois-Róse andvarpaði þungan, nærri stundi við. Hann kastaði brandinum aftur á eldinn. «Guð hjálpi mér,» sagði hann, «það er þá ekki hann, fyrst hann kannast ekki við nafnið. Og þó er það sama yfirbragðið, En fyrirgefið mér, ungi vinur, eg er held eg að ganga af vitinu.» Og hann settist niður aftur hjá trénu, og sneri sér undan birtunni. Síðan fórn þeir að tala saman aftur. Beygð- ist samtalið einkum að því, að Tíbúrsió gengi í hóp með skógaförunum, vildi hann láta þá hjálpa sér til að ná í gull það, sem í gulldaln- um væri. Bois-Róse tók því dræmt, en hét því þó, að vera honum heldur liðsinnandi. Vakti hann Pepe og sagði: «Pað er svo að sjá, að þú ættir að sanna auknefni þitt. Pilturinn þarna býður okkur hlut í stórri gúllnámu ef við vilj- um ganga í það að hjálpa honum til að vinna hana.» «Hver fjandinn« svaraði Pepe, «eg vona að þér hafið tekið boði hans.» «Onei, eg hefi sagt nei við því.» «Hvaða ólukku vitleysa; eq það þarf að athuga það betur; en nú hefi eg annað að gera. Svo lagði hann sig út af aftur og fór að hrjóta.» Tfbúrsió þóttu þessar undirtektir ekki sem verslar; en Bois-Róse tók þá aftur til máls: «Pér megið treysta því, að Pepe er mað- ur fús til þess að berjast við Don Estevan með yður, og þá getið þér skilið, að eg er líka með, því að hans féndur eru líka mínir féndur. Og eg hefi góða byssu, sem aldrei hefir brugðizt skot.» Og um leið fór hann að athuga vandlega skeftið á byssunni, og sá þá Tíbúrsió að á því voru krotuð mörg merki, sem hann hafði ekki tekið eftir^fyrri. «Nú, þér eruð að athuga höfuðleðrin mín,» sagði Bois-Róse glottandi. «Höfuðleðrin yðar?« «Já, heiðnir Indíanar telja mannvíg sín eftir höfuðleðrum; við skógafarar eftir merkj- um, er betur sæma kristnum mönnum. Pess

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.