Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 9

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 9
AÐALSBLÓÐ. 249 henni og föður hennar alla þá hjálp, sem hann hefði getað, og nú hafði hann fullkomnað vel- gerðir sínar með því að gefa henni aleigu sína. Skyldi nokkur maður nokkurntíma hafa elskað stúlku jafnbeitt I Hann — alþýðumaðurinn! Hún roðnaði við að hugsa til þess, hve oft hún hafði valið honum það orð. Þó að hún væri drambsöm, þá var hún þó of göfuglynd til þess, að geta ekki kannat við, hve það bæri vott um göf- ugan hugsunarhátt að breyta eins og hann hafði gert. Nú var hann farinn frá henni. Hún óskaði innilega að hún gæti séð hann ennþá einu- sinni, svo að hún gæti rétt honum hendina og viðurkent, að hún hefði sannfærst um það, að það væri til önnur æðri göfgi en aðals- göfgi, sem menn hlytu ósjálfrátt við fæðinguna. En nú var það of seint. Hún sýndi föður sínum gjafabréfið. Harm las það og mælti síðan hryggur í huga: »Mér geðjast ekki að því, Elsa; það er eins og hann ætli sér ekki að koma aftur. Eg er orðinn gamall maður og hefi fengið mikla reynslu í Iífinu, en það segi eg þér satt, elsku barnið mitt, að eg hefi aldrei þekt jafngöfug- lyndan nrann og manninn þinn.« ''Eg held þú segir það satt,« sagði Elsa lágt. Elsa fann ekki lengur til neinnar lítilsvirð- ingar á manni sínum, því að nú vissi hún að hann stóð henni sjálfri framar að flestu leyti, Nú var hann kominn burt. Herbergin hans voru auð; það var fátt á Lindeborg sem minti á þann mann, sem hafði frelsað höfuðbólið frá því að ganga úr Bornfeldsættinni og lenda í höndum ókunnugra manna. En minning hans lifði í hjörtum þeirra, sem hann hafði gert svo mikið gott. Elsa sá nú hve allir höfðu haft mikið álit á manni hennar og virt hann mikils — — —. Langenberg skrifaði greifanum við og við, en Elsu sjaldnar; en ef hann skrifaði henni, bá var æfinlega sem hann væri að afsaka það fyir henni að liann væri enn á lífi. — Hún saknaði hans. Hún saknaði umhyggju hans og hollustu, og hiýlega augnatillitsins. Pegar hún fór út, var engínn með henni til þess að hjálpa henni og sjá um hana, og enginn til þess að sinna dutlungum hennar. Hún saknaði hinnar óþreytandi ástar hans og umönnunar, jafnvel þótt hún vildi ekki viður- kenna það fyrir sjálfri sér. Faðir hennar saknaði hans lika innilega, og það hafði mikil áhrif á hana. Hann hafði oft áður sagt við hana í gamni, að Langen- berg væri hægri hönd sín. Nú saknaði hann hans við alt, ekki sízt til þess að hafa umsjón með hinum miklu jarðeignum, sem Langen- berg hafði stjórnað svo frábærlega vel. Elsu varð þetta smámsaman vel Ijóst. Hún saknaði hans nú miklu meira en hún hafði lítils- virt hann áður. En það var um seinan — því var miður! Tárin komu fram í augun á henni, þegar hún hugsaði um hann. Hún, sem var dramb- sömust allra kvenna, grét yfir því að hafa mist þennan almúgamann, þó að hún hefði áður neitað ást hans með fyrirlitningu og við- bjóði. En gat það verið? — Hún þrýsti enn- inu brennheitu að steinköldu marmaralikneski ástagyðjunnar í garðherberginu, þar sem hann hafði svo oft talað við hana blíðlega og djarf- mannlega. Hún óskaði að hún mætti tala við hann einusinni enn, og líta enn einusinni í bláu, blíðlegu augun hans og heyra mjúku og þýðu röddina hans! Hún óskaði að hún hefði hatin nú við hlið sér, til þess að geta sagt honum að draumur hans hefði ræzt, og að hún þráði að halla sér að brjósti hans og segja honum að hún elskaði hann. En elskaði hún hann? Hún roðnaði , og hjartað fór að slá tíðara. — Já, hún elskadi hann I Hún hafði loks lært að meta göfuglyndi hans. Hún elskaði hann af öllu hjarta. Átti hún að skrifa honum það I Nei. það gat hún ekki! — ekki ennþá! XIV. í*rjú ár voru liðin. það var á tniðju sumri, þegar náttúran var

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.