Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Síða 14
254 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. En þessi drengur átti sér einkennilega sögu. Hann hét Orlando. Faðir hans var ungur litunarmaður, Gerhard að nafni, hraustur mað- ur og djarfur. í einni borgarstyrjöldinni hafði hann verið drepinn með hnífstungu af óvini sínum. Sá hét Pela og var smiður. Pá var Sobilia kona Gerhards vanfær að Orlando, sem var fyrsta og eina barnið þeirra. Pegar hún frétti morð mannsins síns, og örvæntingin var sárust, og hatrið blossaði og brann í æðum hennar, þá fann hún fóstrið hrærast í fyrsta sinn. Hún var viðkvæm kona og ákaflynd, en þegar hún fann hræringar fóstursins, harkaði hún af sér og feldi ekkert einasta tár. Hún tók það sem Ioforð um hefnd, og hún var viss um að hún mundi fæða sveinbarn. Hún kveink- aði sér ekki hið minsta þegar hún ól barnið. Hún lá stöðugt með rjóðar kinnar og tindr- andi augu, og söng í sífellu hina sömu tryltu söngva sem upphlaupsmenn sungu á uppreist- artímum; og þegar barnið var fætt ætlaði hún að kæfa það með óstjórnlegum blíðulátum. Hún lifði eingöngu fyrir barnið. Hún var frjálsleg og djarfleg í fátækt sinni, og í hvert skifti sem hún sá Pela, horfði hún á hann ein- kennilegum, leiftrandi augum, svo að hann leit undan vandræðalegur. Hann gat sér þess til hvað hún mundi hugsa, en jafnvel þó barn hennar hefði verið orðið fulltíða maður, þá hefði hann skammast sín fyrir að finna til hræðslu, því að hann átti sjálfur marga sonu og venzlamenn, og var auk þess sjálfur mjög vel fær um að verja sig. Litli Orlando óx og dafnaði og varð bæði hraustur og hviklegur og sterkur eftir aldri. Pennan dag sat Sobilia inni og var að spinna, þegar hún heyrði ysinn og hávaðann úti á götunni. Hún spratt upp úr sæti sínu og þaut út; og er hún spurði hvað um væri að vera, svöruðu menn henni einu og einu orði um þá hættu, sem yfir þeim vofði, og flýttu sér svo að komast inn í húsin og læsa hurð- unum. En hún hugsaði ekki um neitt nema son sinn, og hljóp á móti fólkstraumnum, sem þyntist eftir því sem nær dró þeim stað, þar sem hættan var mest. »Bilia, Bilial* hrópuðu menn til hennar. >Ljónið er sloppið út; snúðu við.« En hún hristi höfuðið og flýtti sér enn meir. »Ekki þarna, ekki þangað!« hrópuðu menn, til þess að vara hana við hættunni. »Það er á Orto San Michele; heyrirðu það kona.« Og Sobilia heyrði nafnið Orto San Michele; þar var sonur hennar; og húnflýtti sér í dauð- ans ofboði. Pegar hún fór fram hjá húsi Pela, leit hún upp í gluggana af gömlum vana. Par stóð maðurinn, sem hún hataði, með öll börnin sín, hraust og rjóð í kinnum; og hurðin var læst, húsið sterkt, og andlitin hlæjandi, af því að fólkið var óhult eftir alla hræðsluna. Henni fanst það alt vera að hlæja að sér, svo dremb- ið og hrokafult. Hjarta hennar engdist af óþol- andi kvöl. Hún hafði aldrei fundið til svo sárt síðan henni var borin fregnin um morð manns- ins síns. Pá var huggunin nærri, en hvar var hún nú? Hún var nærri hnigin niður af van- megna hatri. En hún hélt áfram og hljóp og hljóp, meðan blóðið belgdi gagnaugaæðarnar og hún ætlaði að missa andann, og smátt og smátt fóru nýjar hugsanir að koma fram í heila hennar, sem ekkert hafði rúmað nema angist- arkvöl, og varirnar bærðust ótt, eins og hún talaði hugsanir sínar. Og hún heyrði sjálfa sig tala með einkennilegum, hásum og óviðfeldn- um rómi, sem kafnaði alt í einu, er hann ætl- aði að verða að ópi. — Á þessari stundu er Ijónið ef til vill að mylja höfuð hans, eins og það gerði á úlfun- um. Ef eg væri komin þangað, skyldi eg fæla það burt með ópi mínu, því að þá gæti eg æpt; eg skyldi hræða það með augnaráði mínu, og espa það með því að baða svona út hand- leggjunum, svo að það sneri sér að mér. Eg á ekkert nema hann — en hann á svo mörg — þau standa þarna og hlæja að mér — guð almáttugur! djöfullinn; hvað verður þá úr hefnd minni? Nú var hún komin að torginu. Par lá eitt-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.