Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Side 15
KVIKSYNDI. 87 að tálga. Börnin voru farin yfir í húsið í hin- um endanum. Ofurlítil stund leið. Svo kom Stína vinnu- kona með fangið fult af matardiskum og lét þá á stóra borðið fyrir framan. Veiztu hvar piltarnir eru, Sigmundur? Eg átti að segja þeim, að nú væri maturinn til.» «Peir eru farnir.» Sigmundur talaði orðin í dinimum, lágum rómi, enn skýrt og fast. Hann leit ekki upp. Stína stóð kyr dálitla stund og starði á Sigmund með hálfopinn munninn. Svo hljóp hún fram. Sigmundur hélt áfram að tálga. Kassinn var með tveimur hólfum. í annað hólfið fleygði hann tindunum, jafnóðuir. og smíði þeirra var lokið, og greip svo nýjan úr hinu hólfinu. Við og við leit hann til dyranna. Svo heyrði hann, að einhver kom inn göngin. Hann þekti fótatakið í dyrunum. Þor- gerður kom inn, 'Pú skyldir láta piltana fara,» sagði hún og var dálítið skjálfrödduð. «Fara!» át hann upp eftir henni, «já því ekki það?» »f>ú vissir nú líklega, að ekki mundi standa lengi á matnum, þegar þú varst búinn að rekast í því,«hélthún áfram,—-«eða því sagð- urðu mér það ekki, þegar eg fór fram.» «Sagði þér hvað?» »Að piltarnir væri farnir, maður!» »F*ú spurðir mig einskis.« »Þurfti eg að spyrja þig, gastu eiginlega búist við að eg spyrði þig um það, sem ó- mögulegt var, að mér gæti dottið í hug, — og vissurðu ekki, að eg fór fram til að skamta þeim?»— F’að var auðfundin beiskja í rónmum. »Hvernig átti eg að vita það, — gat ekki eitt- hvað annað komið fyrir, sem þurfti að sitja fyrir?» svaraði Sigmundur með hægð og tálg- aði af kappi. Þorgerður ætlaði að svara því einhverju enn þá, en hætti við það og beit á vörina. Hún var föl í andliti — rauðu flekkirnir voru horfnir. Svo gekk hún upp í húsið sitt. Hún kannaðist við svona snurðu — þetta var svo sem engin ný bóla, einkum nú á seinni árum. Æfinlega skyldi Sigmundur haga sér svona, þegar honum þótti eitthvað, — rólegur, heldur stríðinn, hefnandi! Hún hafði sjaldan tek- ið sér þetta nærri —lét það bara líða hjá eins og meinlítil óþægindi, og svo var það gleymt. En núna féll henni þetta svo illa, — nú hafði hún tekið þetta svo nærri sér, að hún var al- veg hissa, —gerði sér þó ekki glögga greinfyr- ir því í bráðina, en fann það fremur, og leið illa. Henni lá við gráti. Svo fór hún að breiða ofan á rúmið og laga til í húsinu. — Hvað það var ósanngjarnt og heimskulegt af honum að láta svona —hvað það var ilt og egnandi að láta storka sér með því, að hafa ekki gert skyldu sína, og það þegar svona stóð á, —og hann hlaut að vita það sjálfur, hvers- vegna hún kom svona seint fram, — Hún mátti líka iðrast eftir, að hún lét ekki Borgu skamta piltunum, eins og henni hafði dottið í hug. Pá hefði þessi rekistefna líklega engin (orðið. — En kannske þeir hafi annars verið farnir, áð- ur en hún kom á fætur? Það var rétt eftir Sigmundi, þegar þessi flötur var uppi á hon- um, að hafa þetta bara fyrir keyri á hana. En var það ekki ranglátt og ómannlegt? Og aftur fór hún að hugsa um, hversvegna hún fór að brjóta heilann um þetta og láta það kvelja sig. Hún skildi ekkert í sjálfri sér. Hvaða breyting var orðin á henni? Eða var-hún orð- in veik? Fegar hún hafði lokið verki sínu, settist hún þreytulega á rúmið við litla borðið undir glugg- anum og studdi hönd undir kinn. Alt var kyrt og hljótt umhverfis hana —ekkert heyrðist nema hringlið í tindunum framan við þilið, þegar Sigmundur fleygði þeim í stokkinn. Börnin voru víst farin út. »Þaðer annars líklega bezt að eg fari og sendi piltunum matinn,» sagði hún hálfhátt við sjálfa sig eins og hún rankaði við sér alt í einu. »Stina getur farið.» Svo stóð hún á fætur, gekk hvatlega fram

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.