Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Side 12
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
hún skildi sjálfa sig og líf sitt — í aðalatriðun-
um að minsta kosti. En það var kannske ekki
nóg------og það gat engu spilt í rauninni, þó
að hún hugsaði um þau atriði, sem voru henni
ekki vel ljós, og reyndi að komast inn í þau
— inn að sannleikskjarna þeirra. Og þessvegna
gat hún reyndar látið þetta eftir sér með góðri
samvizku, úr því að heimilisstörfin voru farin
að verða henni léttari og barnastríðið minna.
Yngsta barnið var nú á fjórða ári, og það var
eitthvað annað enn á meðan hún hafði þau
á höndunum, aumingjana litlu. —
Rorgerður brá hárfléttunum fram fyrir
höfuðið og skoðaði aðra þeirra vandlega um
stund: «Eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimml', Hún
taldi gráu hárin og brosti dauflega.« —
»Eg held eg sé bráðum orðin kerling.» —
Hún horfði nú aftur út í vorlífið um stund
— hún hafði ekki gefið því verulega gaum,
meðan minningarnar streymdu fram og drógu
hana til sín. Ó, hvað kvöldið var fallégt núna,
og fjörðurinn hennar, fjöllin og sveitin bros,
andi björt —alveg eins og í fyrri daga!
En var hún sjálf eins og í, fyrri daga? —
Nei, auðvitað ekki.
Ró hafði hún enga ástæðu til að kvarta.
Til hvers hafði hún þá kornið hingað í dag?
Var það bara til þess að sjá vorið heima, eða
var hún að leita að einhverju öðru? Hún hafði
talið sér trú um, að hún hefði farið að finna
sjálfa sig á æskustöðvunum, eða eitthvað : þá
áttina. Var það ekki annars hlægilegt? Og til
hvers hafði hún þá gert það, og hversvegna
hafði hún leiðstút í það þarna á hjallanum sín-
um gamla, að rifja upp fyrir sér æfi sína eftir
það, er hún fór að heiman?
Og' aftur hvarflaði hugurinn að sömu liugs-
uninni sem áður: að hún hefði öll þessi ár
verið að leita að einhverju, sem hún vissi ekki,
hvað var —ef til vill að sjálfri sér. Og enn þá
var hún víst að leita að þessu.
Og hún fann það aftur og sannfærðist aft-
ur uin það í bráðina, að þetta hefði verið
henni þörf —þörf, sem smámsaman hefði verið
að skapast. Og enn þá brá því fyrir í huga
hennar, að altaf hefði leitin orðið ákafari, eftir
því sem árin liðu. Akafari! — nei, áköf hafði
hún aldrei verið.
En gat það annars verið hugsanlegt, að
hún væri að leita að sjálfri sér, — var hún þá
týnd kannske fyrir Iöngu?
Nei, þetta var alt einhver óskiljanleg
heimska.
Ef til vildi mátti nú færa þetta til sanns
vegar. Hún hafði eiginlega verið að leita að
ráðgátum í lífi sjálfrar sín.
En var hún þó að nokkru nær —hafði hún
koinizt að nokkurri niðurstöðu? Eða var öll
þessi hugsanaþvæla hennar bara til þess að
gera þessar ráðgátur enn þá ramflóknari?
Henni lá við að sannfærast alveg um, að
svo væri. Og hana langaði til að heita sjálfri
sér því að hætta alveg að hugsa um þetta. En
hún vissi, að það var ekki til neins, — þær voru
nú orðnar svo áleitnar, þessar hugsanir, og komii
alt af aftur.
Helzt leit út fyrir, að þetta ætti að verða
regluleg barátta. Hún fann það enn þá einu
sinni, að margt var það í lífi hen iar, sem luin
skildi ekki— jú, aðalatriðiu kannske — en liitt
þurfti líka að skiljast. Henui varð það Ijóst,
að hún mundi ekki verða í rónni íyr en hiín
fengi svör. Ur því svona var komið, þurfti hún
að fá ákveðna niðurstöðu.
Reyndar hafði Inín enga ástæðu til að kvarta.
Einhver óljós grunur —einhver dulin spurn-
ing læddist alt af inn í hug hennar, fálmaði
um sál hennar og leitaði upp snögga blettinn,
og þó skaut hún ósjálfrátt þessum skildi fyrir
til hlífðar, þessum orðum, sem hún hafði haft
yfir hvað eftir annað í hálfum hljóðum.
— Rorgerður hafði setið þarna lengi. Sólin
var komin lágt á loft, en veðrið var blítt eins
og áður. A fjallstindana í suðri sló bleikum
roða, yndisfögrum að sjá, gegnum móðublám-
ann. En hrikafegurð vesturfjallanna dökknaði
meir og meir. Og helgiblær hvíldarinnar með
kvöldinu færðist yfir vorið, sem lagði sig út-
af rólegt og óttalaust, meðan júnísclin stóð á
verði. —