Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 4
244 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og byltu öllu niður, sem fyrir þeim varð. Langt á eftir vagninum kom ökumaðurinn, másandi og blóðugur, og hafði enga von um að ná í hestana, hvað mikið sem hann herti sig að hlaupa. En Estella gætti nú ekki framar hættunnar sem yfir henni vofði. Hún horfði með skelf- ingu á manninn, sem svaf og vaknaði ekki, þrátt fyir skröltið og hávaðann. »Guð minn góður — aumingja pilturinn — Hjálpið, hjálpið þér honum. Hestarnir troða hann í sundur.« Ökumaðurinn skildi hana ekki, en horfði í þá áttina, sem þjónustumærin hafði farið í. Og svo þaut hann sjálfur út í skóginn, þegar hann sá enga frelsisvon, til þess að bjarga sjálfum sér, en skeytti hvorki um stúlkuna né vagninn. Fælnu hestarnir voru komnir rétt að, og stefndu beint á tréð, sem pilturinn svaf undir. Á þeim stofni hlaut alt að fara í spón, vagn- inn fara yfir fæturnar á honum, eða ef til vill ofar yfir líkama hans, ef hestarnir yrðu ekki áður búnir að troða hann í sundur. Þetta flaug alt saman eins og elding í gegn- um huga Estellu. Hún mátti ekki láta hann deyja, þenna aumingja mann, sem ekki átti sér neins ills von. Hún þaut upp eins og örskot, henti sig út yfir vagnlokuna, því æsingin var svo mikil í henni, að hún gaf sér ekki tíma til að opna hana, og þaut til sofandi mannins. Það mátti ekki seinna vera. Hestarnir áttu ekki eftir nema fáein skref að manninum. En hún fékk einhverja heljarkrafta af fátinu sem á hana var komið — hún rak upp hátt hljóð og bylti manninum ofan í skurðinn, sem var meðfram veginum. En um leið misti hún jafn- vægið og botnveltist ofan á hann. Og það mátti ekki seinna vera, því að í sömu andránni þutu hestarnir með vagninn yfir blettinn, þar sem maðurinn hafði legið. Hestarnir smugu aðeins fram hjá trénu, vagninn rakst á það og brotnaði í sundur í þúsund mola. Hestarnir stöðvuðust þegar másandi, titrandi, Froðustokknir, er þeirflosuðust við vagninn, en brotin úr honum fuku út yfir skurðinn, en meiddu þau þó ekki, er í skurðinum lágu. Estella féll fyrst í hálfgert ómegin, en náðí sér þó skjótt og kafroðnaði, þegar hún sá, að hún lá þar í moldinni í þurrum skurðbotnin- um rétt við hliðina á alókunnugum manni. Hún fór að reyna að laga um sig fötin í ein- hverju ofboði — þá leit maðurinn loks upp ringlaður og hálfrutlaður bæði af fah nu og svefninum og horfði í kring um sig. »Móðir mín,« sagði hann og varirnar titr- uðu, »móðir mín« og hann strauk ennið eins og til að átta sig, »mig dreymdi svo hræðilega illa, dauðinn — var--------.« Þrátt fyrir hættuna sem hún hafði verið í, gat Estella ekki gert að sér, nema skellihlæja. Var það ekki í meira lagi skrítið, að iðnaðar- sveinn þessi skyldi halda að hún væri móðir sín. Við þennan hlátur var eins og rutlið á pitlinum færi heldur vaxandi. »Það er ekki móðir mín — ert það þú — Lísa» — sorg og angist kom fram í svip hans, og hann lyfti upp höndunum, eins og til að banda einhverju frá sér — «mér hefir þótt eins vænt um þig eins og góðum bróður sæmir — en eg kann- ast ekki við þig lengur — eg vil ekkert hafa saman við þig að sælda eða skömm þína — þú — þú ein ert orsök í dauða föður okkar — þvílík skömm.» Estella skildi ekkert í þessum ruglingslegu orðum og hristi höfuðið forviða. En svo réðst hún í leggja litlu, snjóhvítu hendina sína á sólbrent enni hans. »Reynið þér að komast til sjálfs yðar. Það er hvorki móðir yðar né systir — þér eruð staddur — — Rök hlýjan af þessari litlu hendi flaug eins og lífvekjandi rafmagnsneisti gegnum líkama hans. Hann glenti upp bláu augun eins og í hræðslufáti. »Hvar er eg — hver eruð þér?« »Góð dís, sem hefir leyft sér að frelsa yð- ur frá dauða,« sagði Estella brosandi og horfði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.