Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Page 23
KVÆÐI.
05
ekki nema 5000 manná, og var það lið bæði
ótrútt og illa búið. Varð því Pereira mest að
treysta á hreysti sinna manna og herkænsku
sína, enda bjargaði honum þar herkænska hans
og snarræði. Keisarinn sat sex mánuði um kast-
alann, en gat engu áorkað, og varð frá að
liverfa svo búinn, og hafði þessi herferð kost-
að hann 18þúsundir manna. Varð Pereira fræg-
ur mjög af vörn sinni, og vartekið með mikl-
um fögnuði í Lissabon, þegar heim kom. Pað
átti hann líka skilið, því að hann var drengnr
hinn bezti. Seinna varð hann landstjóri á Gu-
ineu, en varð rægður saklaus, og fluttur heim
í böndum. Pegar sakleysi hans sannaðist, var
hann látinn laus, en fékk enga uppreist og dó
í fátækt.
(Framh.)
Vorkvöld við sjóinn.
(Kveðið við burtsiglingu vesturfara fyrir
nokkruni árurn.)
Sólin vekur sunnanblæinn,
sendir Ijós og yl í bæinn.
Inni í dölum, út við sæinn
yrkja fuglar sumarljóð,
flytja lindir unaðsóð.
Hulin moldu frjógvast fræin,
fagna sólarljóma
lifnnð blómin leyst úr vetrardróma.
Vorið kallar alt til anna,
ungar brumi hríslan granna,
áin flutti feldi hranna
frain á bláan ránargeim,
nú veit enginn neitt af þeim.
Rósir gróa í förum fanna,
fríkka himintjöldin.
Hefir vonin liæztu ráð og völdin.
Lindin harða klýfur klettinn,
kvikar létt um græna blettinn;
kreppir ekki kuldi grettinn
klakabandið hen.ii að,
sunnanblærinn þýddi það,
síðan á hann einkaréttinn
allra hennar ljóða,
ber hann þau og birtir meðal þjóða.
Við það kvæði lifnar lundin
læknast ótal sorgarundin.
Nú er horfin hríðarstundin,
heljarfrost og vetrartíð;
eygló vermir árla og síð.
Glitra vogar, glampa sundin,
glóir allur flóinn.
Finst þér ekki fagurt út við sjóinn?
Fjörugt er á fiskimiðum,
fjölga dýr í grænum iðum,
bylta sér á baki ogdiliðum;
brölta um flóan síldarvöð
út að sjónar yztu stöð.
Eftir sínu. eðli og siðum
allar skepnur búa.
Sjáðu, maður, sælan fuglagrúa!
Sjáðu, ntaður, skipið skríða,
skjóta mökk í loftið blíða,
flytja með sér fjölda lýða,
fóstra kæra! börnin þín.
Er það ekki sorgleg sýn?
Pau, sem ekki þora að siríða,
þér til vegs að hrinda;
láta sig með lognum sögum blinda.
Mist hafa helgan hetjudreyra
hreina ást til þín og fleira,
þeir sem heima ekki eira
ætla nú að flytja sig,
flýja brott og forðast þig.
Fegurð þína met eg meira
móðurjörðin góða,
heldur en landið hundrað flóttaþjóé
Pá, sem á þig augum renna
engrar minstu sorgar kenna,