Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 8
248 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. AÐ ALS B LÓÐ. Saga eftir Herbert Frey. XIII. Það vakti raunar ekki alllitla eftirtekt, að Langenberg fór úr landi svo snögglega. Öll- um kom saman um það, að það væri ieitt að missa svo góðan og áhugasaman mann úr landi, jafnvel þótt það væri ekki nema um lít- inn tíma. Greifinn varð mjög hryggur, er hann vissi að Langenberg ætlaði til Ameríku. Hann varð alveg óhuggandi, þegar hann sagði honum það, og bað hann grátandi að vera kyrran. En Langenberg vildi ekki hætta við fyrirætlun sína. F*á talaði greifinn við dóttur sína. »Elsa,« mælti hann, »getur þú ekki fengið Ríkarð til þess að vera kyrran? hann má ekki yfirgefa okkur. Biddu hann svo vel sem þú getur að hætta við förinah Hún vissi að hún þurfti ekki að segja nema eitt orð til þess að fá hann til að hætta við að íara, en hún gat ekki sagt það orð. Sorg föður hennar hafði samt mikil áhrif á hana og hún fór að hugsa meira um Langen- berg en áður. Loks var alt undirbúið til ferðarinnar, og næsta morgun fór Langenberg inn í herbergi konu sinnar til að kveðja hana. »Eg kem til að kveðja yður, Elsa,* mælti hann. Hún leit á hann undrandi og nærri því hrædd. »ÆtIið þér að fara í dag, núna strax? Eg hélt að þér færuð ekki svona fljótt.« »Eg má til að fara nú þegar,* mælti hann, »en hugur minn og hjarta verður samt hjá yður, Elsa, og það er einlæg ósk mín, að guð vilji vaka hjá yður og vera með yður alla tíma.« Hún rétti honum höndina þegjandi. Á þessu augnabliki kendi hún meiri samúðar með hon- um en nokkru sinni áður. »Elsa,« sagði hann klökkur, »nú lít eg í augu yðar í síðasta sinn, þar sem eg hefi leitað gæfu minnar alt til þessa dags. Eg ætla að gleyma fyrirlitningu yðar fyrir mér og óska yður alls hins bezta af heilum hug, er eg kveð yður — hið horfna takmark ástar minnar— eig- inkona mín, sem eg hefi tilbeðið! Kyssið mig nú einusinni — aðeins einusinni! Þetta er hin þungbærasta stund sem eg hefi lifað — viljið þér kyssa mig, Elsa?« Hún sneri sér upp til hans, og mjúka hár- ið hennar straukst við vanga hans, og varir þeirra mættust. — f*á sá hún að hann varð alt í einu náfölur, og svo rak hann upp lágt hljóð og stökk út úr herberginu. Hún var ein eftir í herberginu. Æðarnar í gagnaugunum þrútnuðu og hún kendi einkenni- legs óróleika. Nokkrum dögum síðar kom lítill blaðstrangi til hennar. Hún þekti skrift Langenbergs utan á honum og opnaði hann undireins. Augu hennar fyltust af tárum. Pað var gjafabréf, þar sem hann gaf henni nær þvf allar eigur sínar. Hann hafði aðeins lítinn hluta eftir handa sjálfum sér, en hún átti líka að erfa það þeg- ar hanti dæi. Hún var orðin eigandi að öllum auðæfum hans. Rað var auðséð að hann ætl- aðist til, að hún gæti fengið gjaforð sem henni sómdi, þegar hann væri úr sögunni, sem hann vonaði að ekki mundi lengi að bíða. En að vísu stóð ekkert um það í bréfinu. Elsa viknaði. Hvernig gat hún nú haldið því fram, eftir að hún var búin að þekkja svo óeigingjarna ást, að göfuglyndi væri ekki til nema hjá tiginbornum mönnum! Var hægt að finna nokkurn mann eins göfuglyndan og hann! Hversu mikið hafði hapn ekki gert af ást til hennar! Hatin hafði frelsað Bornfeldsættina frá vansæmd og niðurlægingu, og ef til vill bjargað lífi föður hennar; hann hafði veitt

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.