Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 18
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Rað var í þá daga trú manna, að Indland væri eitthvert töfraland, þar sem alt væri fult af gulli og gersemum, ógurlegum forynjum og undrum, og óbotnandi auði. Rað var líkasann- ast að segja, að þaðan fluttist margt það er hugann mætti kæta og góminn kitla. Allir gim- steinar, sem þá voru manna á milli, komu það- an. Roðasteinar, saffírar og smaragðar voru þá í mestum metum, og fluttust mest frá Seylon. Perlur fluttust og mest frá Seylon og Indlandi. Á móti þessu skarti áttu Norðurálfumenn ekki annað en kóralla, er helzt fundust við Italíu. Frá Indlandi fluttist rósasilki (guðvefur) og bóm- ullardúkar, og þótti þá hvorttveggja dýrindis- vara. Þó var bómull ræktuð á Sýrlandi um þær mundir. Álún og ýms litarefni fluttust þá og eingöngu að austan, og var indigóið þeirra frægast og seldist jafnvegið gulli, þegar hér kom norður í álfuna. Pá var ' og ekki minni eftirsókn meðal heldri manna eftir reykelsi, narðusolíu og öðrum ilmefnum, myrru og ambra; en þó að mikið væri flutt að af þessu, var þó langmest um kryddvörurnar, enda voru þær þá aðalverzlunarvara austurlenzkra kaupmanna. Peirra mest var af pipar, enda var mest eftir- sóknin eftir honum. Barst liann hingað til norð- urlanda fyrst með Hansakaupmönnum. Seldu þeir einir lengi pipar hér á norðurlöndum, og er orðið piparsveinar frá þeim tímum. Kiló- grammið af pipar kostaði um 72 aura í Kali- kútt um lok 15 aldar, eða litlu minna en það koslar í stærri kaupum nú hér í næstu lönd- um, en peningar liafa fallið stórum í verði síð- an. Feneyjakaupmenn borguðu um 3 krór/ur fyrir kílógrammið í Alexandríu; hafði hann þá ferfaldast í verði á þeirri leið, og bættist þó ekki lítið við eftir það; en í Feneyjum kostaði kílógrammið 5 krónur í stórkaupum. Allar aðr- ar kryddvörur, bæði engifer, kanel, karde- mommur, narðus, negul, múskat; lyfjavörur: kamfóra, rabarbara, tamarindur, zedóarót; ilm- vörur: benzóe, alóetré, reykelsi, myrraog ambra, og litarefni, fóru að verða eftir piparnum; hann varð eins og vaðmálið f landauraverði hér hjá oss. Pessar vörur kostuðu Norðurálfuna feiki- mikið fé; en fátt var fram að bjóða, og sízt það, sem nokkurt viðlit var að koma á mark- að eystra. Indland og fleiri lönd þar eystra og syðra vantaði trjávið, hamp og tjöru til skipasmíða, einnig kopar, tin, blý, kvikasilfur og járn. Par seldust og vel kórallar, ullardúk- ar, gullvefnaður (brocade) og glervarningur frá Feneyjum. Pá fluttist og viðsmjör, möndlur, hunang, saffían og stundum kornvörur til AI- exandríu. Genúumenn höfðu óg talsverða þræla- verzlun þangað og víðar; voru það bæði kristnir menn og heiðnir, sem seldir voru. Páfinn bannaði hana að vísu, en ábatinn var þar svo mikill, að þeir fóru lítið að því, þó að páfinn hótaði þeim helvíti og kvölunum. En það sem austur komst af þessum Norður- álfu-vörum, hrökk ekki til hálfs gegn þörfinni á austurlandavörum, og varð því að jafna hall- ann með gulli og silfri. Fór því svo innan skamms, að þurð fór að verða á þeim góð- málnium hér í álfunni; tóku þeir þá mjög að hækka í verði, en innlendar vörur að lækka, og horfði til vandræða; en austurlenzku vör- urnar lækkuðu ekki í verði að sama skapi. Petta peningaleysi í Norðurálfunni fór brátt að verða svo tilfinnanlegt, að til vandræða horfði. Um það leyti voru Portúgalsmenn rösk- ir og duglegir sjómenn, og einn af konunguin .þeirra, Hinrik sæfari að auknefni, gerði hvert skipið út eftir annað til þess vð fara landaleita- ferðir suður með Afríku að vestan. Komust menn hans alla leið suður fyrir Grænhöfða og íil Gíneu hinnar efri um 1460. En allófúsir voru menn til þeirra ferða, því þá var almenn sú trú, er drotnað hafði alla leið síðan í forn- öld, að Afríka breikkaði æ eftir því, sem sunn- ar drægi, og hitinn færi æ vaxandi, og það svo, að kviknaði í skipunum af sólarhita, ef langt væri haldið til suðurs. Hinrik sæfari dó 1460, og féllu þá niður ferðir að mestu um stund, þangað til Jóhann konungur II. (1481- 1495) kom til valda. Hann hélt áfram sjóferð- unum, enda var maður einn vitur og sjókænn við hirð hans, Martin Behaim að nafni, er hélt því fast fram, að það inundi rnega komast sjó-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.