Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 17
KVIKSYNDI. 89 heyrði til lóunnar og atvikið löngu liðna rann upp fyrir henni uni leið? Var hún ekki fyrir lifandi löngu búin að uppræta allar menjar um Odd úr huga sínum— var hann ekki eins og gersamlega dauður henni fyrir löngu? Var henni ekki sama, hvað af honum varð, — eða hafði hún kannske haldið spurnum fyrir um hagí hans og grenslast eftir því, hvar hann fór og hvernig honum leið, þegar hann var farinn að búa í fjarlægri sveit? Nei, aldrei nokkurntíma! Henni stóð gersamlega á sama um þetta, — enda hafði hún fátt frétt af honum. Menn voru heldur ekkert að leggja sig í framkróka með að segja henni um hagi hans, og hana lang- aði ekkert til þess.--Eða var hún kannske að hugsa um hann enn þá, langaði hana til að lifa upp aftur liðnar stundir með honum í hvamminum. — Var það kannske réttast, að hún hefði bara haldið áfram, eins og horfði, og barist á móti vilja foreldra sinna, farið alveg að sínum ráðum, en troðið ráð þeirra og hand- leiðslu undir fótum? — Þorgerður hrökk við. «Guð varðveiti mig frá þessum hugsunum!« sagði hún hálfhátt með veikri röddu. Svo knúði hún sjálfa sig með öllu afli sál- ar sinnar, á vald þeirri hugsun sinni að láta enga heimsku, sem hún kallaði, eða veiklun fá yfirhönd yfir sér, heldur snúa sér eingöngu að skyldustörfum sínum og sökkva sér ein- göngu ofan í þau. Var hún ekki ólík öllum öðrum konum og meira en lítið geggjuð, ef hún gat ekki fundið fullnægingu í þessu? Hún hafði enga ástæðu til að kvarta — hún Iofaði sjálfri sér því hátíðlega, að hún skyldi sýna það í verki. (Framh.) Pættir úr landnámabók jarðarinnar. 1. I n d I a n d. Á síðari hluta miðaldanna mátti svo telja, að meginhluti allrar verzlunar í norðurhluta Norður- álfunnar væri í höndum verzlunarfélags þess á Þýzkalandi, er Hansastaða félag var kallað. Voru það margar borgir, er voru í því sambandi, og þeirra merkastar Hamborg, Lýbika, Brimar, Núrnberg, Frakkafurða við Main. Höfðu borg- ir þessar mesta verzlun á íslandi á 15. og 16. öld; mest var húnþófrá Hamborg, enda voru þeir kallaðir Hamborgarar, og mun kvæðið um frúna frá Hamborg vera frá þeim tímum. Um suðurhluta álfunnar og við Miðjarðarhaf voru aftur verzlunarborgirnar ítölsku, Feneyjar og Genúa, einar um hituna. Þær höfðu sam- bönd við austurlenzka kaupmenn fyrir öllum Miðjarðarhafsbotni, og sátu þar fyrir öllum austurlenzkum vörum, keyptu þær upp, fluttu þær heim, og seldu þær síðan dýrum dóm- um út um öll iönd Norðurálfunnar. Kom mest af þeim vörum frá Indlandi, og voru tveir aðalvegir, sem þær voru fluttar eftir. Önnur leiðin var landveg alla leið austan frá Indlandi og vestur um Damaskus, og svo vestur frá Damaskus og alt vestur að Miðjarðarhafsbotni. Var það afarlöng Ieið og erfið að flytja dúka og kryddvörur allan þann óraveg, og engin furða, þó að þær væru orðnar dýrar, þegar þangað kom. Hin leiðin var sjóleið austan yfir Indlandshaf og inn i Rauðahafið alla leið til Súez; þaðan voru vörurnarfluttar á úlföldum til Alexandríu, og þangað sóttu svo Genúu- menn þær og Feneyingar á skipum sínum. Þegar fram í sótti áttu þeir líka skip, sem fluttu þær á milli Indlands og Súez, eða ann- ara bæja við hafið rauða; en miklar siglingar voru og þar á milli af Aröbum, enda máttu kristnir menn ekki fara neitt til muna inn á lestaleiðir múhamedanskra þjóða. ÞegarNorðurálfumenn fóru aðkynnast krydd- vörum austurlanda, félst þeim svo vel á þær, að þeir gátu ekki án þeirra verið. Fyrst fóru þeir að kynnast þeim upp úr krossferðunum, en svo jókst fljótt eyðsla þeirra og afneyzla, að alt af var eftirspurnin meiri en aðflutning- ingurinn; héldust þær því altaf í afarháu verði, sem von var. 12

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.