Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 8
80 NÝJAR KVÖDLVÖKUR. samt ekki þessum manni, Don Fabian,» sagði veiðimaðurinn fjörlega, því að samvizka hans er búin að segja honnm til syndanna, og hann er óðfús til að legga fram líf sitt fyrir yður.» «Og þér þekkið morðingja móður minnar?* sagði Fabian með ofsa. «Já, og þér þekkið hann líka. Nú þykist hann heita Don Estevan, en hann heitir nú samt Don Antonió de Medíana. Rið sátuð við sama borð heima í hasíendunni.» Meðan Pepe er að segja frá atburðum þeim, rem frá er sagt í upphaíi sögu þessarar, skul- nm vér snúa til Bois-Róse. Hann læddist út í skóginn, og þóttist sjá út á milli trjánna í gula leðurskyrtu. Hann skaut þegar þangað, og hvarf skyrtan þegar. Kanadarinn gaf sér ekki tíma til að hlaða byssuna aftur, en brauzt og kafaði gegnum skóginn eins og villinaut. En þegar hann var kominn svo sem á miðja leið, heyrði hann blístur; svo heyrði hann hest hneggja, og jó- dyn, og þegar hann kom nær, sá hann að hesturinn lá á hnjánum, og maðurinn var að skieiðast á bak. Svo stökk hesturinn upp og þevsti í burt. Skamt frá grilti hann í fjóra mcnn, sem þeystu burt á harðastökki. Hann brá upp byssunni, og ætlaði að senda þeim sendingu, sem á hestinum sat, en þá var hún óhlaðin. Varð hann svo frá að hverfa. Hann gekk þangað, sem maðurinn hafði fallið. Sá hai n þar bæli í grasinu, en hvergi blóð. Skot- ið hafði flogið svo nærri eyranu á Kúkilló að hann hafði ringlast og fallið af baki hestinum, en náði sér þó aftur. En ekki hafði hann þó venð fyllilega með sjálfum sér, þvi að byssan hans lá þar eftir í grasinu. »Það má nota hana handa Fabían. Pað er ekki til mikils að vera hér á slóðum og hafa ekki annað en hníf,» sagði Kanadarinn og sneri aftur. Pá heyrði hann skot í skóginum. «Petta er byssan hans Pepe, eg þekki hvellinn. Betur hann hefði verið hepnari en eg.» Og hann heyrði tvö skot enn, og þau voru ekki úr byssu Pepe. Bois-Róse þaut í fáti til bælis þeirra, komu þeir Pepe og Fabían þar á móti honum. »Pað verður að vera djöfullinn sjálfur, sem heldur hendi sinni yfir þessum karlfjanda,» sagði Pepe í gremju, <því að eg skaut líka á hann og misti hans. Enn eg sá þá fjóra sam- an og þekti eg einn þeirra þriggja; það var Don Estevan, sem er enginn annar en . . .» «Eg sá bara karlinn í leðurtreyjunni,» tók Bois-Póse fram í og hérna er byssan hans — hann hefir gloprað henni á flóttanum; en þér eruð ekki sár?» sagði hann og leit með áhyggju- svip til Fabiaus. «Nei nei.vinur minn, faðir minn« sagði Fabian ogfleygði sérí fangKanadarans. Boís-Rose vökn- aði um augu ; hann faðmaði Fabian að sérog sagði með tárin í augunum : »En hvað Fabian minn litli er nú orðin stór og fallegur!» En svo tók hann eftir því að Fabian var fölur og dapur, og spurði hverju það sætti. «Pepe hefir sagt mér alla söguna, og eg veit, að morðingi móður minnar er einn í þess- um hóp.» »Já,» svaraði Pepe, «Pað er Don Antonió de Mediana, og er á leiðinni til Túbak og í gulldalinn. Eigum við að láta þrælinn sleppa?» «Guð forði því fári,» svaraði Fabian, Svo ræddu þeir félagar um þetta fram og aftur, og réðu af að fara á eftir þeim til Tú- bak, 'og svo hvert sem þeir færu, og hætta ekki fyrri, en þeir hefðu klófest Don Estevan og hefnt honum morðsins á greifafrúnni af Medíana. Svo lögðu þeir af stað. (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.