Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 11
KVIKSYNDl. 83 legar fjarstæður, að seinna hafði hún jafnvel getað brosað að þessu ástandi. Einu sinni hafði það til dæmis farið að velkjast fyrir henni, hver ætti barnið með henni, —hvaða sönnun væri fyrir því, að Sigmundur ætti það með henni eða nokkur karlmaður! Pessi vitleysa ásótti hana um tfma alveg eins og draugur, og hún hafði verið alveg ráðþrota. Svo hafði hún tekið upp á því að syngja hátt eitthvert lag .undir eins og hún fann að bryddi á þessari hugsun, og ineð því móti tókst henni smátt og smátt að bægja henni frá sér. Hún gat nærri hlegið að því enn. Þegar hún hafði alið barnið fékk hún nóg að hugsa um að nýju. Og smám saman fór nú hugarástand hennar að breytast, einkum þó eftir það, er börnin voru orðin tvö. Henni hafði auðvitað þótt vænt um börnin sín, en þó gat hún ekki varizt þeirri hugsun, að ekki væri þaer tilfinningar eins djúpar hjá sér, eins og alment væri af þeim látið. Það gat líka verið orðum aukið, — menn voru gjarnir að ýkja í orðunt. En hún lét sér svo ant um börn- in, og störfin og heimilið fyltu hug hennar, svo hún fann, að á sér hvíldi ábyrgð og vandi, og það átti vel við hana; hún fann, að þetta knúði frain afl í henni sjálfri, sem í rauninni var nóg til af. Hún hafði mikið að gera, að sjá um stórt bú og annast börnin, sem komu nokkuð ört, og mátti því aldrei slá slöku við. Og henni lærðist að sætta sig við það og taka því rólega, þó að smávegis misfellur kæmu fyrir í sainbúð þeirra hjónanna og á heimilinu, — hún vandist á það að gera ekki ósanngjarn- ar kröfur. Hún hafði komizt að þeirri niður- stöðu fyrir löngu, að víða mætti víst leita að því hjónabandi, þar sem alt væri misfellulaust í daglegu striti og stríði. Hún hafði fljótt fund- ið, að Sigmundur lét sér ekki eins smávægi- lega ant um hana, þegar stundir liðu fram, eins og fyrst, en henni skildist, að þetta væri eðlilegt, og henni var það engin þraut að sætta sig við það, — hún sá ekkert eftir þessu. Pað kom sér líka mjög vel, að Sigmundur var oft- ast nær stiltur. hvernig sem á stóð, og fámáll jafnan, þó að eitthvað væri að. Henni hafði reyndar fundizt hann vera alt of fámáll stund- um, —það var ekki laust við, að það þreytti hana og henni fyndist samlífið stöku sinnum of tómlegt fyrir heimilið og störf þess. En þá var hún líka laus við allan hávaða og fáryrði út af smámunum og því varð hún fegin, — hún var ekki viss um, að hún hefði þol- að það vel, þó að hún væri nú reyndar orðin alt önnur en hún hafði verið í æsku. Og þó að þykkja kæmi upp á milli þeirra, sem stund- um var, og sambúðin yrði nokkuð köld annað veifið, þá fann hún eiginlega ekki til nokknrs sársauka af þessu, —bara ónota leiðindi, en þjín- ingalaust. Og sjálfsagt var þetta eðlilegt, — svona hlaut reynsla flestra að verða, þegar hillingalíf æskunnar væri á enda og þeir kæmi út í lífið sjálft. Og lífið vár til annars en láta sigjdreyma, — það hafði hún sjálf reynt fullkomlega. Hug- ur hennar hafði svo verið bundinn öll þessi ár, — bundinn við verkahring hennar í lífinu. Og hann átti að vera það, þetta hlaut að vera skylda. — Helzt núna síðustu árin hafði hún stöku sinnum fengið tóm til að skyguast út fyrir þenna verkahring, bara ósköp lítið, enda hafði hún í rauninni fátt út fyrir hann að sækja. Oftast varð afleiðingin sú, að hún lenti í stríði við einhverja ráðgátu. Og hún hafði stundum orðið hálfhrædd um, að þetta væri að ágerast, — að hún sældist jafnvel meir og meir eftir svona hugsunum. En var það nú annars nokkuð hættulegt. þegar það kom að engu leyti í bága við heimilisstörf hennar og skyldur? Hún vissi það ekki vel, átti altaf erfitt með að svara því. En það var ekki laust við, að þetta vekti stundum hjá henni einhverja órósemi. Naumast gat þó verið ástæða til að óttast það, þó maður reyndi að þekkja alla leyniklefa í lífi sjálfs sín og rifja upp fyrir sér það, sem á dagana hafði drifið og leitast við að skilja það rétt. Var ekki einmitt um það að gera fyrir hvern mann, að fá réttan skilning á lífinu? Hún vissi nú reyndar ekki betur en að 11*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.