Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Side 11
AÐALSBLÓÐ. 251 hafði mist. Tár hennar féllu niður á bréfið og visnaða kvistinn. Ó, hvað hún óskaði heitt að fá að sjá hann einusinni enn og halla höfðinu að brjósti hans og hvísla í eyra honum: Eg elska þig! En þetta átti aldrei að geta orðið —aldrei! Og nú fann hún að hún gat aldrei orðið ham- ingjusöm án hans. En engin frétt kom um lát hans. Óvissan var henni óbærileg. Hún varð mögur og föl; hún gat aldrei gleymt ógæfusama eiginmannin- um sínum. Sumarið leið og haustið líka, en ekkert fréttist um Langenberg. Farfuglarnir fóru og blómin fölnuðu, blöðin féllu af trjánum og veturinn gekk í garð, en ekkert fréttist frá Ame- ríku. En þó að greifinn og dóttir hans væru hrygg og harmandi, var haldin dýrleg jóla- veizla í Lindeborg eins og vant var. Hljómur jólaklukknanna barst út yfir engið og skógana, hreinn og hátíðlegur — það var jólanótt. En hvar var hann nú, hann, sem allir söknuðu og þráðu? Elsa fór út frá gest- unum, frá hlátrinum og glaumnum, sem særði hjarta hennar. Hún fór ein inn í garðherbergið, þar sem maðurinn hennar hafði kyst hana og kvatt hana í síðasta sinn. Hún stóð út við gluggann, og starði á snjóinn og tindrandi stjörnurnar með brennandi þrá í brjósti, þegar faðir hennar korn inn til hennar. Hann var augsýnilega í æsingu. »Elsa,* mælti hann, »stendur þú hér alein °g yfirgefur gleðina þetta hátíðarkvöld?« »Já,« svaraði hún, eg sakna Ríkarðs alt of mikið til þess að eg geti notið gleði með öðrum.« »Það er satt, Elsa,« mælti greifinn og brosti einhvernveginn svo einkennilega. »Elsa,« bætti hann við, »ertu svo frísk að Þú getir þolað mikla, óvænta gleði? það er uiaður hérna fyrir utan sem bíður eftir þér.« Hún fékk óstyrk, og áður en hún gat nokkru svarað kom Langenberg inn í her- bergið, leit á hana snöggvast með blíðu og ástúðlegu augnaráði, og breiddi síðan faðm- inn móti henni. »Elsa, konan mín! hjartkæra Elsa!« Hún heyrði að hurðinni var lokað á bak við sig og þau voru ein inni. »Hjartans konan mín,« hélt hann áfram, »eg gat ekki dáið fyr en eg væri búinn að sjá yður ennþá einusinni og heyra það af vörum yðar, að þér hefðuð nú lært að skilja mig og þykja vænt um mig. Eg hefi leitað dauðans, en ást mín var svo sterk að eg varð að hætta við það án vilja míns. Ast mfn styrkti mig og flutti mig heim úr ókunnu landi, þó að skynsemi mín segði mér, að von mín væri árangurslaus.* »Segðu ekki fleira, Ríkarður,« mælti Elsa, fyr en^ þú ert búinn að heyra það sem eg hefi að segja þér. Eg iðrast sárlega hve eg hefi verið köld og tilfinningarlaus gagnvart þér, því að þú ert mikillæti mitt. Menn segja satt, er þeir segja að eg sé drambsöm, en eg hefi aldrei verið drambsamari en nú, þegar eg get kallað mig konuna þína í raun og sannleika. Eg er drambsöm vegna þess að eg hefi unn- ið hjarta hins göfgasta manns, eg miklast af því að þú elskar mig, RíkarðurU Andlit hans ljómaði af gleði. »Getur það verið?« sagði hann frá sér numinn, »er þetta satt, elskulega konan mín?« »Já,« svaraði Elsa, »og eg, konan þín, bið þig nú að fyrirgefa mér hvað eg hefi verið dramblát gagnvart þér, og hversu eg hefi Iít- ilsvirt þig og misboðið þér, og vertu viss um það, að eg hefi nú Iært að þekkja hina sönnu aðalsgöfgi. Eg elska þig áf öllu hjarta og mei þig meira en alt annað í þessum heimi.« Pannig var ósk Langenbergs uppfylt, og jólaklukkurnar hljómuðu hátíðlega. Konan hans vafði höndunum um háls honum og hvíslaði í eyra hans: »Eg elska þig, hjartkæri maðurinn minn!« - -

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.