Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Side 24
96
NÝJAR KVÖLDÖKUR.
þó að sjái sjóinn spenna
síðsta tindinn hægt og seint,
sálarlausa held eg hreint.
Þó mig ætti á eldi brenna
ekki skifti eg högum.
við það fólk, sem flýr á þessum dögum.
*
* *
Sit eg einn og sé frá landi
sólu hyljast skýjabandi;
aftangeisiar óteljandi
ennþá roða fjöllin þín,
elsku fagra eyjan mín.
Út að blásnum ægisandi
ómar Ijúfur niður,
ofan af heiðum álfasöngvakliður.
/ón Guðmundsson.
Nýr réttur.
Ágúst sterki Pólverjakonungur hafði ágæt-
an matreiðslumann, er ætíð bjó til fyrirtaks
Ijúffengan mat. En því betri sem maturinn var,
því vandfýsnari var kóngur og heimtaði stöð-
ugt nýja og betri rétti. Einhvern dag lét hann
kalla matreiðslumanninn fyrir sig og sagði:
Réttirnir þínir eru í rauninni ávalt þeir sömu,
en eg vil fá eitthvað nýtt — eitthvað, sem eng-
inn hefir bragðað fyr — heyrirðu það ? Farðu
nú og búðu til rétt, sem hvorki eg eða nokk-
ur annar hefir bragðað áður. —-Matreiðslumað-
urinn gekk burt vandræðalegur og forviða yfir
þessari einkennilegu skipan. I forsalnum varð
honum litið á reiðhanzka, sem kóngur átti, og
honum datt nokkuð skrítið í hug. Hann þreif
hanzkann og fór með hann inn í eldhúsið. Rar
var sprettupp öllum saumunum á honum, þræð-
irnir teknir burtu, skinnið þvegið og saxað
sundur örsmátt, kryddað með olíu, pipar, salti
og öðrum sterkum kryddtegundum. Loks var
hanzkinn bakaður, helt yfir hann Ijúffengri sósu
og hann svo borinn kónginum. Þjónninn átti
að segja, að konungurinn væri sá fyrsti meða!
dauðlegra manna, er bragðaði þenna nýja rétt.
Konungurinn borðaði af réttinum og líkaði
hann vel; gerði svo orð eftir matreiðslumann-
inum.
«Pað var góður réttur, sem þú lézt færa
mér, það er langt síðan eg hefi bragðað jafn-
góðan mat. Pú verður að láta hann koma á
borðið þegar gestir koma til mín. Hvað var
það nú eiginlega, sem eg borðaði?» — Pað
komu vöflur á matreiðslumanninn, hann vildi
ógjarnan segja hvað það var, en kóngur heimt-
aði að fá að vita, úr hvaða efnum rétturinn
var búin til, svo hann varð loks að segja alt
eins og var. .
í fyrstu var konungur bæði steinhissa og
reiður, en það stóð ekki Iengi. Hann klappaði
á öxlina á matreiðslumanninum og sagði : »Peg-
ar eg næst gef þér svona fyrirskipan og þú
hlýðir eins og í dag, þá láttu mig að minsta
kosti vita, úr hverju þú býrð til þennan ó-
mögulega rétt, sem eg heimta, — annars gæti
farið svo, að eg einhvern góðan veðurdag
borðaði sólana undir stígvélunum mínum.«
**ifé*
TIL NÝRRA KVÖLDVAKA.
Girnist fanna grundardrótt
góðs um ranna hlýju,
ykkar kanna kostagnótt
Kvöldvakanna Nýju.
Ykkur þegar eg fæ sjá,
élin trega skána
skilningsvegum skímar á,
ský frá dregur mána.
\
Ykkur prýða á ýmsan hátt
andans smíði fögur,
fræða Iýð og lífga dátt
ljóðin fríð og sögur.
Út svo græðist andans svið
er til gæða vísar.
lifið bæði og blómgist við
brjóstin fræðadísar.
Jón Porvaldsson.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.