Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 7
BJARGVÆTTUR. 247 »Pér eruð við trésmíðar.* »Pví ímyndið þér yður það— ?« »Mér datt það svona í hug — það er svo þokkaleg vinna. Ef eg þyrfti að vinna, vildi eg helzt fást við trésmíði.® íRví miður er eg ekkert annað en skr'ín- smiður,* svaraði pilturinn. Honum leið nú orð- ið vel; hann var saddur, og tók nú að verða glaður í skapi. »En hreinleg er hún, sú vinna.« »Skrínsmiður, — já það er góð iðn — mér er helzt ekki um skóarana— skal eg segja yð- ur — það gérir bikið.« Skrínsmiðurinn gat ekki stilt sig um að hlæia upphátt. Sá hlátur féll Estellu vel í geð. »Þetta hefði eg ekki getað ímyndað mér.« »Hvað þá?« spurði hann undrandi, »Að þér gætuð hlegið svona dátt — Pér eruð svo alvarlegur á svipinn.« »Nú mér var heldur ekki hlátur í hug, ef þér hefðuð ekki — « hann stanzaði, því að hann var hræddur um, að hann segði eitthvað ósæmilegt, »en eg var nú kátur piltur hérna á árunum —en þegar þetta kemur fyrir mann —« »Eins og þetta með vagninn eða hvað?« Honum lá við að hlæja aftur. »Nei, jrað var nú minst vert. Og það hefði nú ekki ver- ið stór skaði með mig — en það var um hana systur mína, og dauðinn er betri enskömmin.« »Hvað eruð þér að segja?* sagði Estella tneð mestu forvitni, og færði sig nær honum; »heyrið þér, áðan, áður en þér voruð orðinn ^•mennilega með sjálfum yður, voruð þér að tala um einhverja systur.« »Gerði eg það?« sagði hann og hrökk við. »Já, og um móður yðar.« »Ó, aumingja móðir mín — því trúi eg vel. Eg hef ekki hugsað um annað í marga daga en hana. Faðir minn er dáinn, móðir mín er gömul og liggur sjúk — og þó er það rauna- 'egast með hana systur mína.« Estella viknaði við. Hún hafði aldrei heyrt talað um nein bágindi fyr en nú. Hún vissi ekkert hverju hún ætti að svara. »Já, nú man eg það. Mig dreymdi áðan óttalegan draum, rétt áður en þér komuð. Eg sá hana móður mína — hún beið og beið eft- ir mér — en á milli okkar var eitthvert skelfi- legt djúp — og eg komst ekki yfir það. Hún breiddi faðminn á móti mér og seildist til mín — svo hneig hún niður eins og hún væri að deyja.« »Guð mínn góður, það er ljótur draumur.* »Svo reyndi eg að stökkva yfir um, og sá í djúpinu — « »Hvað sáuð þér þar?« »Systur mína föla og dauða, niðri í kol- svörtu hyldýpinu. En rétt í þessu heyrði eg rödd yðar, náðuga ungfrú, og vaknaði.« Estella titraði við eins og einhver ískaldur gustur úr einhverju undirdjúpi hefði blásið á hana. »Nú er þá systir yðar dáin?« »Miklu verra en það — hún er — hún er ofurseld skömminni.« »Skömminni? Hvað eigið þér við? Hún hefur þó ekki stolið ?« Nú lenti skrínsmiðurinn í verulegum vand- ræðum í tyrsta sinn á æfinni. Hann stokkroðn- aði og mælti hikandi: »Eg get ekki almenni- lega sagt yður frá því, eins og.það er—« og hann horfði á hana, eins og hann vildi fyrir hvern mun varast að særa sakleysi hennar. Hann fann að þetta göfgara fólk hlaut að vera öðruvísi gert en almenningur. Og hann bætti við í einhverju ráðaleysi: »Stolið hefur hún ekki, en annar maður hefur stolið því frá henni, sem ekki verður bætt aftur — og enginn get- ur bætt, og er meira vert en gull og silfur.« »Annar maður? En það verður þá ekki talið henni til foráttu.« »Henni og engum öðrum,« sagði pilturinn reiðulega, ‘*heiðvirð stúlka lætur ekki leiða sig í gönur. Reyndar var hann bæði ríkur og glæsi- legur, einn af hirðliðsþjónunum, og staðlofaði því að eiga hana, — en hún hefði ekki átt að trúa honum.< [Niðurlag.]

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.