Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Side 3

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Side 3
BJARGVÆTTUR. 243 inleg, þar sem maður sér ekki svo mikið sem manneskju, hvað þá heldur annað.« »Nú — en það býr hér fólk.« »Ja svei, bændur — og ekkert nema bænd- ur — enginn almennilegur maður.« »En ferðapiltarnir, sem við sáum — það voru jllra glaðlegustu menn, báru blóm í hött- unum og sungu gamanvísur.» Þjónustumærin ypti fyrirlitlega mjóu öxl- unum — »og voru ógreiddir og illa þvegnir.« sReir hafa áreiðanlega þvegið sér og greitt sér í morgun eins og við — en þegar mað- ur á að vera á ferð gangandi í öðru einsryki« — hún tók fram í fyrir sér: »En líttu á, eg held þarna kómi einn.« »Eg vona að ungfrúin fari ekki að horfa eftir þessum rudda.» »Nei hann sefur — líttu bara á — það er gaman — hann sefur á götubakkanum og hallar höfðinu upp að trjárót — og böggull- inn hans liggur hjá honum.» Hún klappaði saman lófunum. «Svona hefði eg einhvern- h'ma gaman af að sofa.« »Ungfrúin lætur sér þóknast að gera að gamni sinu.« Estella hló altaf, meðán vagninn agðaðist hægt upp í móti brekkunum, og þokaðist svo nær og nær sofandi manninum. En svo varð hún alvarleg alt f einu. »Aumingja maðurinn — lítu bara á, Fríða — hann er svo fölur, ekki eins og hinir — hann er líklega hungraður.« »Hvað kemur okkur það við? Eg held hann geti sníkt sér eitthvað út, þegar hann kemur til bæja.« »Heldurðu það? En hann er ekkert líkur *yr,r að vilja það, hann hefir ekki þann svip. Það skyldi nú vera kóngsson í álögum!« Þjónustumærin hló háðslega. í Reir eru nú ekki til.« »Ekki það? En því er þá verið altaf að segja okkur börnunum frá þeim?« »Ef ungfrúin hefir gaman af að ímynda sér— « Estella virti ekki þjónustumeyna þess að að heyra hvað hún sagði, hún var sokkin nið- ur í að horfa á sofandi manninn. Pær voru rétt komnar að honum. Hann hafði dálítinn dökkan kamp á efri vör, var vel og liðlega vaxinn, snoturlega búinn, og svipurinn var hreinn og góðmannlegur nið- ur undan rykugum hattinum—þetta leizt henni alt heldur vel á. »Nei, en hvað þessi maður getur verið lag- legur — hr. ökumaður, víkið þér ögn til hlið- ar, þér kunnið annars að koma við hann. Skyldum við ekki eiga að vekja hann, Fríða? Það gæti vel gengið eitthvað — Guð hjálpi okkur,« æpti hún upp, »hvað er þetta?« Pá loksins hreifðist þjónustumærin upp úr drembnisdvalanum og leit upp í fáti. Ökumað- urinn kipti í taumana fölur og titrandi, »Guð minn og frelsari,* veinaði þjónustu- mærin. »F*að er úti um okkur.« »Stanzið þér og þokið yður aftur á bak,« kallaði Estella til ökumannsins, »hestarnir þarna efra hafa fælzt.« »Stökkvið þér strax út úr vagninum,« svar- að ökumaðurinn í snatri, »það er enginn tími til að snúa við eða víkja úr vegi — stökkvið út — það er eina hjálpin.« Þjóuustumærin lét ekki segja sér það tvisvar, en henti sér óðara út úr vagninum, hálfærð af hræðsluofboði. Hún skipti sér ekkert um lafði sína, heldur svifti upp vagndyrunum, henti sér ofan á veginn og þaut út í skóginn; þar faldi hún sig á bak við bækitré. Ökumaðurinn vatt sér líka skjótt ofan úr kerrustólnum, en Estella hikaði við að stökkva út og horfði eins og agndofa fram á veginn framundan sér. Tveir stórir, bráðvitlausir, froðustokknir hest- ar komu ganandi eftir veginum með stóran flutningsvagn á eftir sér; í vagninum skröltu tunnur og pokar, en sumt hafði slitið böndin og kastast úr honum um veginn. Blástur og ó- læti hestanna voru komin rétt að þeim. Pað var auðséð að hemlar vagnsins höfðu bilað, og vagninn runnið aftan á hestn.nt og komið að þeim fælni. Og þeir þ .^st með ofsahraða ofan veginn undan breki 31*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.