Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 12
252 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Eftir Per Hallström. íbúar borgarinnar Flórens á Ítalíu höfðu fengið ljón að gjöf frá emírnum á eynni Gel- bes við Túnis. Ekki er hægt um það að segja, hvort hann hefir gert það í því skyni að fá það endurgoldið í einhverri mynd, eða aðeins af samhug með þeim gegn óvinum þeirra í Písa. Pað var fullorðið Ijón, stórt og tígulegt. Pegar komið var með það til borgarinnar, gengu borgarmenn á móti því í stórhópum um hliðið San Frediano. Hvítir uxar gengu fyrir vagninum með búri ljónsins. Peir drundu og hröðuðu stirðlega ganginum af einhverri hálfóljósri hræðslu. Pannig ók dýrakonungur- inn um borgina meðal prúðbúins mannfjöld- ans, sem raðaði sér á báðar hliðar, veifaði höfuðfötunum og æpti fagnaðaróp. En loftið svall og ólgaði af klukknahljómi, líkt og stöðu- vatn ólgar í bráðum þey. Dýrið gekk óeirðar- Iega aftur og fram í búri sínu þungum skref- um, svo að bláleitar klærnar gægðust út, en bar höfuðið tígulega og hæglátlega, og leit augunum, með samdregnu, örmjóu sjáaldrinu, fyrirlitlega niður á fjöldann og alt þetta óskil- janlega í kringum sig. Borgarmenn höfðu ald- rei séð ljón fyr og voru frá sér numdir af mikillátri gleði yfir því, að eiga slíkt undur innan borgarveggja sinna. Öllum fanst það vera sigurinn sjálfur, sem héldi inngöngu sína í borgina, og hjarta hvers manns svall af mót- þróa gegn öfund óvinarins, bæði hjörtu óð- alsmannanna, sem bjuggu í steinhúsunum, og sem hættan vofði yfir, og borgaranna, sem fundu að þeim óx þrek og frelsisþrá dag frá degi. A torginu San-Giovanni hafði verið gerð afarsterk girðing handa ljóninu; það var á bak við áttstrendu kirkjuna, sem þá hafði enn ekki verið klædd marmara og hafði engin »himin- hlið«. Ljónið var þegar flutt þangað, og er menn höfðu horft á það allan daginn til kvölds og voru orðnir þreyttir á því, létu menn það eitt eftir, ér augu þess glóðu eins og stórir, gulir neistar í myrkrinu. Pað iá vanalega hreyfingarlaust með há- reist höfuð og alopin, rólyndisleg augu. Pað var sem það sæi ekki það sem var í kringum það, heldur dreymdi annan sjónhring, meiri en hafvíðan og bjartari en sóllýstan. Pegar eitt- hvað hreyfði sig á torginu, menn eða dýr, eða þegar menn ónáðuðu það með aðdáunarópum eða nærgengni, þá stríkkaði það á klósinunum í hrömmunum og stælti vöðvana í afturfótun- um eins og það byggi sig til stökks, en slak- aði svo óðara á þeim aftur, og ekki sást eitt hár bifast í faxinu, og augun hvikuðu ekki, en horfðu í fjarlægan bláinn. Pað lét mat sinn stundum liggja óhreyfðan klukkutímum saman, án þess að líta við honum, en át hann svo síðar er dimma tók, er það hafði stokkið að honum langt til og rekið upp svo ógurlegt öskur, að börnin vöknuðu hrædd í húsunum og hestarnir slitu sig upp í úthýsunum. Og einlægt malaði það hátt eins og það létist vera frjálst, er friður og kyrð ríkti umhverfis það. Þetta Ijón varð einskonar hjáguð borgarbúa, sem tákn frama og framtíðardýrðar borgarinn- ar. Stundum færðu þeir því úlfa, sem þeir höfðu náð lifandi, því að úlfurinn var einmitt skjaldarmerki versta óvinar þeirra, og þeim var skemt við að heyra þá emja af hræðslu eins og barða hunda, þegar Ijónið sló þá rothögg- ið, án þess þeir gerðu tilraun til að verja sig. En ljónið hreyfði aldrei hræ þeirra, og lá enn þá kyrlátara, tígulegra og svipþyngra eftir að því hafði verið gert ónæðið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.