Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Page 13
LJÓNIÐ. 253 Einu sinni var vörðurinn svo óvarkár að ganga inn í girðinguna án þess að læsa hliðar- grindinni á eftir sér. Ljónið, sem lá inni, kyr- látt og dreymandi, stóð þá hægt á fætur, án þess að tillit stóru, gulu augnanna breyttist hið minsta, og sló grindina úr hliðinu með hramminum, alveg eins og það hefði getað gert það hvenær, sem því hefði sýnst, en ekki hirt um það til þessa dags. Svo gekk það í sömu draumleiðslunni út á torgið, með höfuðið há- reist og augun fjarleitin, og var nú fjálst. Enginn hafði áður kent slíkrar skelfingar. Óttinn flaug yfir með ógnahraða; honum sló niður á torgið eins og þegar stormroku slær skyndilega niður milli visinna blaða, yfir sef eða skógarrunna, og þyrlar öllu sem laust er, upp í loftið á undan sér með hvin og háreysti. Enginn leit við til að sjá hvar Ijónið væri; allir — bæði menn og dýr — hugðu það vera á hælum sér. Ekkert heyrðist nema fótatak flý- jandi manna og málleysingja, og torgið varð autt á svipstundu, en allar götur í nánd fylt- ust um Ieið, og áður en bergmálið af fóta- traðkinú hafði tíma til að berast, var fólkið komið upp að húsveggjunum, sem bergmálið kom frá. Allir Ieituðu húsa sinna, og engum fanst hann óhultur fyr en hann var kominn heim til sín. Fyrir utan húsin heyrðust angistarradd- ir, sem þó þorðu varla að láta heyra til sín fyrir hræðslu sakir, og menn börðu utan hús- in, þangað til blóðið lagaði úr höniunum, með- an slagbröndunum var skotið fyrir hverja smugu. Og þeir sem inni voru töldu heimilisfólkið nieð öndina í hálsinum, til þess að vita, hvort allir væru nú komnir inn. Ysinn og háreyst- >n barst æ víðar og víðar út um alla borgina, en þar sem hann byrjaði var ömurleg þögn, éins og það væri eyðimörk. Pögnin breiddist og víðar og víðar yfir, og varð enn óyndislegri eftir ókyrðina og ysinn, sem þar hafði verið. Og ljónið gekk um strætin í þessari kyrð, hæg- látt og dreymandi eins og í friði eyðimerkurinnar. Það gekk með löngum, viðvaningslegum en hviklegum skrefum. Gangurinn var alls ó- líkur eirðarleysistöltinu í búrinu. — t*að and- aði rólega, en þefandi og með þöndum nös- um. Það Ieit ekki við því undarlega ókunna í kringum sig, fremur en vant var, heldur leitaði víðsýnis langt, langt í burtu — eða hafði það eygt sjónmiðið og dreymdi aðeins um það á leiðinni þangað? Menn gægðust út um hús- gluggana — hátt uppi, og biðu þar kvíðafullir með vopn í höndum. Þeir voru margir, sem ekki voru vissir um, hvórt þeim væri íeyfilegt að drepa dýrling borgarinnar, en sumir köst- uðu spjótum að því. Það leit ekki einusinni við, en hélt áfram tígulegt, og virtist ekki taka eftir nokkru, þegar járnið glamraði í götunni án þess að hafa gert því hið minsta mein. F*ar sem Orto San Michele er nú, var þá engin kirkja og ekki einusinni torg, heldur grænn flötur með nokkrum smárunnum, og lítið bæna- hús með mynd af höfuðenglinum. Þar var vant- að hálshöggva stríðlyndar hetjur á styrjaldar- tímum'; en nú voru börnin að leika sér þar. Pau höfðu ekki orðið vör við ysinn af flótt- anum. Mannfjöldinn, mállaus af skelfingu, hafði aðeins hrifið með sér fá ein af þeim sem yzt stóðu á fletinum, en á honum miðjum var enn dálítil! hópur, sem lék sér með ærslum og ó- gangi, án þess að vita af nokkru. Þegar ljón- ið sá græna grundina, nam það staðar og augnaráðið breyttist alt í einu. Því hefir ef til vill fundist, að það vera nú komið næstum heim til sín, er það var komið út úr þessum undarlegu strætum, og fann aftur mjúka jörðina undir fótum sér. F*að var eins og stóru augun þess sleptu fjarsýninni og færi aftur að gá að því sem umhverfis það var. F*að stóð kyrt um stund og hallaði sér aftur á bak og var tilbúið að stökkva; og augun litu leiftrandi og grimdarleg á barnahópinn, sem hreyfðist á fletinum. Eitt barnanna kom auga á Ijónið — það hljóðaði upp yfir sig — hópurinn flýði, ste.fnulaust og óreglulega, eins og þegar hænuungar álpast sinn í hverja áttina. Ljónið hóf sig til stökks, og börnin þutu í all- ar áttir, nema einn drengur, sem lá eftir og ljónið hafði velt um koll. Ljónið studdi hramm- inum ofan á hann og lagðist niður.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.