Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 5

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 5
BJARGVÆTTUR. 245 djarft óg einarðlega inn í raunarlegu, fögru og hlýju augun ferðapiltsins. «Lítið þér á þarna. Þetta hefði altsaman vaðið yfir yður, meðan þér sváfuð undir trénu, ef eg hefði ekki bylt yður ofan í skurðinn á síðustu stundu.* Nú áttaði piturinn sig á öllu samari. Já — hann hafði séð það altsaman — alla þessa skelfingu — hann vissi ekki hvort það var í draumi eða ekki — eða það hafði verið í því augnabliki, sem hann opnaði augun. Rað gat hann ekki séð eða vitað með vissu. En eitt var vist: Ressi glæsilega, unga kona, sem hann hefði annars valla þorað að líta upp á, hafði bjargað lifi hans — og það fanst hon- um gegna slfkri furðu, að honum vöknaði um augun. Og um leið og hann stamaði fram þakkarorðum sínum í hálfum hljóðum, fór hann á knén og greip þessa snjóhvítu hönd, sem honum fanst eins og brothætt gler, og þrýsti á hana heitum kossi. «1 guðs bænum, hvað eruð þér að gera — f*að á ekki við,« sagði Estella alt í einu, enda þótt hún hefðj tekið handkossinum sem snögg- vast og fallið vel við áhrifin af honum. «Fríða og'ökumaðurinn koma — menn sjá til okkar.« Og í sömu svifum typti á höfuðin á þeim báðum yfir vegarbakkann, og voru bæði eun föl af hræðslu. Um leið náði líka hinn öku- nraðurinn másandi til þeirra. En þegar ferðasveinninn ætlaði að standa upp, brugðust honum kraftarnir. Rað fór fyr- ir honum eins og þeim, sem hafa verið í óg- urlegum háska og sloppið úr honum— hræðsl- an og magnleysið grípur þá á eftir. Hann gat ekki staðið upp, og hann hefði hnígið út- af hefði ekki Estella tekið eftir magnleysi hans og stutt hann við, annars hefði hann hnigið útaf. »Guð sé lof að þér hafið sloppið ómeidd- ar,« sagði þjónustumærin með uppgerðar fögn- uði. »Og vagninn okkar er líka óbrotinn og ó- skemdur, lof sé guði,« sagði ökumaðurinn. ^Þér getið undireins stígið inn í liann, náð- uga ungfrú.« Estella gaut hálfgerðu fyrirlitningarhornauga til þeirra beggja, því að af öllum ókostum mannanna fyrirleit hún bleyðiskap mest af öllu. «F*ér hafið þó ekki meitt yður við það að detta ofan í skurðinn?* sagði hún við iðnað- arsveininn, sem reikaði við og gat varla hald- .ið sér uppi. «Nei, ekki held eg— eg held það líði frá. — Hræðslan — gleðin — og svo — — eg var alveg dauðuppgefinn, þegar eg settist nið- ur undir trénu.« »Og þessvegna sváfuð þér svo fast, að eg held þér hefðuð ekki vaknað, þó sjálfur dóms- dagur hefði dunið yfir.« *Vel hefði það getað orðið, hefðuð þér ekki —7« »En ungfrú,« tók þjónustumærin fram í fyrir honum, »farið þér nú að koma. Pessi strákur hefir þó líklega ekki stygt yðar —« »Eg hef bjargað honum frá bráðum bana.» »F*að er nú víst fallega gert — en það er nú kominn tími til þess að komast af stað.« »Ekkert liggur á, Fríða — prinsinn hefur ráð á að bíða, en þessi vesalingsmaður-------« Pilturinn sneri hattinum sínum vandræða- lega á milli handa sér: »En eg get þó ekki—« »Haldið áfrarn svona hungraður, eins og þér eruð, eigið þér við ? Við höfum nóg nesti með okkur í vagninum, vín og steik og egg. Eg er sjálf södd. Pér megið borða það altsam- an. Viljið þér það?» »Náðuga ungfrú--------« »Nú nú — hvað er nú?« »Eg fyrirverð mig svo fyrir — —« »Fyrir hvað þá? Eruð þér ekki maður eins og við?« »En í þessum fötum og við hliðina á yður!« »Fötin skapa mennina, segir málshátturinn. En ef þér væruð vel búinn, þá munduð þér vera. sannur snyrtimaður — svona nokkurnveg- inn eins og eg hugsa mér prinsinn.« »En ungfrú góð,« sagði þá þjónustumærin, »þér ætlið þó vænti eg ekki að fara að láta þennan dóna, eins og hann er skitinn-------« Bláu, þíðu augun í Estellu köstuðu glampa

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.