Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Page 6
78 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. merki tákna þá menn, sem eg hefi að bana orðið á vígslóðum, eins og Indíanar segja.« »Nú, eg sé hér víst ein tuttugu merki.» «Góð fjörutíu hugsa eg þau ættu aðvera», svaraði tröllið hlæjandi. <■ Þessir einföldu kross- ar þýða Apaka, tvíkrossarnir Pánína, þríkross- arnir Síúxindíana, stjörnurnar Krákuindíana, og svo er heilmargt af beinum strikum sem þýða Flathöfðana og Svartfætlurnar,*) sem nú eru gersamlega útdauðir. Höfuðleðrin sjálf lofa eg Indíönum að eiga.» Nú var orðið mjög áliðið nætur. Pað fór aðblámafyrir yfir skógartoppunum. Hani heyrð- ist gala heiman frá hasíendunni. Og enn sneri Bois-Róse sér að hinu sama; hann gat ekki hrundið því frá sér að grafast eftir um uppruna Tíbúrsió. «Getið þér ekkert munað, ekkert atvik, frá því áður en þér konruð til Arellanoss?» «Ef til vill mætti rekja eitthvert atvik,« svar- aði Tíbúrsió, «eitthvað, sem vaktist upp fyrir mér, þegar eg vakti yfir henni, sem eg skoð- aði sem. móður mína — hörmulegir viðburðir, sem reikuðu fyrir huga mmum. En það eru vafalaust draumar —og það hræðilegir draum- ar.» Bois-Róse reis upp við og teygði úr sér eins og eik, sem svignar fyrir sterkum storm- byl, og benti Tíbúrsió að halda áfram. «Mér finst, > hélt Tíbúrsió áfram, «eins og eg hafa verið inni í stóru húsi, og það færi innanum það vindgustur, kaldari en nokk- ur slormur hefir níst mig síðan; mér finst eg heyrði konu gráta með þungum ekka, og hryss- ingslega karlmannsrödd —og svo man eg ekki meira.» Nú dóu aftur út vonir Kanadarans; Tíbúr- sió hafði rárnað til úrslitanna við Elankovi. «Pað eru líklega drautnar,» sagði hann raunalega, »en haldið áfram, —er nú þetta alt, sem yðar rankar við? Rankar yður aldrei við sjávardunuin? Pað er leikur, sem enginn gleyni- ir, hafi hann kynst honum í barnæsku.» *) Þetta voru alt indianskar kynkvíslir. «Eg sá sjóinn i fyrsta sinn fyrir fjórum ár- um; það var í Guaymas,* svaraði Tíbúrsió, «og þó hlýt eg að hafa séð sjóinn í þernsku, eftir því sem mér hefir verið sagt.» Og munið þér þá ekkert eftir því,» sagði Kanadarinn. «Nei, ekki neitt.» »Ekki neitt ?» sagði Kanadarinn eins og deyjandi b'ergmál, «ekki neitt?» «Að minsta kosti ekkert glögt; 6n það eru líklega ekki annað en draumar, eins og við höldum báðir, þó að mér finnist annað,» «Og það er líklegast,» sagði Bois-Róse dapurlega, «það muna engin börn svo langt.» »Og innanum þessa drauma sé eg sólbrent, stórskorið andlit, en þó góðmannlegt, ...» «Hvaða andlit?» svaraði Bois-Róse, og sneri sér að eldinum, svo að birtan féll framan í hann; hver taug var þanin og stælt af geðs- hræringu. «Petta var andlit á manni, sem þótti ákaf- lega vænt um mig,» svaraði Tíbúrsió, «eg man nú eftir þessum manni.» «En þér—» svaraði Bois-Róse, og angistin skein í andliti hans, »þótti yður líka vænt um hann ?« «Æi—já» mér þótti ósköp vænt um hann.» Tárin hrundu ofan veðurteknu kinnarnar á Bois-Róse, liann sneri sér undan til að leyna því og tautaði: «Og honum þótti lika svo ósköp vænt um mig.» Og svo bætti hann við með ákafri röddu, rétt eins og hjarta hans ætlaði að springa: «En getið þér þá ekkert rifjað upp, hvernig þér rnistuð af þessum manni?» En svo kom hann ekki meiru upp; hann tók höndunum fyrir and- lit sér og beið titrandi svars. Svo varð þögn um stund. Loks rauf Tíbúrsió þögnina. «Pað rifjast eitthvað upp fyrir mér við orð yðar. Einn dag var alt löðrandi í blóði, það rann í lækjum, jörðin kiptist öll til, það voru ógurlegar skrugg- ur, — eða var það stórskotahríð ? —eg var lok- aður inni í koldimmu herbergi og eg var ósköp

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.