Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Page 20
92
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
moraði alt af samgöngum og fjörugu viðskifta-
lífi, fólkið virtist auðugt og mentun og menn-
ing á háu stigi. Svertingi einn frá Túnis átti
þar heima, og var einskonar viðskiftaráðanaut-
. ur fyrir Norðurálfumenn og fleiri; gaf hann
þeim mörg góð ráð og leiðbeiningar, og urðu
þau þeim að miklu liði. Arabiskir kaupmenn,
sem þar voru og fyrir, tóku þeim með kost-
um og kynjum, og buðu þá velkomna til hins
auðugasta og sælasta lands á jörðunni.
Og það var Indland. Indland heita skagar
tveir, er ganga suður úr Asíu, og nefnast þeir
Vestur- og Austur-Indland, og allmargar eyj-
ar er þeim fylgja. Taka lönd þessi yfir fullar
140,000 fermílna (1,050,000 ferkilómetra), og
fólksfjöldi er þar yfir 300 miljónir manna, eða
um fimtungur alls mannkynsins. Himalayafjöll
lykja um Vestur-Indland að norðan, en fyrir
sunnan þau er sléttlendi mikið, og fellur fljót-
ið Ganges þar austur eftir og til hafs. Rað er
mikil á og fögur. Milli skaganna (Indlandanna)
er flói einn geysimikill, er nefnist Bengalabotn.
Sumstaðar er hálent mjög um skaga þessa, en
víðast hvar er loftslag mjög heitt, en sumstað-
ar fellur regn á vetrum; sumarhitinn er víðast
líttþolandi. Rað er eins og náttúran hafi ætlað
að sýna livað hún gæti í þessum löndum; af
dýrum eru þar fílar, nashyrningar, birnir, tígr-
ar, lépardar, hirtir, gasellur, kasimírgeitur, vís-
undar, apar, vampýrur, (einskonar blóðsugu-
leðurblökur), skjaldbökur, hestar og allskyns
alidýr, og svo mesti fjöldi eitraðra höggorma;
perluskeljar eru í sjó. Rá er þar ekki minna
af dýrindis kryddjurtum, pipar, engifer, kanel,-
bómull og indigógrasi! á eyjunum finst gull,
tin, eir og víða gimsteinar, bæði demantar,
roðasteinar og safírar. Indland er í fám orðum
eitt hið eðlisauðugasta land í heiminum, og af
því stafar svo fólksfjöldi og verzlun.
Fjöldi þjóða og þjóðflokka á heima í lönd-
um þessum, en helztir þeirra og langfjölmenn-
astir eru Hindúar; þeir eru ein hin lielzta menn-
ingarþjóð í heimi, og hafa haft sama stjórnar-
far, siðu og háttu um margar þúsundir ára.
Frá þeim hefir átrúnaður, menning og mentun
borizt til Evrópu, enda er tunga þeirra hin
forna móðir flestra mála í Norðurálfu; erfjöldi
orða í íslenzku þaðan komin til vorendurfyr-
ir löngu; hafa lærðir nienn rakið ætt vora alt
þangað austur, enda mun þar vagga mann-
kynsins hafa staðið í öndverðu. Hindúar skift-
ast í flokka eða stéttir, og hafa gert frá ómuna-
tíð, og eru Bramanar þeirra fremstir, þá eru
hermenn, þá kaupmenn og jarðyrkjumenn, og
síðastir iðnaðarmenn. Nú er stéttaskifting þessi
orðin harla þýðingarlítil. Hindúar eru flestir
Bramatrúar, en margir eru Múhamedstrúar þar
í landi, og dálítið af kristnum mönnum nú.
Englendingar hafa nú hin æðstu yfirráð yfir
Vestnr-Indlandi, og hafa þegar haft um lang-
an aldur, og rakað þar saman of fjár með
verzlun sinni.
Vascó da Gama kom þar að landi 19.
marz 1498 eins og áður er sagt. Regar þeir
komu, gláptu hvorir á aðra, þeir og lands-
búar, því báðir sáu þar miklar nýjungar. Ind-
verjar höfðu aldrei áður séð skip Norðurálfu-
manna, og þóttu þau mikið furðuverk, en Portú-
galsmenn höfðu aldrei séð neitt er jafnaðist á
við hallir og húsagerð landsmanna. Landsmenn
reru fljótlega út til þeirra; tók da Garr.a þeim
ágætlega og keypti fisk af þeim. Liði da Gama
hafði fækkað allmikið á leiðinni, mest af skyr-
bjúgi og sóttum þeim, er tíðar eru í hitabelt-
inu, einkum á útlendingum. Var því djarfræði
mikið, að fara þar á land við fáa menn, og
það á þeim stað, er fólksfjöldinn var mikill,
og enginn vissi, hvort vinum eða óvinum væri
að mæta. Fyrir landinu ölluað vestan var keis-
ari einn voldugur eða perúmal, semhétTamú-
tiri-radsja; en hann var ekki svo hættulegur,
sem ætla mætti, því hann hafði lítil önnur
völd en þau, sem hermannastéttin lét honum
í té, enda var þar agasamt í landi og lands-
menn ósamhentir mjög. En þó að ekki væri
þaðan mikilli hættu að kvíða, mátti búast við
illu af Aröbum; þeir sátu þar fyrir allri utan-
ríkisverzlun, og litu því illum augum til allra
þeirra, er runnu á sama vaðið. Litu þeir þegar
illum augum til Portúgalsmanna, þegar þeir