Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Qupperneq 6
246 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. yfir andlit hennar — en alt í einu sindruðu þau af brennandi reiði: »Eg geri það sem mér sýnist. Og ef þér líkar það ekki, Friða, þá er þér velkomið að snúa heim aftur til mömmu. Eg þarf þín ekki með; eg get séð um mig sjálf. Þessi ungi maður getur hjalpað mér ef eg þarf — að minsta kosti eins vel og þú.« Rjónustumærin varð eins og henni hefði verið réttur snoppungur. Hún þorði ekkert að segja, en tönglaði eitthvað um vitleysisdutlunga í eftirlætisstelpum og um flækingsdóna. »Nú ætla eg aðfara,« sagði pilturinn; hon- um fanst að sér vera að verða ofaukið. »En þér getið ekki almennilega staðið — þér komist ekki lengra. Hafið þér annars borð- að nokkuð í dag?« »Já, eg borðaði snemma í morgun.« »Snemma í morgunl* Estella skelti saman lófunum af undrun. »Nú það eru átta stundir síðan.« »Líklega vel tíu,« svaraði pilturinn rauna- lega og brosti við, »Því að eg fór af stað með sólaruppkomu.* »Og þér eruð enn með fullu fjöri. En kom- ið þér nú. Það er nóg rúm í vagninum okkar. Rér verðið að fara með okkur í vagninum fyrst þér getið ekki gengið. En hvert eruð þér annars eiginlega að fara?« »Til Greiffenthal — og þarf að ná þangað í dag. Lengra er ekki ferðinni heitið.« »Pað fellur ágætlega saman, við erum líka á Ieið þangað.« Aldrei hafði Estella fundið til annarar eins gleði á æfi sinni, eins og þegar pilturinn var að borða af nestinu hennar þarna í vagninum hjá henni. Hún leysti upp einn böggulinn eftir annan og altaf kom hún með eitthvert nýtt hnossgæti, og þegar hún horfði svo inn í hálf- * feimin, sultarleg augu hins hungraða manns, þá hló hún svo hlýtt og hjartanlega, að það var nú sitthvað. Nei, en hvað hann hafði góða matarlyst. Aldei hafði hún séð mann borða með eins góðri matarlyst — aldrei hafði hún séð, að nokkrum manni þætti verulega gott að fá að borða fyr en nú. Bara að hún hefði eins góða matarlyst. En til þess þurfti mann að skera innan af sulti — og það þóttist hún vita að mundi vera sárt. Hún horfði glöðum augum á hann og allar hreifingar hans, og þegar lystin var farin að dvína, gerði hún sér það til gamans, að skera hvern bita handa honum og rétta honum hann, eins og þegar verið er að fóðra fugla, vilta fugla, sem nýbúið er að veiða og loka inni í gyltu grindabúri. Regar hann var orðinn sadd- ur og þáði ekki meira, rétti hún honum flösku af ágætu rauðavíni, og bað hann að halda á henni, á meðan hún væri að leita að staupi. En þegar hún var búin að finna það, hafði hann þegar sett flöskuna á munn sér og tæmt hana ofan til miðs. Þá rak hún aftur upp skæran hlátur, og um leið og hún rétti honum staupið, fann hann hvað honum hafði orðið á, og vöknaði um augu af sneipu og mælti: »Þér hafið ástæðu til að hlæja að mér, náðuga hungfrú, þér megið gera alt við mig — alt sem þér viljið.* , »Þá brá þunnum roða yfir vanga Estellu, og hún mælti hálfstamandi: »Þér megið ekki styggjast—• eg meinti það ekki svo.« Þjónustumeynni leið ekkert vel á meðan á þessu stóð. Það var talsvert í fangið þar upp veginn, svo að ökumaðurinn fór ofan úr öku- sætinu og gekk með hestunum. Fríða notaði sér færið og fór líka ofan, til þess að hlífa aumingja hestunum, en aðalerindið var þó hitt, að spjalla við ökumanninn, því að hann var laglegur piltur. Estellu þótti ekkert að því. Það var engin þörf á því að þau hjúin, sem gengu samhliða hestunum upp sneiðingana, heyrðu það, sem hún ætlaði að tala við skjólstæðing sinn. »Er langt síðan þér lögðuð af stað í þessa ferð ?« »FJórir dagar. Eg hefi nú unnið í tvö ár hjá sama meistara, og hefði verið kyr áfram hjá honum, hefði ekki —«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.