Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 13
KVIKSYNDI.
85
Alt í einu heyrði Þorgerður, að skrjáfaði
í lynginu í brekkunni rétt fyrir ofan hjallann.
Hún leit upp og sá, að á stórri þúfu sat lóa
ogskimaði í allar áttir.
Bí-bí, bí-bí,! söng lóan hátt og dró seim-
inn á seinna atkvæðinu.
Osjálfrátt var eins og leiftri brygði fyrir í
huga Þorgerðar. Sár stuna leið frá brjósti henn-
ar, skarpir drættir komu í andlitið, og hún
starði ofan í hvamminn hjá læknum.
Hálfgleymt atvik varð henni Ijósara en dag-
urinn í einu vetfangi. Var hún komin aftur,
lóan, sem settist að óvörum á lautarbarminn
við lækinn ogsöng, þegar hún sat þar forðum
um vorið —með Oddi!
Þorgerður stóð -'snögglega á fætur. Henni
var svo þungt, eins og hún ætlaði að springa.
Hún tók báðum höndum um brjóstið, eins og
hún vildi byrgja inni með valdi það afl, sem
brauzt þar inni og lirærði hana alla frá hviríli
til ilja.
«Guð minn góður, — er eg að verða
brjáluð!*
Svo beið hún ekki boðanna lengur, en
hálfhljóp ofan brekkuna og niður í hvamminn.
Húm leit hvorki til hægri né vinstri, en gekk
hratt og rösklega rakleiðis heim á leið.
Hjá Hvammshyrnu mætti hún systur sinni.
«Nei, þarna kemurðu þá, Gerður!» kallaði
hún á móti henni. «Eg fór að leita að þér,—
við skildum ekkert í þessari burtuveru, og svo
var hesturinn þinn að fara. Piltarnir voru farn-
ir eitthvað suður í bæ; en samt náði eg hon-
um, —hann er styggur skratti, alveg eins og
Mósa Sigmundar. En hvað er að sjá þig,
kona —því hefirðu flétturnar þínar framan á
brjóstinu?
»A — flétturnarl þær hafa slegist óvart
fram fyrir,» svaraði Þorgerður með grátkæfð-
um rómi.
Morguninn eftir fór Porgerður með seinna
móti á fætur. Hún lá ein í rúmi sínu í hjóna-
Jiúsinn á Geirþjófsstöðuin. Hurðin var aftur,
en krakkarnir voru í frambaðstofunni og höfðu
hátt.
Hún var vöknuð fyrir stundu og hafði ekki
með nokkru móti getað sofnað aftur, þó að
hún væri syfjuð og niðurdregin. Hávaðinn og
umgangurinn í baðstofunni var svo mikill, og
hún frernur svefnstygg í verunni. Svo var hún
líka vön að fara nokkuð snemma á fætur, því
að nóg var altaf að gera, og ekki tími til að
dorma fram eftir á morgnana. En þenna morg-
uninn var eins og eitthvert óvanalegt farg héldi
henni niðri í rúminu; henni var ómögulegt að
hafa herkjur til að komast í fötin.
Hún sneri sér fram í rúminu og lagði hand-
legginn ofan á sængina og blés þreytulega. —
En hvað þetta hafði líka verið vitlaust af
henni að vera svona lengi og koma svo ekki
heim fyr en langt var liðið fram á nótt!
Því hafði hún verið að fara þetta í gær og
sitja ein og brjóta heilann um liðna æfi úti í
Grænahvammi —því í ósköpunum gat hún ekki
setið kyr heima, eins og hún var vön, og
hugsað um heimilið og skyldustörfin, sem aldrei
máttu gleymast?
Hún óskaði þess margsinnis nú, að thún
hefði aldrei farið. Reyndar hafði hún farið
þetta í þeirri von, að ferðin yrði sér til skap-
lettis og ánægju í vorblíðuuni, og að hún
kynni ef til vildi að botna eitthvað í þessum
ráðgátum, sem voru íarnar að ásækja hana á
seinni tímum.
En hvað hafði hún svo eiginlega borið úr
býtum? Ekkert —ekkert nema helmingi flóknari
ráðgátur og kveljandi óvissu um það, sem hún
hélt, að hún vissi cg þekti. Pá var ver farið
en heima setið.Og svo yrði nú þetta líklega
til þess, að hún hefði aldrei frið fyrir áleitn-
um hugsunum, sem ekkert komu við hennar
eiginlega lífi og starfi á heimilinu.
Hvað eftir annað hugsaði hún aftur upp
sömu hugsanirnar og átaldi sjálfa sig fyrir að
hafa farið. Og innan um þetta slæddust hugs-
anir frá því í gær; hún vissi ekki fyr til en
hún var farin að glírna í huganum við sömu