Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 19
Þættir. 91 leiðis f>rir suðurodda Afriku og alla leið til Indlands. Sendi hann mann einn, Bartólómeó Díaz að nafni, til þess að leita suðurodda Af- ríku, og komast fyrir hann. Díaz fór og sonur konurtgs með honum, og sigldu þeir suður með allri Afríku, unz þeir tóku land í ármynni einu miklu; þessa á nefndi hann Kóngssonará, og er hún nokkrum mílum austur með suður- oddanum, fyrir austan Algóaflóa. Höfðu þeir þá ekki séð til lands um margar vikur, og undruðust það ekki lítið, að ströndin var tekin að beygjast þar til norðurs. Var þá auðsætt, að þeir voru kotnnir fyrir oddann. Díaz vildi nú halda áfram, livað sem það kostaði, en þá gerðu menn hans uppreisn, og kváðust ekki lengra fara; varð þá svo að vera. Hélt hann þá aftur vestur með landi, en hrepti þar ógurlega storma og illviðri. En úr þeirri ferð hitti hann fyrst odda þann, er lengst gengur suður á Af- ríku. Díaz nefndi höfða þenna Stormahöfða, því að hvergi þóttist hann hafa í krappara kom- ist fyrir ofviðrum. Síðan hélt hann heim og varð vel reiðfara. Pegar hann var að segja kon- ungi ferðasöguna, gat hann stórviðranna við höfðann, og svo rtafnsins; «neií, sagðijóhann konungur, »Qóðravonarhöfði skal hann heita, því nú er eg góðrar vonar um að ná sjóleið- inni til Indlands.» Höfðinn heldur enn þessu nafni (Capo da buona esperance), enn er nú oftast nefndur Kap. Þessi ferð Díazar varð fræg mjög, því að þá var það að fullu sýnt og sannað, að hinar eldri kenningar um Afríku og hitann þar syðra var bábiljur einar, og fundinn var vegur til þess að komast sjóleiðis til Ind- lands, svo að menn þurftu nú ekki Iengur að vera komir upp á náðir Genúumanna og Fen- eyinga með kryddvörur og annan varning frá Indlandi, eins og áður —ef það gæti nú tekist að komast þangað sjóleiðis austur yfir Ind- landshaf með góðu inóti. Jóhann konungur II. andaðist 1495, stuttu eftir að Díaz kom heirn úr þessari frægðarför. Eftir hann tók Manúel (eða Emanúel) sonur hans við konúngdómi, og tók hann þegar til úspiltra málanna að búa undir Indíaför, o'g gera alt sem bezt úr garði. En ekki varð sú ferð fullbúin fyr en 1497. Voru þá 4 skip búin til ferðar, og ekkert til sparað að gera þau sem bezt úr garði. Á skipunum voru 148 tnann's, en eitt þeirra var byrðingur, sem aðeins hafði vistir innanborðs, er til átti að taka, þegar þryti á hinutn skipunum. Þeir lögðu úr höfn 9. júlí 1497, og hafði forustu fyrir sjómaður og sjóforingi einn ágætur, Vascó da Gama að nafni. Hann fór tneð flota sinn alla leið suð- ur með Afríku, en lenti oft í stormum og haf- villum, og átti örðugt tneð sjómannalið sitt, því það var bæði óþægt og óeirið. En Vascó da Gama hafði manna bezt lag á að stjórna, og komst klakklaust suður fyrir Góðravonar- höfða 20. nóv. og svo þar austur með landi alt til Mósambík. Rar fann hann hvervetna fyr- ir talsverða mentun og allmikla verzlun; og voru landsbúar svartir og Múhamedstrúar. Pegar þeir komu suður hjá mynni Sambesi- fljótsins, reistu þeir þar stólpa með skjaldar- merki Portúgals. Lítið áttu þeir vinsældum að fagna í Mósambík, og héldu því en áfram til Melinde; það var blómleg borg, skamt fyrir sunnan Sansíbar, sem margir kannast við síð- an Stanley var á ferðalagi sínu. Par var ríki eitt auðugt, og tók konungurinn þar með hin- utn mestu virktum á móti Gama; þar í borg- inni var og kristinn trúarflokkur, ættaður frá Abessiníu, og tók hann þeim eigi síður, og brá þeim mjög við, því að áður höfðu svik og prettir setið um þá í hverjum kima, þar setn þeir komu að landi. Meðal annars lét konungurinn í Melinde þá fá áreiðanlegan fylgd- armann með sér, og kom liann þeim alla leið vestur fyrir Indlandshaf ti! Kalikút, á vestur- strönd Vestur-Indlands, á 33 dögum; eru það fullar 600 mílur vegar eða nærfelt 4500 kíló- metrar, og höfðu þá verið um 10 mánuði í sjó. Loksins var þá sjóleiðin fundin og farin til þessa margþráða lands. Peir skutu fagnaðar- skotum þegar þeir komu í landsýn, og settu svo bát í sjó út og reru til lands. Og þar þótti þeim margt nýtt að sjá. Par iðaði og 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.